Vísbending - 21.05.1996, Side 2
Endurskoðendur
Hérlendis er það venja að stjórnar-
menn skrií'i undir ársreikning eftir að
hann hefur verið staðfestur af endur-
skoðanda. I starfsreglum endurskoðenda
segirhins vegar: „Stjórnendurfélagsbera
ábyrgðáaðársreikningurségerðurísam-
ræmi við lög og góða reikningsskila-
venju. Stjórnendum ber einnig að sjá lil
þess að félag hafi fullnægjandi bókhald
og virkt innra eftirlit. Endurskoðendum
ber að kanna hvort stjórnendur félags ræki
þær skyldur sem að framan greinir.
Könnun endurskoðanda beinist að því
að komast að raun um hvort ársreikningur
félags gefí glögga hei Idarmynd af afkomu
og efnahag þess, en hún beinist ekki sér-
staklega að því að leiða í ljós svik eða
annað misferli."*
Endurskoðendur líta því þannig á að
sill hlutverk sé að fara yfir verk stjórn-
endanna. Hitt er miklu algengara að
endurskoðendur setji upp allan árs-
reikninginn, oft vegna þess að þekking
erekki næg innan fyrirtækja. Þeireru því
að skrifa upp á eigin verk í mörgum til-
vikum. Þetta dregur nokkuð úr eftirlits-
þættinum, en oftast er lítil ástæða til þess
að óttast villur þess vegna. Hins vegar er
ábyrgð endurskoðenda rík hvað varðar
mat á eignum og skuldum. í mörgum
ársreikningum eru birgðir, fasteignir og
tæki hátt metin miðað við'markaðsverð.
Verðmætið fer þá fyrst og fremst eftir því
hvort rekstri verðurhaldið áfram. Frysti-
hús í litlu byggðarlagi er lítils virði ef
hætt er að vinna þar fisk. Ekki eru nein
önnur not fyrir húsið. Oft eru vélar
nothæfar en flulnings- og uppsetningar-
kostnaður gerir þær að lakari söluvöru
en ella. Alþekkt er að skrifstofubúnaður
selst á lágu verði þegar rekstri er hætt. Ef
endurskoðendur sjá að hætta er á því að
fyrirtæki leggi upp laupana taka þeir oft
fram í áritun á ársreikning að eignamat
sé miðað við áframhaldandi rekstur.
En h ver er aðstaða endurskoðanda sem
hefurumárabil sinntfyrirtækinuoghefur
af því verulegan hluta af sínum tekjum til
þess að gera alvarlegar athugasemdir?
Þetta fer án nokkurs vala mjög eltir bæði
skapferli endurskoðandans og þess álits
sem hann nýtur. Forstjórar sjá oftast um
samskipti við endurskoðandann og
sumumendurskoðendum finnst þeireiga
skyldur að rækja við forstjórana fremur
en stjórn, hluthafa eða skuldunauta.
Jafnvel þótt endurskoðandi sjái veikleika-
merki, þá finnsthonum ef til vill erfittað
fara framhjá forstjóra sem ekkert vill sjá
eða heyra. Endurskoðandinn á þó mörg
önnur ráð en að geta veikleika í áritun á
reikninginn. Hanngeturóskaðeftirfundi
með stjórn eða stjómarformanni, hann
getur skrifað sömu aðilum bréf eða getið
veikleika í skýrslu til stjórnar. Þess ber
þó að geta að skylda endurskoðandans
ISBENDING
felst fyrst og fremst í því að árs-
reikningurinngefiréttamynd. Það erekki
hans að túlka niðurstöðurnar. Þess verður
þó að gæta að vegna rey nsl u og þekkingar
endurskoðenda hlýtur að hvfla á þeim
siðferðileg sky lda að benda á hættumerki.
I mjög mörgum fyrirtækjum, lil dæmis
fjölskyldufyrirtækjum, eru þeireinu sér-
menntuðu mennirnir sem koma að árs-
reikningunum.
Hluthafarog skoðunar-
menn
Æðsta vald í málefnum fyrirtækja eru
hluthafafundir. Þar er þvf kjörinn
vettvangur til þess að koma að athuga-
semdum um reksturinn. Hins vegar vex
mörgum í augum að koma upp fyrir
framan hóp af fólki til þess að koma með
aðfinnslur eða ábendingar. Oft taka
stjómendur slíkum uppákomum illa og
þeir hluthafar sem fara í þetta hlutverk
eru sniðgengir með ýmsum hætti, af-
greiddir sem nöldurseggir eða rugludallar
og sómakærir menn hika því við að setja
fram ábendingar. Hins vegar eru aðal-
fundirnir hinn rétti vettvangur fyrir hlut-
hafa, því um leið og þeir hafa samþykkt
ársreikning eru þeir samábyrgir iyrir
honum.
Mörg fyrirtæki kjósa sér skoðunar-
menn, sem áður voru nefndir félags-
kjörnir endurskoðendur. Hlutverk
þessara skoðunarmanna er meðal annars
að fara yfir ársreikning sjálfstætt. Vel
mætti hugsa sér að þeir færu jafnframt
yfir ýmsa þætti í rekstrinum og bentu á
þá veikleika sent kæmu í ljós. 1 raun er
það oftast svo að þessir skoðunarmenn
gera lítið annað en fá kaffi og vínarbrauð
hjáyfirbókaraeða fjármálastjóraog skrifa
svo nafnið sitt umhugsunarlaust. Enda
er staða skoðunarmanns yfirleitt ekki fyllt
af sérfræðingum í túlkun ársreikninga
heldur hluthöfum sem ekki hafa nægt at-
kvæðamagn til þess að komast í stjórn.
Þessi staða, sem gæti verið mikilvægur
hlekkur í eftirlitskerfinu, er því í raun
aðeins bitlingur.
Utanaðkomandi aðilar
Lánardrottnum ber skylda til þess að
fara með gagnrýnum huga yfir stöðuna.
Hér á landi sem erlendis hafa háar
fjárhæðir tapast hjá fjármálastofnunum.
Erlendis er það algengt að fyrirtæki þurfi
að fá greiðslumat frá óháðum aðilum.
Þekkt eru fyrirtækin Moody’s og
Standard and Poor ’.v, en mörg fleiri fyrir-
tæki starfa á þessu sviði. Hér á Iandi hefur
ekki verið gerð krafa um slíkl frá lán-
veitendum. Bankar og sjóðir hafa látið
sína eigin sérfræðinga meta lánshæfi
fyrirtækja og ekki talið þörf á utanað-
komandi mati. Ekki skal dregið úr færni
sérfræðinga íslenskra lánastofnana, en
erlendir starfsbræður þeirra nota greiðslu-
matið aðeins sem viðbótargagn við sína
vinnu. Kosturinn við vinnu matsfyrir-
tækj anna er að vinnubrögð eru samræmd
og niðurstöður opinberar. Allir framan-
greindir aðilar gætu fengið niður-
stöðurnar í hendur og átt þannig auð-
veldara með að mynda sér skoðun með
mat óháðs aðila sér til aðstoðar. Mats-
fyrirtæki eru fjarri því að vera óskeikul,
en niðurstöður þeirra eru gott innlegg,
því ekki þarf rnikla sérfræðinga til þess
að skilj a einfalda einkunnastiga. Allir átta
sig á því að hækkandi eða lækkandi
lánshæfieinkunn gefur til kynna hvert
stefnir í rekstri.
Ber nokkur ábyrgð?
Þegar upp er staðið er oft ómögulegt
að finna einh vern sem axlar ábyrgð þegar
reksturinn gengur verr en skyldi. Stöku
sinnum víkur forstjórinn en sjaldnar
stjórnin og þá oftast eftir að mikið hefur
gengið á. Algengast er að fyrirtækin gangi
sína leið í gjaldþrot, nauðasamninga eða
endurfjármögnun, t.d. með hlutafjár-
aukningu, með tilheyrandi skaða fyrir
hluthafa og lánardrottna. Miklu skiptir
að hverjum þeim sem að ferlinu kemur
sé ljóst að hann ber ábyrgð og hagi sér í
samræmi við það þannig að hann grípi
inn í á réttum tíma til þess að skaðinn sé
sem minnstur. Gjaldþrot þarf ekki að vera
skammarlegt, rekstrarforsendur geta
brugðist. Hins vegar getur það verið
beinlínis glæpsamlegt ef réttir aðilar
grípa ekki inn í á réttu augnabliki til þess
að lágmarka skaðann.
-----♦----♦---♦-----
*
Island gæti orðið
fyrirmynd
Kristín Halldórsdóttir
—
rsskýrsla Landsvirkjunar er
afar merkilegt plagg. Ekki að
eins vegna innihaldsins,heldur
fyrst og fremst vegna útlits og hönnunar.
Fyrirtækið Sjöundi himinn er skráð fyrir
hinu síðarnefnda. Sá sem er ólæs á texta
gæti dregið þá ályktun af útlitinu, að þetta
væri ársskýrsla Landverndar eða Land-
græðslu ríkisins. Forsíðuna prýðir rnynd
af græðandi höndum að hlúa að litlu tré
í skógi framtíðarinnar, og innan um upp-
lýsingar um eigna- og skuldastöðu fyrir-
tækisins, rekstur þess og áform má sjá
myndir af ungu fólki að þrífa og gróður-
setja, rækla grænmeti, slá gras, leggja
göngustíga, fræðast af landgræðslustjóra
og fylkja sér um forseta vorn.
2