Vísbending - 16.08.1996, Blaðsíða 2
markaðshlutdeild allra sparisjóða tæp-
lega 15%, en á síðasta ári rúmlega 22%.
Sparisjóðirnir virðast njóta viðskipta-
vildar almennings, auk þess sem af-
skriftavandræði viðskiptabankana hafa
líklega gefið svigrúm til athafna, þ.e.
þeim sparisjóðum sem ekki voru í sömu
vandræðum. Þámá einnig benda á annað:
Viðskiptabankarnir hafa oft verið í við-
skiptum við fyrirtæki og stærri aðila á
lánamarkaði og sparisjóðirnir skipt við
einstaklinga. A síðustu árum hefur
brugðið svo við að mörg fyrirtæki hafa
leitað út úr bankakerfinu og fengið fjár-
mögnun annars staðar (sjá ramma á
næstu síðu) og einnig hefur samkeppni
orðið þess valdandi að þóknanir ýmiss
konar við stærri aðila hafa fallið niður. A
sama tíma hafa heimilin gerst æ stór-
tækari í lántökum auk þess sem flest ný
þjónustugjöld hafa verið lögð á
einstaklinga. Þessi þróun hlýtur að vera
frekar til hagsbóta fyrir þær innlána-
stofnanir sem hafa hlutfallslega mestu
viðskiptin við einstaklinga, þ.e. spari-
sjóðina. Þá er smásala með fjármagn og
persónuleg þjónusta að verða æ mikil-
vægari og þar kunna sparisjóðirnir að
hafa vinninginn yfir bankana þrjá.
Horfur í rekstri
Allt útliterfyrir það að árið 1996 verði
bönkunum hagstætt, enda hljóta vaxandi
umsvif í hagkerfinu að koma lána-
stofnunum vel. Islandsbanki birti fyrir
nokkrum dögum sex mánaða uppgjör
fyrir rekstur samstæðunnar. Þó afkoma
móðurfélagsins, þ.e. bankans sjálfs, sé
ekki gefin upp ein sér virðist ljóst að af-
koman hafi batnað á þessu ári. Hins vegar
hafa enginn stórkostleg umskipti átt sér
stað, því ef gengishagnaður vegna vaxta-
lækkunar og minni afskriftir eru dregnar
frá minnkar hagnaðurinn um rúmlega
100 milljónir. Þá er einnig athyglisvert
að þóknunartekjur dragast saman á milli
ára. Hins vegar aukast vaxtatekjur að
miklum mun á milli ára, enda aukast bæði
útlán og innlán um 9%. Lánaviðskipti
hafa sannarlega glæðst og líklegt að
eitthvað svipað sé á seyði hjá öðrum
innlánsstofnunum.
Hvað varðar aðra banka er ljóst að
ISBENDING
Heildarstærðir úr rekstri banka og
fjögurra stærstu sparisjóða 1994-95
(inilljónir króna)
Rekstrarreikningur
1995 1994 Raun
Rekstrartekjur 15.172 15.880 brcyting -6,0%
Vaxtamunur 10.344 10.583 -3,8%
Aðrar tekjur 4.828 5.296 -10,3%
Rekstrargjöld 11.076 10.789 1,0%
Þ.a. laun 5.697 5.472 2,5%
Rekstur fyrir afskr. 4.096 5.090 -20,8%
Framlag í afskr.sjóð 2.612 4.181 -38,5%
Oreglulegirliðir (176) (122) 41,6%
Tekju-og eignask. 650 411 55,8%
Hagn.afhlutdeildarfél. 376 201 84,4%
Hagnaður 1.035 577 76,4%
Efnahagsreikningur 1995 1994 Raun-
Eignir 236.690 229.849 breyting 1,4%
Útlán 181.245 175.915 1,4%
Afskr.reikn. útlána 8.844 9.796 -11,1%
Bundið fé í Seðlabanka 5.966 5.903 -0,5%
Skuldir 218.527 207.085 3,9%
Innlán 151.221 146.302 1,7%
Verðbréfaútgáfa 21.114 20.287 2,4%
Víkjandi lán 2.087 2.464 -16,6%
Lífeyrisskuldb. 6.093 5.122 17,1%
Abyrgðir v/viðsk.manna 6.093 5.122 17,1%
Eiginfc 18.163 16.902 5,8%
Skuldirogeiginfé 236.690 229.849 1,4%
Kennitölur
Kcnnitölur 1995 1994 1993
Arðsemi eiginfjár 5,7% 3,4% -2,3%
Hagnaður/tekjum 6,8% 3,6% -2,1%
Eiginfjárhlutfall 7,7% 7,4% 7,0%
Raunaukn. útlána -2,7% -2,4% 2,2%
Raunaukn. innl. og verðbr. 4,3% -0,9% 3,4%
, Vaxtatekjur/hei ldartekj u r 68,2% 61,2% 62,8% J
einkavæðing hlýtur að vera
fyrsta mál á dagskrá. Nú er í
undirbúningi að breyta ríkis-
bönkunum tveimur í hlutafé-
lög. Það er víst að Lands-
bankinn þarf á slíkri brey tingu
að halda, en lág eiginfj árstaða
gerir bankanum mjög óhægt
um vik að beita sér á innlána-
markaði. En aukin innlán
auka við skuldahlið efnahags-
reiknings og lækka eiginfjár-
hlutfallið. Bankinn þyrfti því
nauðsynlega að auka eiginfé
sitt með hlutafjárútboði á al-
mennum markaði, nema
ríkissjóður vilji leggja þá
peninga til eftir að hann er
orðin að hlutafélagi. Það
virðist því nauðsynlegt fyrir
vöxt og viðgang Lands-
bankans að koma honum úr
ríkiseigu og til hluthafa sem
hafa fjármagn og hugsa til
framtíðar. Það verður ekki
heldur séð að sú ráðstöfun
myndi koma sér illa á nokkurn
annan hátt. T.d. er innheimt
0,25 % gjald á ári fyrir þá riki s-
ábyrgð er bankinn nýtur á
lánum sínum og vafasamt er
hvort ábyrgðin sé peningana
virði í dag. Líklega myndi
bankinn ekki skaðast ef hún
félli niður. Annars er biðin
eftir einkavæðingu bankanna
tveggja orðin harla löng og
eimir liklega enn eftir af því
viðhorfi íslenskra stjómmála-
manna að líta á lánaveitingar
sempólitísktæki,enekki sem
hver önnur viðskipti. Það eru
hins vegar fá hagfræðileg rök
fyrir því að ríkið eigi áfram
þrjá fjórðu hluta af fjármagn-
skerfi landsins. Menn mega ekki láta
vangaveltur um hver eigi að kaupa draga
sig frá nauðsynlegum umbótum.
Hins vegar er einnig vert að minnast á
sparisjóðina í þessu sambandi. Það er
erfitt að sjá að klúbbur góðra viðskipta-
vina þar sem hver hefur lagt 100-200
þúsund krónur í stofnsjóð muni veita
stjórnendum mikið aðhald. Þetta fyrir-
komulag minnir reyndar helst á sam-
vinnuhreyfinguna þegar kaupfélögin
voru og hétu. Hins vegar er það ótti
margra að ef sparisjóðirnir verði gerðir
að hlutafélögum muni þeir verða keyptir
upp af bönkum eða stærri lánastofnunum.
Það muni síðan vísa veginn til fákeppni
á fjármagnsmarkaði. Er þá minnt á
reynslu Dana í þessum efnum, en þar
misstu sparisjóðirnirfljótlega sjálfstæði
sitt eftir að þeim var breytt í hlutafélög.
Meðalvextir' inn- og útlána2 og
hlutfall lána til einstaklinga af
heildarútlánum
Lan til
Innlán Utlán einstakl. af útlánum
Landsbanki 3,9% 11,1% 21%
íslandsbanki 4,3% 12,4% 37%
Búnaðarbanki 4,5% 11,9% 27%
SPRON 4,0% 12,0% 38%
Sparisj.Hafnafj. 4,0% 13,7% 49%
Sparisj. íKeflavík 4,7% 12,7% 63%
Sparisj. Vélstjóra 4,2% 11,2% 37%
Vegið meðaltal 4,2% 11,7% 29%
Hvernig kaupin gerast á Eyrinni
Þegar meðalvextir inn- og útlána eru
reiknaðir kemur í Ijós talsverður munur
á milli innlánsstofnana. Það verður að
taka fram að þessar meðaltalstölur þurfa
ekki að gefa til kynna að ein stofnun bjóði
viðskiptavinum sínum verri kjör en
önnur. Vextir á sambærilegum sparn-
aðarreikningum eru t.d. svipaðir á milli
innlánastofnana og vextir í sambæri-
legum áhættuflokkum útlána væntan-
lega einnig. Það sem skiptir máli er sam-
setning inn- og útlána, t.d. form og
greiðslutími. Hins vegar hljóta þessar
tölur að ráða miklu um afkomu og eru
því annar mælikvarði á vaxtamun, þ.e. á
hvaða verði fjármagnið er tekið á leigu
og svo leigt út. Þar skín í gegn hlutverk
innlánastofnana í hagkerfum heimsins,
að safna saman smáum skammtíma-
lánum og lána svo aftur út í stærri
skömmtum til lengri tíma. Ekki reyndist
unnt vegna brey tinga á uppgjörsaðferðum
að reikna sambærilega meðalvexti aftur
í tímann.
’Leiðrétt er fyrir tánahreyíingum innan árs.
2Fullnustueignir, þ.e. eignirsem lánastofnanirhafa
orðið að taka upp i skuldir, eru undanskildar.
2