Vísbending - 06.09.1996, Side 3
Afríka: Engin von?
Fyrri grein
Þorvaldur Gylfason
Afríka er ímynd eymdar og
fátæktar í hugum fjölda fólks.
En það er auðvelt að vanmeta
þessa miklu álfu, sem er þreföld á við
allaEvrópu aðflatarmáli. Þamabúarösk-
lega fimmtíu fullvalda þjóðir, þar af 43
sunnan Saharaeyðimerkurinnar. Þær
fengu flestar sjálfstæði sitt fyrir einum
mannsaldri. Síðan þáhefurheildarmann-
fjöldinn í álfunni nálega tvöfaldazt upp
í næstum 600 milljónir. Þetta jafngildir
nærri 2% mannfjölgun á ári að jafnaði
þennan tírna. Það er mikill vöxtur.
Miðað afturábak
Heildarframleiðslan í álfunni allri
hefur á hinn bóginn aukizt heldur hægar
en fólksfjöldinn, svo að framleiðsla á
mann er nú ívið ntinni en hún var árið
1972. Afríku hefurþví miðað aftur á bak,
þegar á heildina er litið.
Afríka kemur stöðugt á óvart. Þar er
t.a.m. landið, sem áheimsmet íhagvexti.
Það er Botswana. Og þar eru önnur lönd,
sem hafa náð dágóðum árangri í efna-
hagsmálum, þótt hin séu ntun fleiri, þar
sem allt er í kalda koli vegna mis-
heppnaðrarhagstjórnar. Við skulum reifa
nokkur dæmi og stikla á stóru.
Perla Afríku
Úganda var stundum nefnd perla Af-
ríku árin fyrir og eftir sjálfstæðistökuna
1962. í höfuðborginni, Kampölu, var
bezti háskóli álfunnar, Makarere-
háskóli. Þangað sóttu margir heimamenn
og aðrir æskumenn frá nálægum löndum
ágæta menntun. Eftir að Idí Amín tók
völdin í landinu með ofbeldi árið 1971,
hrundi efnahagslífið til grunna. Út-
flutningurdróst saman um 90%, og annað
var eftir því. Rektor Makarereháskóla
fannstmyrturíViktóríuvatni,eftirað há-
skólinn hafði séð tormerki á því að sæma
Arnín forseta heiðursdoktorsnafnbót.
Amín hrökklaðist síðan frá völdurn árið
1980, en friður komst ekki á í landinu
fyrren 1986.
Stutta, brotna kúrfan á myndinni sýnir
landsframleiðslu á rnann í Úgöndu frá
1983 til 1994 (í Bandaríkjadölum á verð-
lagi hvers árs og án kaupmáttarleið-
réttingar). Tölur frá valdatíma Amíns
eru ekki til. Myndin vitnar um mikinn
uppgang fyrstu árin, en síðan sló í bak-
seglin. Kaffi nemur yfir 90% af heildar-
útflutningi landsins. Einhæfni út-
flulningsins veldur miklum sveiflum í
ISBENDING
efnahagslífinu í Úgöndu eins og víðast
hvar annars staðar í álfunni. Landsfram-
leiðslan á mann náði þó að aukast urn
4% á ári 1983-1994 í skjóli margvíslegra
efnahagsumbóta. Það var framför, þegar
flest önnur Afríkulönd bjuggu við
minnkandi framleiðslu. Takið þó eftir
því, að verðgildi dalsins rýrnaði um
næstum 4% á ári þennan tírna vegna
verðbólgu í Bandaríkjunum, svo að
raunverulegur hagvöxtur í Úgöndu,
mældur í Bandaríkjadölum á föstu verð-
lagi, var óvera.
Miðstjórn og markaður
Nágrannalöndin tvö, Kenía og
Tansanía, eru einnig áhugaverð, ekki
sízt fyrir það, að þau fylgdu gerólíkri
stefnu að fengnu sjálfstæði, en þau eru
að öðru leyti náskyld og nauðalík.
Keníumenn tóku upp markaðsbúskap á
ýmsurn sviðum, en hann haltraði að vísu
mjög vegna margvíslegra ríkisafskipta
og landlægrar spillingar, einkurn eftir
1980. Tansaníumenn stunduðu hins
vegar áætlunarbúskap að sovézkri fyrir-
mynd. Lengri kúrfurnar tvær á Mynd 1
sýna þróun landsframleiðslu á mann í
löndunum tveim frá 1972 til 1994. Fram
yfir 1980 var ekki að sjá af þjóðarfram-
leiðslulölunum, að marktækur rnunur
væri á framsókn landanna tveggja, þótt
Kenía virtist hafa vinninginn. Tekjur á
mann þar voru talsvert meiri og uxu ívið
örar en í Tansaníu.
En svo fór að síga á ógæfuhliðina í
báðurn löndurn, einkum þó í Tansaníu.
Þar reyndist áætlunarbúskapur sania
marki brenndur og alls staðar annars
staðar, þar sem hann hefur verið rey ndur.
Hann birtist í mikilli uppsveiflu lengi vel,
því að fjárfestingar og framkvæmdir
skapa tekjur framan af óháð arðinum, sem
þær gefa af sér. Margir héldu, að allt
væri íhimnalagi.Enþegararðurinnlætur
á sér standa og reynist lítill eða næstum
enginn á endanum, af því að fjárfestingin
var rofin úr sambandi við markaðinn, þá
hrynur framleiðslan. Afleiðingin varð
sú, að framleiðsla á mann í Tansaníu er
nú litlu nteiri en hún var árið 1972, eða
140dalirnúámód 110(verðmeiri)dölum
þá.
Keníu vegnaði nokkru betur, en þó
ekki rniklu. Þar hefur ríkt samfelldur sam-
dráttur síðan 1988. Þetta sýnir, að
markaðsbúskapur er engin trygging fyrir
góðurn árangri í efnahagsmálum, ef ríkis-
afskipti, spilling og græðgi stjórnmála-
stéttarinnar keyra fram úr hófi. Meðal-
vöxtur framleiðslu á mann hefur þó verið
næstum helntingi nteiri í Keníu en í
Tansaníu yfir tímabilið allt, frá 1972 til
1994, eða 1,4% á ári á móti 1%. Þetta
felur í sér neikvæðan hagvöxt í báðum
löndum, ef verðrýrnun dalsins er tekin
með í reikninginn. Kaupmáttarleiðrétting
hækkar mat Alþjóðabankans á þjóðar-
framleiðslu á mann árið 1994 í 620 dali
í Tansaníu, 1310 dali í Keníu og 1410
dali í Úgöndu. A kaupmáttarkvarða er
Tansanía sem sagt ekki hálfdrættingur á
við hin löndin tvö.
Hér þarf einnig að hyggja að því, að
fólksfjölgun í þessum löndum er afar ör,
eða um 3% á ári að jafnaði. Mikil mann-
fjölgun dregur úr hagvexti að öðru jöfnu.
Hagstjórn höfuðatriði
Það er eftirtektarvert, að áætlunarbú-
skapur undir foruslu Nyereres forseta,
fágaðs menntamanns, sem hefur auk
annars þýtt tvö leikrit Shakespeares á
svahíli.hefurvaldiðmeirioglangvinnari
skaða í efnahagslífi Tansaníu en ofboðs-
leg skemmdarverk villimannsins Arníns
og vina hans í Úgöndu. Eyðileggingar-
máttur misheppnaðrar hagstjómar er ægi-
legur.
Höfundur er prófessor
3