Vísbending


Vísbending - 05.07.1996, Blaðsíða 1

Vísbending - 05.07.1996, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 5. júlí 1996 24. tbl. 14. árg. Hafa erlendar hagsveiflur áhrif ? Vöxtur landsframleiðslu á íslandi og í Evrópusambandinu' 1979-96. % Heimild: OECD economic Outlook júní 1996 'Hér eru tekin með öll aðildarlönd í ESB 1996 Vöxtur landsframleiöslu á íslandi og í Norður-Ameríku 1979-96. % Heimild: OECD economic Outlook júní 1996 Islenskt efnahagslíf er smátt í sniðum og íslendingar hljóta að byggja afkomu sína á því að flytja út til landanna í kring. Því er auðvell að ímy nda sér að erlendar hagsveiflur hljóti að leiða beint hingað til lands og hræra við málum. Það er í samræmi við kenningar alþjóðahagfræðinnar um að sveiflur í stórum löndum ráði miklu um hagsæld í þeim minni, líkt og gerðist t.d. 1929 þegar hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum hrundi og kreppa skall á í öllum heiminum í kjölfarið. En hver eru þessi áhrif í raun? Hvernig leiða erlendar sveiflur inn í íslenskt hagkerfi? Evróputaktur? Á mynd hér til hliðar er hagvöxtur á Islandi og Evrópusantbandinu borinn saman. Tölurnar frá Evrópu eru saman- safn frá mörgum löndum og því er sveil’lan þar jafnari. Hins vegar verður vart séð við fyrstu sýn að sterkt samband sé á milli atburða þar og á Islandi (fylgni 14%). En ef leitnilínur eru teiknaðar gætum við með góðum vilja fundið evrópskan grunntón í íslensku s veiflunni, þ.e. ef sveiflan er vaxandi ytra þá er hún einnig vaxandi hér. Þetta gæti sumum þótt ofrausn, og bent á að útflutningur frá íslandi sé einhæfur og skorðist við fáa markaði þar sem eftir- spurn ræðst af öðru en almennu efna- hagsástandi. T.d. skiptirhitastig íÞýska- landi geysilega miklu fyrir sölu á karfa þar um slóðir. Þá er framboð á téðum mörkuðum brey tilegt og fer eftir veiðum og markaðsaðgerðum annarra fiskveiði- þjóða. Ef tekið er tillit til slíkra þátta verður lítið eftir sem almennt efnahags- ástand ytra gæti skýrt hvað varðar út- flutningsverðmæti frá Islandi. Loks virðast íslendingar vera fullfærir um að skapa sínar eigin sveiflur eða a.m.k. magna upp þær sendingar sem hingað koma að utan eins og sést af hinum öfgafulla öldugangi í íslenska hagkerfinu 1987-88. Horft vestur Á neðri mynd sjást hagsveiflur í Norður-Ameríku. Ef ameríska hag- sveiflan er tafin um eitt ár kemur fremur sterk fylgni í Ijós (45%). Það þýðir í raun að ári eftir að straumhvörf verða í Ameríku gerist það sama hér. T.d. fer hagkerfið í lægð ytra 1982 og 1991, en hér 1983 og 1992.Þannigvirðistíslenskt hagkerfi vera miklu tengdara Norður- Ameríku en Evrópu. Margar skýringar gætu verið á þessu. Fyrsta tilgátan gæti verið sú að hér sé um hreina tilviljun að ræða og það er ekki hægt að útiloka sl íkt. Þá gæti bandaríkjadalur verið nefndur til sem mikilvægur orsakavaldur. Vægi þeirrar myntar er mikið í gengi íslensku krónunnar og ef dalurinn styrkist, t.d. í kjölfar uppsveiflu í Bandaríkjunum, þá lækkar gengi krónunnar og útílutningur héðan styrkist til muna. Gildir einu til hvaða lands verið er að flytja vörur. Þá má einnig geta þess að um 70% af viðskiplum og 50% af fjárfestingum heimsins eru í dölum. Þess vegna hlýtur íslenska hagkerfið að vera næmt fyrir því sem gerist vestra. Þá eru unt 20% af heimsframleiðslu upprunnin í Banda- ríkjunum og uppsveifla þar hlýtur að skipta máli fyrir allan heiminn. Bandaríska sveiflan gæti því borist til Islands í gegnum önnur lönd. Þriðja ástæðan gæti verið sú að bandarískir fiskmarkaðir séu nærnir fyrir almennu efnahagsástandi, enda fiskur fæða sem þarlendir neyta nær eingöngu á veitingahúsum. Efni blaðsins I forsíðugrein er fjallað um erlendar hagsveiflur og áhrif þeirra á íslenska hagkerfið. Birtur er samanburður á breytileik (staðalfráviki) hagvaxtar á Islandi miðað viðnokkurönnurlönd. Þá er einnig ljallað um áreiðanleik skoðannakannanna sem gerðar voru fyrir síðustu forsetakosningar. Loks er á baksíðu slult yfirlit um efnahagsleg vandamál Evrópu í dag.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.