Vísbending - 05.07.1996, Blaðsíða 2
ISBENDING
r : s
Fylgni Islenskra hagsveiflna
(breyt. á landsframl. milli ára)
við sveiflur í öðrum löndum
ls/ESB
Ís/N-Ameríka
fs/Noregur
Ís/Svíþjóð
IS/Danmörk
Is/Finnland
Ís/Bretland
Is/Bandaríkin
Ís/Japan
Is/Þýskaland
Ís/Frakkland
Ís/Tyrkland
fs/NýjaSjáland
ís/írland
Fylgni
13%
5%
22%
45%
7%
39%
14%
-1%
18%
-18%
2%
4%
-2%
Fylgni
eins árs töf
16%
45%
60%
38%
40%
43%
32%
46%
-12%
-7%
-3%
7%
23%
-24%
Fylgnitölur einar og sér sanna ekki
orsakasamband, en gætu bent til þess að
það séu sömu áhrifavaldar að verki. Það
er líklega skýringin á mikilli fylgni milli
íslands og Norðurlandaþjóða, en þetta
eru tiltölulega smá hagkerfi sem byggja
mikið á útflulningi og jafnvel á sömu
markaðssvæði. T.d. er fylgnin á milli
Noregsogíslands mjögsterk. Hins vegar
kemur á óvart að fylgni Islands við helstu
viðskiptaþjóðir er fremur lítil ef undan
eru skilin Bandaríkin.Sérstaklegaer nei-
kvæð fylgni við Þýskaland undarleg, þ.e.
íslandi virðist ganga betur ef Þýskaland
er ílægðog svo öfugt. Til viljun gæti ráðið
hér einhverju. En rétt er að benda á að
hér eru aðeins 17 ár skoðuð og því er
þessi samanburður meira til gamans
gerður. Sem vænta mátti er fylgnin við
Tyrkland fremur lftil.
Að standa stakur
Hér að framan hefur verið fjallað um
tengsl á milli landa með tilliti til vöru- og
þjónustuflæðis. En þetta er aðeins ein
tengsl af mörgum og hagsæld smitast á
milli landa á ýmsan annan hátt. Til að
mynda skiptir flæði á framleiðsluþáttum
miklu og slík áhrif eru umlalsverð á
milli margra landa í Evrópu. Þá mætti
einnig nefna flæði á hugmyndum og
tækni eða jafnvel hugarfari á milli landa.
Island hefur að sumu leyti verið opið fyrir
erlendum hugmyndum, fólk hefur t.d.
farið mikið utan til mennta. Hins vegar
hefur landið verið lokað fyrir
fjármagnsstraumum. Utlendingum er
bannað að fjárfesta í arðbærustu
atvinnugreinunum hér, sjávarútvegi og
virkjunum, og þeir sýna ekki mikinn
Hversu mikið sveiflast landsframleiðsla?
Breytileiki (staðalfrávik) hagvaxtar í ýmsum löndum 1979-96
Hvaða þýðingu hafa hagsveiflur?
Allt frá heimskreppunni miklu á fjórða áratug þessarar aldar (og kenningum
Keynes sem sigldu í kjölfarið) hefur almennt verið álitið að það sé ein meginskylda
stjórnvalda sé að reyna að jafna hagsveiflur. Betra sé að hagsældin vaxi jafnt og þétt,
en að hún gangi í miklum skrykkjum. Þannig nýtist vinnuafl og fjármagn best
(menn sleppa við atvinnuleysi og fjöldagjaldþrot), auk þess sem niðursveifla hefur
afskaplega slæm áhrif á þjóðfélagið í heild og snýr áformum einstaklinga á hvolf.
Samkvæmtþessu ætti breytileiki (staðalfrávik) landsframleiðslu að veramælikvarði
á hversu vel hefur tekist til með hagstjóm í hverju landi eða kannski í hversu góðu
jafnvægi hagkerfið er í. Á mynd hérað ofan erþessi breytileiki borinn saman á milli
landa. Stöðugast íþessum hópi erFrakkland, en breytileiki landsframleiðslu fslands
er allt að því helmingi meiri. Hér sést einnig að Norðurlöndin virðast skiptast í tvo
hópa. Danmörk og Svíþjóð eru stöðug, en Island og Finnland tiltölulega óstöðug.
Hins vegar ber að nefna nokkra fyrirvara um hvernig hægt er að túlka þessar tölur.
Þetta er ekki neinn mælikvarði hagvöxtinn sjálfan. Þannig kunna sum lönd að vera
stöðnuð og því stöðug. í öðru lagi skiptir umfang opinbera geirans miklu máli, en
það er eðli hagkerfa þar sem ríkið ræður útgjöldunum að sveiflast fremur lítið eins
og t.d. Svíþjóð og Danmörk þar sem ríkisútgjöld eru allt að því 60% af
þjóðarframleiðslu. I þriðja lagi hafa sveiflurnar misjöfn áhrif á milli landameð tilliti
verðbólgu og atvinnuleysis, en sum hagkerfi virðast þola sveiflur betur en önnur.
T.d. virðist vera betra að vera staddur í Bandaríkjunum á tímum niðursveiflu en á
Spáni í uppsveiflu, en atvinnuleysið á fyrrnefnda landinu erþá 6-7% í niðursveifluen
um 15-20% á því síðarnel'nda í uppsveiflu.
J V
áhuga á öðrum kostum er landsmenn hafa
verið að bjóða þeim, ef fjárfestingar í
álvinnslu eru undanskildar. Þá erþaðrétt
nú nýlega (frá 1994) sem Islendingum er
leyfilegt að fjárfesta ytra. Slíkir fjár-
straumarhéðan eru útflutningur sem mun
skila landinu drjúgum gjaldeyristekjum.
Ekki aðeins í gegn um arð- og
vaxtagreiðslur heldur einnig tengja þær
landið umheiminum og styrkj a innlendar
atvinnugreinar á marg víslegan máta, eins
og t.d. hefur gerst í sjávarútvegi.
Svo virðist af fylgni íslenskra
hagsveiflna við erlendar sem íslenskl
hagkerfi standi stakt og hræringar ytra
virðast ekki skipta miklu máli fyrir
framvindu hér. Allar kenningar hag-
vísinda leggja það eindregið til að lönd
tengist sern flestum viðskiptaböndum,
þannig að hagkerfin opnist og mis-
munandi aðstæður og hæfileikar í h verj u
landi nýtist sem best. Þetta er sérlega
mikilvægtfyrirsmærriþjóðir. Þærhljóta
að nýta sér markaði og sérhæfingu
stórþjóða til þess að selja framleiðslu sína
en ekki síðurtil þess að kaupa þær neyslu-
og fjárfestingarvörur sem þær vanhagar
um. Hér ættu íslendingar að vera í
kjöraðstöðu, mitt á milli hinna tveggja
stóru hagkerfa ESB og Bandaríkjanna.
En hvernig höfum við nýtt færin? Góðæri
bæði í Evrópu og Ameríku 1988-90 sigldi
framhjá ströndum Islands, því á sama
tíma var kreppa hérlendis. íslendingar
hafa byggt nær öll viðskiptasambönd sín
við aðrar þjóðir á fiskverslun, og þegar
fiskinn vantaði til að selja stóðum við
bjargarlaus. Hér þarf að treysta fleiri
bönd. Hagur landsins ræðst fyrst og
fremst af því hversu vel hagkerfið er tengt
efnahagsheildunum austan og vestan við
okkur.
2