Vísbending


Vísbending - 26.07.1996, Blaðsíða 3

Vísbending - 26.07.1996, Blaðsíða 3
V ISBENDING Útlán Byggðastofnunar 1985-95 3000 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Heimild:ÁrsreikningurByggðstofnunar1995 Hvernig er nútíma byggðastefna? róun byggðar er eilt helsta aflið er þrýstir á þjóðfélagsbreytingar og mikil umskipti hafa orðið á búsetu Islendinga. Alþingi hefur um áraraðir mótað byggðastefnu sem hefur það aðalmarkmið að halda uppi atvinnu á landsbyggðinni og koma þannig í veg fyrir fólksílutninga. Sjóðir hafa einkurn verið notaðir í þeim tilgangi, þar sem fjár- magni hefur verið haldið að fyrirtækjum og þá í mörgum tilvikum til þess að forða þeim frá gjaldþroti.Reynslan af slíkum aðgerðum hefur ekki verið góð og í raun tók forsætisráðherra af skarið 1992 og lýsti því yfir að tími sértækra aðgerða væri liðinn. Nú fjórum árum seinna er forvitnilegt að vita hvemig byggðastefnan er í framkvæmd, í hvað opinberir fjár- rnunir fara sem ætlaðir eru til hennar. 1 því skyni skoðar Vísbending tvo útverði byggðastefnunnarhérlendis;Framleiðni- sjóð landbúnaðarins og Byggðastofnun. Hvað er byggðastefna? Fólksflutningum hefur stundum verið líkt við að fólk kjósi með fótunum. Ef ákv. hlutfall landsmanna kýs að búa í Reykjavík er þá eitthvað athugavert við þá niðurstöðu, frekar en það að ákv. hlut- fall landsmanna kýs einhvern flokk í kosningum. Það er ekkert sjálfgefið við það að landsmönnum sé mismunað eftir búsetu og sumir atvinnuvegir eigi rétt á ríkisstyrkjum eftir því hvar þeir eru stundaðir. Það táknarþóekkiaðbyggða- stefna sé yfirhöfuð röng eða óhagkvæm. Hin raunverulega byggðastefna er að tryggja jafnræði þegnanna hvar sem þeir búa. Þeir hafi aðgang að opinberri þjónustu, t.d. heilsugæslu og menntakerfi og eru samgöngur líklega veigamesti þátturinn í því að halda uppi byggð. Það eru hins vegar fá hagkvæmnisrök fyrir því að hið opinbera stundi lánarekstur í pólitískum tilgangi. Fái fyrirtæki ekki lánafyrirgreiðslu hjá neinum öðrum en rfldnu þá getur reksturinn varla verið á vetur setjandi. Það þarf þó ekki að tákna að hið opinbera eigi ekki að hafa nein afskipti af atvinnulífi. Margir hag- fræðingar hallast að því að ríkið eigi að styrkja rannsókna og þróunarstarfs- semi. Þjóðhagslegur ávinn- ingurafslíkugeti veriðmikill. Byggðasjóðir geta því átt fullan rétt á sér ef þeir styðja slíkar hugmyndir, en þá ættu þeir ekki að fjármagna sjálfa framkvæmdina.Efhugmyndinerarðbær, þá ættu að vera lítil vandkvæði á að vísa henni til venjulegra lánastofnana. Byggðastofnun Markmið Byggðastofnunar er að stuðla að þjóðfélagslegri hagkvœmri þróun byggðar í landinu, og í því skyni veitir stofnunin lán, styrki og gerir áætlanir. Til þessara verkefna hafði stofnunin á síðasta ári 32 stöðugildi, en fjármagnið til skiptanna hefur verið mis- munandi, en stofnunin fær fjármagns- tekjur af lánum og framlög úr ríkissjóði. Umsvifin náðu hámarki 1988 þegar lánaðir voru út rúmir 2,6 milljarðar, en í tíð síðustu ríkisstjórnar dró mjög úrþeim, auk þess sem stofnunin neyddist til þess að afskrifa stórar fjárhæðir eða alls um 3,9 milljarða kr. frá 1990-95. Var svo komið 1994 að stofnunin lánaði aðeins um 600 milljónir út. Hins vegar jukust útlánin á síðasta ári, og voru þá rúmur milljarður. Stjórn Byggðastofnunar er skipuð sjö mönnum sem Alþingi kýs og eru þeirgjarnan starfandi alþingismenn. Þessir sjömenningar taka ákvarðanir um veitingu lána, styrkja og ábyrgða svo og lánskjörog lántökur. Rekstrarkostnaður var um 137 milljónir á síðasta ári og lækkaði lítillega á rnilli ára. Eftirstöðvar útlána Byggðastofnunar eru um 6 nrilljarðar og er mikill meirihluti (67%) þeirra við útgerð. Vestfirðir er sá lands- hluti sem skuldar mest, 1,6 milljarða eða 26% af heildarútlánum. Þess rná geta að fyrrverandi stjórnarformaður Byggða- stofnunar var Matthías Bjarnason (1987- 95). Núverandi fonnaður, Egill Jónsson, hefur hins vegar lýst þeim vilja sínum að stofnunin beiti sér meira í landbúnaðar- málum. Byggðastofnun l’ylgir þeim reglum við afskriftirað efitahags- reikningur gefi á hverjum tíma sem raunhœfasta mynd af fjárhagsstöðunni. Þannig að þegar ákvörðun er tekin um lánveitingu, ábyrgðir eða hlutafjárkaup þá skal metið hversu stór hluti af peningunum inuni skila sér og afskrifað sem því nernur. Þessar reglur takmarka mjög svigrúm til að veita styrki í formi lána og því voru t.d. 300 milljóna víkjandi lán vegna sk. Vestfjarðaaðstoðar færð að meginhluta á afskriftareikning eða alls 147 milljónir. Starfsemin hefur gengið meira inn áþá braut að veita beina styrki, en í fyrra voru veittir styrkir að fjárhæð 200 millj., en aðeins 74 millj. árið á undan. A síðastaári voru 40 millj. ætlaðir til smábáta á aflamarki og 70 millj. vegna samdráttar í sauðfjárrækt. Þá lékk Byggðastofnun 500 tonn af þorsk- kvóta til þess að deila á milli krókabáta sem eru í byggðarlögum sem standa höllum fæti og alls hlaut 51 bátur slíka aðstoð á síðasta ári. Framleiðnisjóður Markmið Framleiðnisjóðs land- búnaðarins er að veita fé til atvinnuppbyggingar til sveita og verk- efna er stuðla að aukinni framleiðni í íslenskum landbúnaði. Til aðrækjaþetta hlutverk fær sjóðurinn framlög frá ríkinu auk kjarnfóðurgjalda, en skv. búvöru- samningnumfrá 1991 varsjóðnumheitið alls 1.200 milljónum kr. til þess að sinna þessu hlutverki á árabilinu Í992-97. Við sjóðinn starfar einn rnaður í fullu starfi, og er hann jafnframt framkvæmdastjóri, auk eins skrifstofumanns í hlutastarfi. I stjórn sjóðsins eru 5 menn, formaður sem landbúnaðarráðherra skipar, tveir menn sem Bændasanrtökin tilnefna, og sitlhvor maðurinn tilnefndur af forsætisráðuney ti og Búnaðarbanka. A síðasta ári var rekstrarkostnaður 16 milljónir. Starfs- semi sjóðsins hefur verið fólgin í styrk- veitingum fremur en lánveitingum og segir í ársreikningi að áhrifa frá sjóðnum hafi gcett víða. En viðfangsefnin hafa á seinni árum gjarnan verið á sviði rannsókna, þróunar og endurmenntunar í landbúnaði, bæði hvað varðar hefðbundnar búgreinar og nýjar, s.s. ferðaþjónustu. En eitt helsta keppikeflið hefur verið að fmna nýja tekjumöguleika fyrir bændur. Á síðasta ári voru 280 milljónir til ráðstöfunar, en 413 milljónir árið áður. Sjóðurinn á eitt ár eftir undir núverandi skipulagi og óvissa rfldr um hvert framhald verður á starfsemi hans. Skipting eftirstöðva lána Byggðastofnunar eftir landshlutum í árslok 1995 Ryljtwk Ryijtics Vstuiiil VstfmTir Nrt\ilatlV NixlrknlE AstirlaiJ SAilatl Heimild: Ársreikningur Byggðastofnunar 1995 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.