Vísbending


Vísbending - 18.04.1997, Blaðsíða 1

Vísbending - 18.04.1997, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 18. apríl 1997 15. tbl. 15. árg. Samþjöppun og samkeppni / kjölfar úrskurðar Samkeppnisráðs um skilyrðifyrirsameininguinnanlands- flugs Flugleiða og Flugfélags Norð- urlands í hafa orðið miklar umræður um fákeppni og einokun hér á landi. Þessi umræða hefur farið um víðan völl og þarf engan að undra því að aðstæður hér á Iandi hafa um margt verið frábrugðnar því sem venjast má í lýðræðisríkjum. Þátt- taka hins opinbera í atvinnurekstri hér á landi skekkir þó alla samkeppni í sumum atvinnugreinum. Aðstæður hérlendis eru einnig að mörgu leyti frábrugðnar vegna smæðar þjóðfélagsins. Vandséð er að margir aðilar geti þrifist hérlendis í rekstri sem krefst miki lla fjárfestinga sökum þess hversu miklu hann þarf að skila til baka til að hægt sé að greiða fjármagnskostn- að og eðlilegan arð. Sú staða sem sumir rekstraraðilar hér á landi hafa lent í þ.e. að vera nánast einir í viðkomandi atvinnu- grein, er ekki endilega til komin vegna einhverra einokunartilburða heldur þess að upphafleg fjárfesting er það mikil að markaðurinn hér ber ekki fleiri aðila. Þannig gæti það vald sem samkeppnis- stofnun hefur verið vandmeðfarið ef t.d. á að grípa til aðgerða til að vinna á veldi Flugleiða eins og boðað er af forstöðu- manni samkeppnissviðs Samkeppnis- stofnunaríDegi-Tímanumþann lO.apríl sl. íslenskir neytendur og fjárfestar gætu orðið fórnarlömb í slíkum leik. Stærstu fjögur/átta Meðal þeirra aðferða sem gjarnan er notaðar til að meta samþjöppun er að leggja saman markaðshlutdeild fjög- urra stærstu fyrirtækjanna í atvinnugrein og ef hún er yfir 50% af heildarmarkað- inum þá er er samþjöppunin talin óeðlileg. Einnig er hægt að leggja saman mark- aðshlutdeildáttastærstufyrirtækjannaog ef hún er yfir 70% þá telst hún óeðlileg. Herfindahl-Hirschman Sú aðferð sem oftast er notuð í Banda- ríkjunum við að meta samþjöppun á markaði er vísitala Herfindahl-Hirsch- man. Þessi vísitala er reiknuð út frá mark- aðshlutdeild fjögurra stærstu fyrirtækja í hverri atvinnugrein. Markaðshlutdeild hvers fyrirtækis er margfölduð með 100 og færð í annað veldi og síðan lögð við markaðshlutdeild hinna fyrirtækj anna. Ef algjör einokun ríkir í atvinnugreininni þáyrði þessi vísitala 10.000 eða 1002. Ef fjögur fyrirtæki eru í atvinnugrein og hafa jafna markaðshlutdeild þá yrði vísitalan 2.500 (252 + 252 + 252 + 252). Venjan er sú að túlka niðurstöður vísitölunnar á eftirfarandi hátt. Ef vísital an er undir 1000 þá er samþj öpp- un talin ásættanleg og engin ástæða til aðgerða. Ef vísitalan er á bilinu 1000 til 1800 þá er samþjöppun talin nokkur og jafnvel rnikil og hugsanlegt er að gripið verði til aðgerða en það veltur á öðrum þáttum. Ef vísital an er yfir 1800 þá er samþjöppun talin mjög mikil og líklegt er að gripið verði til aðgerða. Einnig er litið til hækkunar vísitölunnar við samruna fyrirtækja ef vísitalan er á bilinu 1000 til 1800eftiraðsamruniásér stað. Hækki hún um meira en 100 stig er talið líklegt að gripið verði til aðgerða og eins ef hún hækkar um 50 stig og hefur jafnframt hækkað um 100 stig síðustu þrjú árin. Sé vísitalan yfir 1800 eru sam- svarandi mörk 50 stig og 25 stig. Breytingar í Bandaríkjunum Sú stofnun sem sér um samkeppnismál í Bandaríkjunum er Federal Trade Commission (FTC) og hefur hún sætt töluverðri gagnrýni fyrirstörf sín. Gagn- rýnin hefur t.d. beinst að skilgreiningum á samkeppnissviðum. Stofnunin stöðv- aði fyrirhugaðan samruna tveggjafyrir- tækja sem versla með skrifstofuvörur. Samanlagthefðimarkaðshlutdeildþeirra orðið 4% á markaðnum en með því að skilgreina fyrirtækin sem líklegasta stað- inn sem neytendurmyndukaupamegnið af skrifstofuvörum sínunt þá töldust fyrir- tækin hafa 100% markaðshlutdeild. Microsoft er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur lent í klónum á stofnuninni. Þar var á endanum barið saman samkomlag um smábreytingu á verði semekki geturhaft áhrif á markaðsstöðu fyrirtækisins og það dugði til að koma fyrirtækinu úr klípunni. Viðhorfin hafa reyndar tekið nokkrum brey tingum því að ofurkappið sem menn lögðu á að hindra einokun hefur bráð af og í staðinn er reynt að jafna aðstöðu fyrirtækja og ýta þannig undir samkeppni á jafnréttisgrundvelli. Þannig yrði kann- ski ekki amast við mikilli markaðshlut- deild tveggja skipafélaga í sjóflutning- um en málum yrði fremur þannig fyrir komið að nýir aðilar fengju sömu skilyrði t.d. varðandi hafnaraðstöðu og geymslu- rými. Með slíkum aðgerðum gæti nýr aðili komið inn á markaðinn og veitt þeim sem fyrireru samkeppni á jafnræðisgrunni. Islensk samþjöppun Erfitt er fyrir aðra en opinbera aðila að reikna út vísitölu Herfindahl-Hirsch- man fyrir íslensk fyrirtæki. Þjóðhags- stofnun hefur gögn um veltu allra fyrir- tækj a og ætti að geta reiknað út vísitöl una með einföldum hætti og er ástæða til að hvetja til þess. Vísbending gerði tilraun til að reikna vísitöluna en hafa verður þann fyrirvara á að ekki er víst að upplýsingar úr Atvinnuvegaskýrslu 1994 og Frjálsri verslun, 100 stœrstufyrirtœkin 1994 séu sambærilegar. Einnig hafa orðið veruleg- ar breytingar á ýmsum sviðum atvinnu- lífsins frá 1994. Varasamt er þó að taka aðferðir sem hafa verið þróaðar erlendis upp án þess að sérstakur gaumur sé gefinn að forsendum. Efnahagslíf á Islandi og í Bandaríkjunum er gjörólfkt, bæði að upp- byggingu og vegna stærðarmunar. Samþjöppun í atvinnugreinum á íslandi 1994 Atvinnugrcin Herfindahl- Fjögur Hirschman stærstu í % Fiskveiðar 42 12 Fiskiðnaður 34 12 Almennur iðnaður 124 19 Smásöluverslun 312 31 Samgöngur 1.383 59 Peningastofnanir 2.020 84 Tryggingar 2.009 82 Heimildir: Frjáls verslun, Þjóðhagsstofnun, Banka- eftirlitið, útreikningar, Vísbending. --------------------------------; - --------------------— : S. Samþjöppun í atvinnu- Yrnsar hliðar eru á upp- a Björn G. Olafsson fer yfir a OlalurOlafsson landlækn- I greinum er áhyggjuefni / byggingu lífeyrissjóða- -4 stöðumálavegnafyrirhug- { \ irálokaorðinuntþáþróun -L víðaen meiri gaum ætti að keifisins ogerfarið nokk- aðrar magnesíumverk- I sem fyrirsjáanleg er varð- ^ gefaaðjafnræðifyrirtækja.____uð f saumana á því.__________smiðju hér á landi.___________andi málefni aldraðra. ^

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.