Vísbending


Vísbending - 26.07.1996, Blaðsíða 2

Vísbending - 26.07.1996, Blaðsíða 2
ÍSBENDING ugri uppsveiflu átímabili II ermikil eftir- spurn eftir eignarhlutum í hlutabréfa- sjóðum í lok desember 1995 vegna skattaafsláltareinstaklinga, en þákeyptu einstaklingar hlutabréf í hlutabréfa- sjóðum fyrir tæplega 1.200 milljónir króna. Hlutabréfasjóðirnir, sem stækk- uðu talsvert í desember, ráðstöfuðu fjármagninu hins vegar ekki tii hluta- bréfakaupa fyrr en á fyrstu mánuðum þessa árs. Þannig dreifðist eftirspurnin eftir hlutabréfum á nokkra mánuði í stað þess að koma öll fram í desember og gengið hefði hugsanlega hækkað mun meira en það gerði. Horft til framtíðar Rúm tvöföldun á gengi hlutabréfa er mikil hækkun og gengið hlýturað teljast hátt þegar litið ertil V/H-hlutfalls fyrir- tækja sem skráð eru á Verðbréfaþingi. Á síðasta ári var hagnaður fyrirtækja á Verðbréfaþingi um 3,5 milljarðar og ef skoðað er V/H-hlutfall* fyrirtækja á Verðbréfaþingi Islandsað undanskildum hlutabréfasjóðum og öðrum sjóðum, er það í kringum 18, en vegið eftir markaðs- stærð um 20. V/H-hlutfallið er ein af þeim vísbendingum sem gefa til kynna hversu hátt eða lágt gengi hlutabréfa er miðað við hagnað. Ef einstök fyrirtæki eru tekin út, þá er V/H-hlutfallið hæst hjá SR-Mjöli, ÚA 27, Marel 26 og Jarðborunum 23 svo að dæmi sé tekið hjá þeim hæstu. Mismunandi ástæður geta verið fyrir háu V/H-hl utfalli. Fyrir- tækið gæti átt mikla vaxtarmöguleika, verið fjárhagslega sterkt og því öruggur fjárfestingarkostur eða að jafnvel tíma- bundin spákaupmennska hafi komið við sögu svo eitthvað sé nefnt. Nú er kröftug uppsveifla í íslensku efnahagslífi og það virðist mat þeirra sem kaupa hlutabréf á þessu háa gengi að afkoma fyrirtækja verði góð á árinu og næstu ár einnig. Á þessu ári má gera ráð fyrir því að hagnaður fyrirtækja, sem skráð eru á Verðbréfaþingi Islands, aukist um 30%- 40%** miðað við síðasta ár eða í 4,5 - 4,9 milljarða króna. Ef sú spá reynist rétt verður V/H-hlutfalIið 14-16 fyrir þetta ár sem telst kannski ekki hátt miðað við uppsveiflu í atvinnulífi. Spámennska og væntingar í upphafi árs spáðu fæstir svo mikilli hækkun á gengi hlutabréfa sem raun ber vitni, en margir töldu að gengið myndi hækka lítillega eða standa í stað. Sumir spáðu þvíjafnvel aðgengið lækkaði. Það er nauðsynlegt að aðilar hafi mismun- andi skoðun á þróun gengis þannig að virkur markaður skapist með verðbréf. Það hefur hins vegar einkennt íslenskan hlutabréfamarkað að undanförnu að flestir hafa verið þeirrar skoðunar að gengi myndi hækka og þeir sem áttu hlutabréf vildu síður selja þau. Þannig skapaðist það ástand að mjög lítið fram- boð var af hlutabréfum og því hækkaði gengi þeirra sem raun ber vitni. Þegar að því kemur að afkoma fyrirtækja versnar gæti gengi hlutabréfa lækkað mjög hratt þar sem margir kynnu að vilja selja bréf sín á sama tíma. Ef stórir aðilar eins og lífeyrissjóðir, tryggingarfélög og aðrar fjármálastofnanir gerðust virkari þátttak- endur á þessum markaði myndi það lík- lega draga úr þessum miklu sveiflum þar sem meira jafnvægi yrði milli framboðs og eftirspumar, og það myndi hraðaþróun á hlutabréfamarkaði. Þá verður að geta þess að mikill sam- dráttur í íslensku hagkerfi ol 1 i því að mörg fy rirtæki voru mjög lágt metin, og flestar gengishækkanir á hlutabréfum undan- farin misseri mætti því kalla leiðréttingu. Á sama tíma og hlutabréfamarkaðurinn var að rétta úr kútnum hel'ur atvinnulífið blómstrað og þessi snöggahækkunhluta- bréfa á þessu ári sýnir að fjárfestar hafa öðlast trú á atvinnulífið að nýju. Hins vegar munu hagnaðartölur fyrirtækja birtast á næstu vikum sem gefur fjár- festum betri vísbendingu um hvert stefnir. Það er þó nokkuð ljóst að framundan eru bjartir tímar í íslensku efnahagslífi og líklegt að flestum fyrirtækjum muni vegna vel á næstunni, en h vort það er nóg til að standa undir þessu gengi verður framtíðin að leiða í ljós. ' Mælir hversu margfaldan hagnað fjárfestar eru titbúnirað meta fyrirtækið á. Dæmi: Ef V/H -hlutfall 10þá meta fjárfestar fyrirtækið á tifatdan hagnað. V/H = Gengi ‘útgefið hlutafé/hagnaði. **Áætlaðar hagnaðartölur eru byggðará spá íút- boðslýsingum fyrirtækja og mati Fjárfestingarfé- lagsins Skandia hf. þar sem höfundur starfar. Tafla 2: Hlutabréfamarkaðurinn 1995-96 Gengi Gengi Breyting frá 31/12 '95 18/7 '96 Arður Jöfnun áramótum Borgey 1,20 3,50 10% 0% 200,0% Marel 5,56 11,01 10% 20% 139,4% Hraðfrystihús Eskifj. 2,39 5,50 7% 0% 133,1% Síldarvinnslan 3,90 7,75 7% 10% 120,4% ÍS 2,22 4,55 6% 0% 107,7% Skagstrendingur 3,95 6,20 5% 20% 89,6% SS 1,00 1,82 10% 0% 89,0% Tæknival 2,20 4,00 0% 0% 86,4% Plastprent 3,25 6,00 8% 0% 84,6% Haraldur Böðvarsson 2,49 4,05 0% 10% 82,1% Vinnslustöðin 1,03 1,85 10% 0% 79,6% Olís 2,75 4,75 5% 0% 76,4% SÍF 2,22 3,45 10% 9% 71,6% Skinnaiðnaður 3,00 5,00 10% 0% 70,0% Grandi 2,35 3,85 10% 0% 68,1% ÚA 3,19 5,10 10% 0% 63,0% Islenski fjársjóðurinn 1,09 1,61 10% 0% 56,9% Pharmaco 9,00 13,90 10% 0% 55,6% Sjóvá- Almennar 7,50 9,55 10% 20% 54,1% Ámes 0,90 1,38 0% 0% 53,3% Þormóðurrammi 3,60 4,50 10% 20% 52,8% Hampiðjan 3,69 4,40 10% 25% 51,8% Skeljungur 3,84 5,20 10% 10% 51,6% Þróunarfélagið 1,40 1,54 10% 25% 44,6% Eimskip 6,10 7,26 10% 20% 44,5% Olíufélagið 6,30 7,85 10% 10% 38,7% Flugleiðir 2,30 3,06 7% 0% 36,1% Almennihlutabréfasj. 1,32 1,66 10% 0% 33,3% SR-Mjöl 2,15 2,77 8% 0% 32,6% Auðlind 1,49 1,95 0% 0% 30,9% íslenski hlutabréfasj. 1,41 1,71 10% 0% 28,4% Eignarhaldsfélagið 1,25 1,52 7% 0% 27,2% íslandsbanki 1,39 1,70 7% 0% 27,0% Lyfjaverslun íslands 2,45 3,00 10% 0% 26,5% Hlutabréfasj. Norðurl. 1,57 1,95 2% 0% 25,5% Hlutabréfasjóðurinn 1,96 2,35 7% 0% 23,5% Sæplast 4,14 5,00 10% 0% 23,2% Jarðboranir 2,60 3,00 8% 0% 18,5% Nýhetji 1,99 2,15 10% 0% 13,1% Sameinaðir verktakar 7,76 7,20 72% 0% 2,1% Fiskiðjusaml. Húsav. 1,84 0% 0% 0,0% Samskip 0,85 0,00 0% 0% 0,0% Softis 4,00 1,15 0% 0% 0,0% Tangi 0,00 0% 0% 0,0% Tollvörugeymslan 1,11 1,15 5% sameining 0,0% T ryggingamiðstöðin 6,60 0,00 0% 0% 0,0% Ármannsfell 1,10 0,89 0% 0% -19,1% 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.