Vísbending - 05.07.1996, Side 4
ISBENDING
Hagtölur
Fjármagnsmarkaður
Ný lánskjaravísitala 3.489 07.96
Verðtryggð bankalán 8,8% 21.06
Óverðtr. bankalán 12,2% 21.06
Húsbréf, kaup (ný. flokk.) 5,45% 02.07
Spariskírteini, kaup(5-ára)5,45% 02.07
M3 (12 mán. breyting) 5,1% 04.96
Þingvísitala hlutabréfa 1.930 02.07
Fyrir viku 1.909
Fyrir ári 1.123
Verðlag og vinnumarkaður
Visitala neysluverðs 176,7 06.96
Verðbólga- 3 mán. 2,8% 05.96
-ár 2,6% 05.96
Vísit. neyslu - spá 177,0 07.96
(Fors.: Gengi helst 177,3 08.96
innan ±6% marka) 177,7 09.96
Launavisitala 147,4 04.96
Árshækkun- 3 mán. 1,9% 04.96
-ár 7,4% 04.96
Kaupmáttur-3 mán. 3,1% 01.96
-ár 5,7% 01.96
Skortur á vinnuafli 0,0% 04.96
fyrir ári 0,2%
Atvinnuleysi 4,7% 05.96
fyrir ári 5,2%
Velta nóv.-des. ’95 skv. uppl. RSK
(milljarðar kr. og breyt. m/v 1994)
Velta 138 15%
VSK samt. 9.1 3,1%
Hrávörumarkaðir
Vísitalaverðssjávarafurða 103,8 06.96
Mánaðar breyting -1,0%
Ál (99,7%) (USD/tonn) 1.457 02.07
Mánaðar breyting -5,0%
Sink (USD/tonn) 1.003 02.07
Mánaðar breyting -2,0%
Kvótamarkaður 03.07
(Krónur/kg) Leiga Varanl.
Þorskur 95 600
fyrir mánuði 90 540
Ýsa 3 127
fyrir mánuði 4 127
Karfi 35 160
fyrir mánuði 45 160
Rækja 7 400
fyrir mánuði 76 340
'------------------------------------------------------J
( Á
Vísbending vikunnar
Mörg fyrirtæki íhuga nú að afla sér
tekna með því að selja hlutabréf á al-
mennum markaði. Þetta er mjög
jákvæð þróun sem stuðlar að því að
fjárfestar eigi ileiri kosti lil þess að
ávaxta sitt fé í atvinnulífinu. Rétt er
að vara við því að fyrirtæki hafi of
hátt gengi hlutabréfum sínum þegar
þau eru að stíga fyrstu skrefin inn á
markaðinn. Æskilegt er að verðleggja
bréfin með þeim hætti að fyrsta út-
boð seljist upp á skömmum tíma. Séu
bréfin of dýr í upphafi þá getur tekið
langan tíma að vekja áhuga fjárfesta.
V__________________________)
Evrópa í vanda
Það eru ekki bjartar horfur í V-Evrópu
um þessar mundir. Fjárlagahalli er geipi-
legur, atvinnuleysi 1 l%,kyrrkaupmáttur
og hagvöxturhverfandi. Astandið veldur
ekki aðeins áhyggjum hjá ráðamönnum,
því almenningur virðist bera kvíðboga
fyrir framtíðinni og almenn eftirspurn
hefur dregist saman. Það eykur við þau
vandræði sem fyrir voru.
A síðustuáratugum hefurhiðopinbera
þanist út í Evrópu, en árið 1961 voru
ríkisútgjöld um 34% af landsframleiðslu
en sama hlutfall var kornið upp í 51 % á
síðasta ári. Stærsti hluti af þessu fé er
tilfærslur af ýmsu tagi, atvinnuleysis-
bætur, félagsleg aðstoð og eftirlaun.
Evrópska velferðarkerfið hefur þyngst
mjög í rekstri á síðustu árum, enda þegnar
landanna að eldast, og því vinna færri en
fleiri þiggja aðstoð. Það er þó ekki nema
hluti af skýringunni. Útþensla ríkisins
hefur verið fjármögnuð með aukinni
skatlheimtu, en skattbyrði hefur aukist
um 35% frá 1961. Skattar og urnsvif
ríkisins, lögð saman við launahækkanir
og ósveigjanleika á vinnuntarkaði hafa
komið í veg fyrir tjölgun starfa. En frá
1974-92 sköpuðust 30 milljón ný störf í
Bandaríkjunum, en aðeins tæplega 5
milljónir í ESB á sama tíma. Hér því um
vítahring að ræða, þar sem skattar og
ríkisútgjöld auka atvinnuleysi og fækka
þeim sem hægt er að skattleggja og það
kallar aftur á aukna skattheimtu og
útgjöld á móti.
Þá hefur samkeppnisstöðu Evrópu
hrakað. Vinnuaflið er dýrt og ráðningar
óþjálar, en ákaflega erfitt er að reka
starfsmenn sem eitt sinn hafa verið ráðnir.
Auk þess er samkeppni nú orðin mun
harðari á mörkuðum heimsins, þar sem
ný lönd, í Asíu og A-Evrópu, hafa verið
að sækja fram Til að bregðast við þessu
hefur verið dregið úr launahækkunum
(kaupmátturí ESB hefurfrá 1993 aðeins
vaxið um 0,8% á ári að meðaltali) og
reynt að draga velferðarkerfið saman.
Þetta mætir mikilli andspyrnu, t.d. hafa
þýsk verkalýðsfélög brugðist ókvæða við
áformum Kohls kanslara um niðurskurð
ríkisútgjalda og kallað frumvarp hans
hryllingslistan. (Fyrirhuguð skerðing er
um 2% af landsframl. Þýskalands og sam-
varar því að íslenska ríkið minnkaði
útgjöld um 1 Omilljarða.) Ýmsirhafabent
á að þessar aðgerðir muni einar og sér
ekki breyta miklu, a.m.k. ekki varðandi
atvinnuleysi, sérstaklega ef almenn eftir-
spurn dregst saman. Hér þurfi róttækar
kerfisbreytingar, m.a. draga úrofurvaldi
verkalýðsfélagaávinnumarkaði.Fyrrfari
hjólin ekki að snúast. Þetta hefur að
einhverju leyti gersl því t.d. íÞýskalandi
hefur vinnustaðasamningum fjölgað
mjög. Evrópa virðist stefnatil þeirrahátta
er tíðkast í Bandaríkjunum, en líklega er
langur vegur og strangur fyrir höndum.
( \ Aðrir sálmar
Verðfall á grísakjöti Það er athyglisvert að heyra hve mjög lögmál markaðsins urn framboð og eftir- spurn hafa áhrif á þá hluta landbúnaðarins sem ekki eru lengur undir samningum eða verðlagseftirlili. Egg, nauta- og svína- kjöt geta hækkað og lækkað í verði eftir því hvernig framleiðslu- og birgðastaða er hverju sinni. Að vísu hefur enn ekki verið leyft að flytja inn erlendar afurðir í landbúnaði nema að litlu leyti og neytendur og framleiðendur gjalda því enn hátt gjald fyrir einangrun. Enn þann dag í dag er verð á ntjólk fast. Mjólkurframleiðendur hafa löngu gert sér grein fyrir því að mjólk er í sam- keppni við aðrar drykkjarvörur eftir að gosdrykkir, safar og bjór tóku að flæða um borð landsmanna. Hins vegar neita menn enn að láta hagkvæmni og nálægð við markaði skila eðlilegri rekstrar- hagræðingu á þessu sviði. Mjólk er hellt niður eða notuð með óhagkvæmum og óskynsamlegum hætti í stað þess að leyfa ntarkaðsöflum að ráða. Adam Smith gaf útAuðlegð þjóðanna árið 1776ogJónSigurðssonritaði snjallt mál um kosti verslunarfrelsis fyrir 150 árum. Því er vonum seinna að menn geri sér grein fyrir því að lögmálin sent þessir frumkvöðlar kynntu gilda á öllum s viðum viðskipta. Meðan viðreisnarstjómin nam úr gildi höft á ýmsum sviðum jók hún stuðning ríkisins við landbúnað. Hann efldist svo enn meir á tímum næstu ríkis- stjórna. Svo var loks kornið, að búið var að svipta bændur allri samkeppnisgetu. Á misjöfnu þrífast börnin best og bændunt hefur verið gerður mikill óleikur með því að halda þeirn í vernduðu um- hverfi. Búvörusamningarnir þrír hafa tafið sókn bænda til frelsis. Kvótar og framleiðslustýring eru með öllu óþörf ef landbúnaðurinn fær að vera í friði fyrir utanaðkomandi höftum og styrkjum. Vilji neytendur styðja þá sem framleiða vöruna á hærra verði, þá gera þeir það með því að kaupa dýrari vöru. Það á að heyra sögunni til að neyða menn til slíks. Heill Vísbending styður þá ákvörðun verð- ^andi forseta að ræða ekki við fjölmiðla.
Ritstjórn: Ásgeir Jónsson, ritstj. og ábm.,
Benedikt Jóhannesson. Útg.: Talnakönnun
ht., Borgartúni 23,105 Rvík. Sfmi: 561-7575.
Myndsendir: 561-8646. Internetslóð: http://
www.strengur.is/~talnak/vief95.html,
netfang:talnak@strengur.is Málfarsráðgjöf:
Málvísindastofnun Háskólans. Prentun:
Steindórsprent-Gutenberg. Upplag: 700
eintök. Öll réttindi áskilin. Ritið má ekki afrita
án leyfis útgefanda.