Vísbending - 10.01.1997, Blaðsíða 4
ISBENDING
Hagtölur
Atvinnuleysi á síðasta ári var heldur
minnaen árið 1995. Ekki hafa verið
birtar tölur fyrir atvinnuástand í desem-
ber en þrátt fyrir það er greinileg minnk-
un eins og sjá má á myndinni hér fyrir
neðan. Svokallað náttúrulegt atvinnu-
leysi hefur verið nokkuð í umræðunni.
Lauslega skilgreint er það þröskuldur
sem myndast vegna þess að ekki eru
allir tilbúnir til að vinna þótt þeir hafi
einhvern tíma farið út á vinnumarkaðinn
og einnig eru alltaf einhverjir sem eru að
skipta um vinnu og eru tímabundið
atvinnulausir. Talið er að náttúrulegt
atvinnuleysi hérlendis sé um 3 - 4%.
Atvinnuleysi 1995-1996
í Bandaríkjunum hefur verið talið að
náttúrulegt atvinnuleysi sé um 5,5% en
þessi kenning er nú í uppnámi því
atvinnuleysiþarernú 5,3%. Fyrirnokkr-
um árum var ekkert atvinnuleysi hér á
landi og mætti af því ætla að náttúrulegt
atvinnuleysi sé ekki til. Svo er þó ekki
því að eftirspurn eftir vinnuafli var haldið
uppi með fölskum rekstrarkjörum at-
vinnulífsins sem byggðist á verðbólgu
og óverðtryggðunr lánum. Það gat ekki
farið nema á einn veg.
V____________________________________/
Vísbendingin
eir atvinnurekendur sem hafa keypt
vinnu eða efni af verktökum ættu að
gæta þess að skila inn launamiðum
vegna þessara aðila. Ella glatast réttur
til að gjaldfæra kostnað vegna þessa.
Halda má lífeyrissjóðsiðgjaldi utan stað-
greiðslu allt að 4% af Iaunum á þessu
ári. Allt mótframlag launagreiðanda í
lífeyrissjóð telst stofn til útreiknings
tryggingagjalds frá og með ársbyrjun.
Tryggingagjald verður 6,28% á þessu
ári, sérstakur flokkur verður 3,88% og
vegna sjómanna reiknast 0,65% viðbót-
ariðgjald.
\_________________________)
Kerrnir hag-
fræði okkur
að hugsa?
Nútímasamfélag er ákaflega flókið
fyrirbrigði sem byggist á mannleg-
um samskiptum og nýtingu efnislegra
og óáþreifanlegra gæða. Breytingar á
einstökum þáttum hafa yfirleitt áhrif á
aðra og stundum verður keðjuverkun
um allt. Dæmi um þetta eru hinar ýmsu
tískubylgjur sem hafa gengið yfir
heiminn. Rokkæðið sem hófst á miðjum
sjötta áratugnum hefur haft ákaflega
víðtæk áhrif, ekki aðeins í tónlistariegum
skilningi heldur varð einnig stórkostleg
hugarfarsbreyting gagnvart ungu fólki.
Þessi áhrif eru sterk í dag og móta um-
hverfið. Tónlist unga fólksins hefur oft
ögrað viðteknum venjum og oft hafa
komið fram á sjónarsviðið sjálfskipaðir
krossfarar sem berjast gegn nýjungun-
um. Rokkið var af þeim afgreitt sem
„tónlist djöfulsins".
Hvað kemur þetta
hagfræði við?
Hagfræðin kennir okkur að ekki er
allt sem sýnist. Það eru afar fáir
þættir, sem ekki hafa áhrif á aðra þætti
og ef bregðast á við breytingum verður
að taka tillit til sem flestra þátta. Hag-
fræðin er ekki patentlausn allra vanda-
mála heldur tilraunir ýmissa aðila til að
móta kennisetningar sem lýsa ferlum
og sýna fram á áhrif breytinga á einstaka
þætti. Hagfræðin er að sumu leyti hug-
vísindi og að öðru leyti raunvísindi.
Utreikningur á margfeldisáhrifum sam-
kvæmt kenningum Keynes lávarðar eru
raunvísindi að mestu en það hvort kenn-
ingin á yfirleitt við fremur en aðrar kenn-
ingar í hagfræðinni eru hins vegar hug-
vísindi. Þróun kenninga, prófun og að-
lögun er ferli sem aldrei tekur enda.
Stundum er sagt í gamni að hagfræðingar
setji fram kenningar sem byggðar séu á
ákveðnum forsendum og ef kenning-
arnar standast síðan ekki í raunveru-
leikanum þá sé forsendunum einfaldlega
breytt. Kenningarnar séu eftir sem áður
jafn rangar.
Sá sannleikur felst í þessum brandara
að hagfræðin er sífellt að bregðast við
og endurbæta og það er þetta ferli sem
kennir okkur að hugsa. Því að þótt við-
eigandi viðbrögð í gær hafi verið að
breyta einum þætti, t.d. fjárfestingu eða
sparnaði, þá er ekki víst að þau viðbrögð
eigi við í dag.
Aðrirsálmar
Davíðssálmar hinir
nýju
Forsætisráðherra flutti þjóðinni boð-
skap um áramót með hefðbundnum
hætti. Tvennt er það sem finna verður
að í málflutningi ráðherrans.
Hann hefur snúist í svo eindreginn and-
stæðing Evrópusamvinnu að hann sér
þaðan ekkert gott koma. Sér í lagi snýst
hann nú gegn evrópumyntinni en með
þeim rökum að með því séu stjómmála-
menn sviptir möguleikunum til gengis-
fellinga. Þetta er einmitt kostur við
evrópumyntina, með því að nota hana
verða fyrirtæki að laga sig að raunveru-
leikanum en ekki laga raunveruleikann
að sjálfum sér eins og gerist með þeirri
tekjutilfærslu sem fylgir gengisfellingu.
Tilvísun í vitlaust styrkjakerfi Evrópu-
sambandsins breytir þessu ekki; ein vit-
leysan gerir ekki aðra betri.
Aðgerðaleysi gleður!
s
Iáramótagrein segir forsætisráðherra
tal um aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar
gleðja sig því það sé einkenni góðra
stjórna að gera sem minnst. Hér slær
saman tveimur hugsunum. Það er ekki
gott að gera lítið þegar margt er ógert.
Það einkenni vitra stjórnenda að láta
þegna sína sem mest í friði. Það er hins
vegar einkenni hins lata að gera það
sama í dag og í gær.
Er Keilisnes að
ganga aftur?
Nei ætli það, en væri ekki ráð að leggja
frá sér pennann og grípa til rek-
unnar? Það er ekki að sjá að mikið hafi
verið gert á Keilisnesi þótt að skrifað
hafi verið undir hina og þessa samning-
ana.
Stjórnviska
að er ánægjulegt til þess að vita að
erfitt gengi Guðbjargarinnar á Isa-
firði er vegna slæmra stjórnvaldsákvarð-
ana en ekki rangra ákvarðana eigenda
skipsins.
Ritstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri og
ábm., Benedikt Jóhannesson. Útg.:
Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Rvík.
Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646.
Internetslóð:http://www.strengur.is~talnak/
vief95.html,netfang:talnak@strengur.is
Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskól-
ans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. Ritið má ekki afrita án
leyfis útgefanda.