Vísbending


Vísbending - 16.08.1996, Blaðsíða 4

Vísbending - 16.08.1996, Blaðsíða 4
ISBENDING Hagtölur Fjármagnsmarkaður Ný lánskjaravisitala 3.493 08.96 Verðtryggð bankalán 8,8% 11.08 Óverðtr. bankalán 12,2% 11.08 Húsbréf, kaup (ný. flokk.) 5,63% 14.08 Spariskírteini, kaup (5-ára)5,60% 14.08 M3 (12 mán. breyting) 4,8% 05.96 Þingvísitala hlutabréfa 2.100 14.08 Fyrir viku 2.080 Fyrir ári 1.221 Verðlag og vinnumarkaður Vísitala neysluverðs 178,0 08.96 Verðbólga- 3 mán. 2,5% 08.96 -ár 2,6% 08.96 Vísit. neyslu - spá 178,4 09.96 (Fors.: Gengi helst 178,9 10.96 innan ±6% marka) 179,3 11.96 Launavísitala 147,9 06.96 Árshækkun- 3 mán. 1,4% 06.96 -ár 5,9% 06.96 Kaupmáttur-3 mán. 2,7% 06.96 -ár 3,7% 06.96 Skortur á vinnuafli 0,0% 04.96 fyrir ári 0,2% Atvinnuleysi 3,6% 06.96 fyrir ári 5,1% Velta mars-apríl ’96 skv. uppl. RSK (milljarðar kr. og breyt. m/v 1995) Velta 129 13% VSK samt. 7,9 7,1% Hrávörumarkaðir Vísitalaverðssjávarafurða 103,0 07.96 Mánaðar breyting -0,5% Ál (99,7%) (USD/tonn) 1.476 13.08 Mánaðar breyting 0,0% Sink(USD/tonn) 1.007 13.08 Mánaðar breyting -0,2% Kvótamarkaður 09.08 (Krónur/kg) Leiga Varanl. Þorskur 100 600 fyrir mánuði 95 600 Ýsa 5 127 fyrir mánuði 3 127 Karfi 45 160 fyrir mánuði 35 160 Rækja 80 400 fyrir mánuði 75 400 Vísbending vikunnar í sálmum dagsins er vikið að sýndar- viðskiptum þar sem litlirhlutir í hluta- félögum fara á milli skyldra aðila í því sky ni að hafa áhrif á gengi til hækkunar eða lækkunar. Viðskipti af þessu tagi hafa vart tilætluð áhrif þar sem kaup- endur og seljendur eru vel upplýstir um allt það sem máli skiptir um fyrir- tækið. Allra síst getur það átt við um ein eða tvenn viðskipti eins og hér er talað um. Hins vegar sýnir þessi um- ræða mikilvægi þess að kaupendur og seljendur geri sér far um að þekkja hlutafélögin sem best þegar bréf skipta um hendur. Ágætu ritstjórar Vís- bendingar Ástæðan fyrir skrifum mínum er grein í blaði ykkar sem hlaut fyrstu verðlaun í greinasamkeppni háskólanema er haldin var á vegum blaðsins. Greinin ber titilinn: Hvers vegna hafa konur lœgri laun ? og fjallar um kynbundinn launamun. Ekki er það ætlun mín að fara ofan í saumana á greininni enda ekkert þar að finna sem varpað gæti nýju ljósi á viðfangsefnið. Taldar eru upp nokkrar velþekktar stað- reyndir um kynbundinn launamun og tíundaðar hefðbundnar skýringar hag- fræðinnarum af hverju þessi launamunur stafar. Fyrst hitnar í kolunum þegar greinarhöfundur fer að viðra eigin for- dóma um konur sem starfskrafta. Það gerir hann m.a. með því að slá um sig með þeim „velþekktu staðreyndum" að konur séu einungis með hálfan hugann við launað starf sitt vegna álagsins sem þær búa við heima fyrir. Á höfundinum er að skilja að launamunur kynj anna, sem er viðvarandi vandamál í flestum ríkjum heims, rnegi útskýra með því að konur leggi til minna vinnuframlag, ekki einungis í vinnustundum talið, heldur séu þær hreinlega verra vinnuafl í heildina tekið. Greinarhöfundur bendir reyndar á aðrar skýringar á launamun kynjanna. Þær eignar hann helst konum sem saki karla um níðingshátt vegna þess að þeir meti ekki vinnuframlag þeirra að verð- leikum. Á honum er að skilja að þessar skýringar séu ekki mikils virði, en af skrifunum rná ráða að hann sjálfur af- greiði konur sem annars flokks vinnuafl sem sæki í láglaunastörf í stað þess að halda kyrru fyrir inni á heimilinu og „sinna börnum sínurn og bændum” svo enn sé vitnað í greinina. Fólk getur auð vitað haft hvaða skoðun sem það kýs á því hvers vegna kyn- bundinn launamunur viðgengst í sam- félaginu. Hermann á eflaust fleiri skoðanabræður og systur sem telja að konur sem vinnuafl séu í heildina verri kostur en karlar. Kvennabaráttu undan- farinna áratuga er hins vegar að þakka að slíkir fordómar eru sem betur fer sjaldan viðraðir á opinberum vettvangi. Það kemur því undarlega fyrir sjónur að blað eins og Vísbending sem gerir væntan- lega ráð fyrir því að vera tekið alvarlega sem sérrit um viðskipti og efnahagsmál verðlauni slík skrif og birti á forsíðu. Kyn- bundinn launamunur er vandamál sem þarf að taka alvarlega og l'æri betur á því að blaðið tæki upp annars konar um- ræðu um launamál en þá sem byggist á fordómum og gamaldags karlrentbu. Virðingarfyllst, Drífa H. Kristjánsdóttir Aðrir sálmar Leppur, Skreppur ... Mikið hefur verið gert úr s.k. lepp- og sýndarviðskiptum á Verðbréfaþingi vegna hlutabréfa í SÍF hf. Leppun er það nefnt ef einn aðili kaupir og skráir bréf á sitt nafn þegar annar er í raun eigandi, en sýndarviðskipti þegar sky ldir aðilar eiga viðskipti með hlutabréf í því skyni að lækka eða hækka skráð gengi. Samkv. fréttum hafa tveir verðbréfamarkaðir key pt hlutabréf í SÍF í urnboði Eimskipa- félagsins sem er sagt verahinn raunveru- legi eigandi bréfanna. I hlutahafaskrá sáust hins vegar nöfn verðbréfamarkað- anna tveggja. Um slík tilvik virðast ekki gilda formlegar reglur hérlendis en vitnað er til erlendra markaða og „anda laganna“. Ekki þarf að deila um að æski- legt er að upplýsingar um sem flesta þætti hlutafélaga séu öllum ljósir, þá einnig hverjir eiga þau. Það sem skiptir máli er hvorl það hafi haft veruleg áhrif á gengi hlutabréfa í SÍF eða sölumöguleika á þeim hvort Eimskipafélagið átti um 10% hlut eða ekki. V erðbréfafy rirtækin virðast að ósekju hafa verið ásökuð um vafasöm vinnubrögð. Svo virðist sem fréttum um aðfinnslur Verðbréfaþingsins hafi verið lekið til Morgunblaðsins, af aðilum sem fengu afrit af bréfum þingsins, í því skyni að klekkja á fyrirtækjunum og Eimskipa- félaginu. Æskilegra væri að slíkum aðfinnslum sé haldið á milli stjórnenda þingsins og þingaðila þannig að mönnum gefist kostur á að lagfæra það sem miður hefur farið, en að reka málið í íjölmiðlum. Verðbréfaþingið verður að gæta þess að skapa ekki ástæðulausa tortryggni. Þetta mál leiðir hugann að átökunum um Stöð 2 fyrir tveimur árum. Þá keyptu verðbréfafyrirtæki hlutabréf í stöðinni á markaði fyrir hönd hluthafa sem síðar kom í ljós að breytti ráðandi eignaraðild í fyrirtækinu. Við þær aðstæður hefði verið mun ríkari ástæða til þess en nú að upplýsa um raunverulegan eiganda þar sem viðskiptin höfðu úrslitaáhrif á afdrif fyrirtækisins. Fyrirtækið var ekki skráð á Verðbréfaþingi, en engu að síður voru miklir hagsmunir hluthafa í húfi. í ljósi þessa er nauðsynlegt að setja skýrar reglur um hlutabréfaviðskipti og blokkamyndanir, en víða erlendis verða rnenn að lýsa því yfir fyrirfram ef þeir taka þátt í áhrifahópum af því tagi sem mynduðust í Stöð 2 og eflaust víðar. V___________________________________' Ritstjórn: Ásgeir Jónsson, ritstj. og ábm., Benedikt Jóhannesson. Útg.: Talnakönnun hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Internetslóð: http:// www.strengur.is/~talnak/vief95.html, netfang:talnak@strengur.is Málfarsráðgjöf: Málvfsindastofnun Háskólans. Prentun: Steindórsprent-Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. Ritið má ekki af rita án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.