Vísbending


Vísbending - 10.01.1997, Síða 3

Vísbending - 10.01.1997, Síða 3
V ISBENDING Spáð í nýja árið Tatta 1. Spár þriggja aðila um þróun á árinu 1997. Þjóðhags- stofnun Hagvöxtur 2,5% (4,3%) Stjórnunarfélag Islands 3,1% Vísbending 3,4%(5,2%) Verðbólga 2,0% 3,5% 5,0% Breytingarlauna 3,5% 5,7% 7,0% Atvinnuleysi 4,0% 3,5% 3,0% Vöxturinnflutnings 5,2% - 7,0% Vöxturútflutnings 5,7% - 5,0% Langtímavextir (verðlr.) 5,7% 5,6% Skammtímavextir - 4,5% 7,5% / Aramót eru nýliðin. Við þau tímamót þykir oft hæfa að líta til framtíðar, spá og spekúlera. Að baki er ár sem fær stimpilinn „gott ár“ og margir spyrja sig hvernig þróunin verði á þessu ári. Það sem einkenndi árið 1996 var stöðugleiki í launa-, gengis- og verðlagsmálum, ásamt batnandi fiskgengd og samsvar- andi bata í rekstri og afkomu fyrirtækja. Mikil umskipti urðu einnig í nýfjárfest- ingu, sérstaklega má tiltaka stækkun ál- versins í Straumsvík. Innflutningur á vöru og þjónustu jókst á árinu umfram vöxt útflutnings þannig að svokallaður vöruskiptajöfnuður var óhagstæður. Mikill vöxtur var í verðbréfaviðskiptum og hækkaði hlutabréfavísitala Verð- bréfaþings um 60%, auk þess sem veru- leg veltuaukning átti sér stað. Hvað um árið 1997? lestir kjarasamningar voru lausir nú um áramótin og því ríkir nokkur óvissa um þróun launa. Líklegt er að nýtt álver Columbia álfyrirtækisins muni rísa á næstu árum, auk fyrirhugaðrar stækkunar járnblendiverksmiðjunnar og mun það, ásamt tilheyrandi fram- kvæmdum við orkuöflun, hafa sitt að segja varðandi framtíðina. Þegar hafa komið fram viðbrögð við væntanlegum þensluáhrifum af ofangreindum fram- kvæmdum en ákveðið hefur verið að draga úr framkvæmdum á vegum ríkisins á næsta ári. Horfur eru á aukningu á bolfiskatla og líklegt er að síld og loðna ntuni gefa á sér færi á árinu. Verðþróun á rækju hefur verið óhagstæð að undan- förnu. Gengið var frá samningum við Norðmenn og Rússa um veiðar í svo- kallaðri Síldarsmugu í lok síðasta árs og einnig var settur kvóti á rækjuveiðar á Flæmslca hattinum í lok ársins. Utgerð- armenn áætla að það síðasttalda muni valda 3 milljarða króna tekjuskerðingu. Hverju spáir Þjóðhagsstofnun? Þjóðhagsstofnun áætlar að hagvöxtur hafi verið um 5,5% á árinu 1996 og spáir að á þessu ári muni vöxturinn verða 2,5%. Verðbólga var áætluð 2,5% á síð- asta ári og er spáð 2% verðbólgu á næsta ári. Spáð er að atvinnuleysi dragist sam- an úr 4,2% á síðasta ári í 4% á þessu ári. Vöxtur innflutnings var 12,8% á síðasta ári en vöxtur útflutnings 5,2%. A þessu ári er spáð 5,7% vexti innflutnings og 2,8% vexti útflutnings. Líklegt eraðekki hafi verið tekið tillit til nýgerðra samn- inga við Norðmenn um veiðar í Síldar- smugunni eða ákvörðunar ríkisstjórn- arinnar um kvóta á rækjuveiðum á Flæmska hattinum sem væntanlega hef- ur nokkur áhrif á horfurnar. Þjóðhags- stofnun metur það svo að einkaneysla hafi áukist um 7% á árinu 1996 og spáir 3,5% vexti á næsta ári. Forstjóri Þjóð- hagsstofnunar sagði í viðtali í Morgun- blaðinu að búast mætti við 4,3% hag- vexti ef bygging álvers Columbia og stækkun járnblendiverksmiðjunnar verður að veruleika. Spástefna SFÍ Stjórnunarfélag íslands (SFÍ) gengst árlega fyrir spástefnu þar sem m.a. eru birtar niðurstöður skoðanakönnun- ar á áliti forsvarsmanna fyrirtækja á horf- urn næsta árs. Spá þessi er að mörgu leyti áhugaverð því að þeir aðilar sem taka þátt í skoðanakönnuninni fylgjast vel með framvindu og horfum og nýta sér eigin spár við gerð áætlana fyrir sinn rekstur. Athyglisvert er að spá SFI gerir ráðfyrir3,1 % hagvexti, 3,5% verðbólgu, 5,7% launabreytingum og 3,5% at- vinnuleysi. Spáð er litlum breytingum á verðtryggðum vöxtum banka og ávöxt- unarkröfu húsbréfa en spáð er verulegri lækkun á skammtímavöxtum eða lækkun úr 7,1 % 14,5% miðað við nóvember 1996. í spá SFÍ er afkoma ríkissjóðs á næsta ári áætluð -0,5% af VLF en Þjóðhagsstofn- un gerir ráð fyrir0,2% jákvæðri afkomu. Vísbending spáir Vísbending spáir einnig í horfurnar á næsta ári. Forsendur spánna eru að þenslan í þjóðfélaginu sé vanmetin og að launabreytingar séu áætlaðar of lágar af ásetningi í opinberunt spám. Vísbending spáir að laun muni hækka um 7% að meðaltali og hækkun verð- lags verði um 5%. Atvinnuleysi verði 3% og halli ríkissjóðs verði 0,7%. Spáð er enn fremur 7% vexti innflutnings og 3% vexti útllutnings og að einkaneysla muni vaxa um 5%. Að þessum forsend- um gefnum yrði hagvöxtur líklega uin 3,4%. Ef álver og stækkun járnblendi- verksmiðjunnar verða að veruleika hækkar spá Vísbendingar í 5,2%. Miðað við áðurnefnda verðbólguspá er ekki hægt að sjá að óverðtryggðir vextir verði undir 8% meðan mestu verðbólgukúf- amir vara. Til gamans má geta þess að Vísbending spáir 30% hækkun hluta- bréfavísitölunnar. Sú spá er ekki vís- indaleg en byggir á væntinguin um góða afkomu fyrirtækja á nýliðnu ári og því sem í hönd fer. Ytri þættir Fleiri þættir hafa áhrif á framtíðarspár en þeir sem að ofan eru raktir. Þróun fiskverðs erlendis, olíuverðs, álverðs, verðs á kísiljárni og erlend gengisþróun hafa mikil áhrif á þjóðarbúið og afkomu þess. Þróun fiskverðs var þokkaleg á síðasta ári nema á rækjuverði en þar varð lækkun. Aukið framboð af loðnu og sfld hefur ekki valdið verðlækkunum enda er vinnsla þessara afurða mun fjöl- breyttari en áður var. Ekki er að sjá að breytingar ntuni verða verulegar á fiskverði. Ekki er ólíklegt að olíuverð munihækkavegnamikillakuldaíEvrópu og lítilla birgða en á móti vegur að írak kemst á ný í hóp olíusöluaðila á heims- markaði. Ekki er ólíklegt að álverð muni hækka þar sem birgðir hafa farið minnk- andi og eftirspurn er vaxandi. Því er spáð að ekki verði miklar sviptingar í alþjóðlegum viðskiptum þannig að líkur á að gengi verði tiltölulega stöðugt eru nokkuð miklar. íslenska krónan er nánast ekkert notuð sem gjaldmiðill í alþjóðlegunt viðskiptum og því er engin hætta á að spákaupmennska geti haft áhrif á gengi gjaldmiðla gagnvart krónunni. Seðlabankinn á tiltölulega hægt með að grípa til aðgerða til varnar gengisbreytingum þannig að litlar líkur eru á verulegum breytingum. Heimildir: Þjóðhagsstofnun, Stjórnunarfélag íslands, Morgunblaðið og Útvegurinn. 3

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.