Vísbending - 02.05.1997, Blaðsíða 1
V
Viku
ISBENDING
rit um viðskipti o g efnahagsmál
2. maí 1997
17. tbl. 15. árg.
Sjávarutvegur - hvers virði er framtíðin?
Verð á hlutabréf-
um í sjávarút-
vegsfyrirtækj-
um hefur almennt hækk-
að mjög mikið undan-
farin tvö ár, en áður
hafði það staðið í stað
eða lækkað. Sókn eftir
slíkum bréfum hefur
verið mikil og sumfyrir-
tæki hafa nýtt sér hana
til þess að fá viðbótar-
hlutafé, meðan bréf í
öðrum hafa skipt um
eigendur. Hlutafjársjóð-
ur Byggðastofnunar
lagði á árunum 1988-9
hlutafé í allmörg fyrir-
tæki. Þau voru reyndar
ekki valin eins og títt er
nú um stundir með það
í huga að hagnaðarvon
væri þar mest heldur var
þvert á móti haft á orði
að ríkið hefði keypt
hlutabréf í fyrirtækjum
sem væru svo léleg að
þau væru ekki lánshæf.
A þeim tíma litu margir
á hlutafé sem gj öf, rétt eins og hugsað var
um lán áður en til verðtryggingar kont.
En þegar upp var staðið seldust mörg af
bréfunt sjóðsins á góðu verði og sum
fyrirtækin sem áður voru talin vonlaus
eru nú komin á almennan hlutabréfamark-
að. Tímarnir breytast og verðgildi hluta-
bréfa greinilega með. Þrennt hefur eink-
um haft áhrif á verð hlutabréfa í fyrir-
tækjunr a) Væntanlegur hagnaður, b)
verðmæti eigna og c) væntanlegur vöxtur.
Hér á landi litu menn einkum á b)-lið
þegar hl utabréfamarkaðurinn var að stíga
sín fyrstu skref. Markaðsverðmæti eigna
skiptir ekki meginmáli ef engin áform
eru um að selja þær, en þó hlýtur mögu-
leiki á sölu að hafa eitthvað að segja. Er-
lendis hafa vaxtarfyrirtæki hins vegarver-
ið hvað eftirsóttust á undanförnum árum,
jafn vel þótt hagnaður hafi ekki verið mik-
ill. Hér á landi hefur þetta sést til dæmis
hjá Marel. Hins vegar hlýtur hagnaður
eftir skatta alltaf að vera undirstaða verð-
mætis í fyrirtækjum til lengri tíma litið.
Tafla 1. Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja
Verðmæti Hagn mv. Meðalhagn Reikn hagn.
núna V/H=15 92-96 95-96 m.v. veltu 96
Samherji hf. 17.790 1.186 591 591 20,5%
Haraldur Böðvarsson hf. 8.070 538 61 166 19,1%
SR-mjöl hf. 6.120 408 147 213 8,9%
Síldarvinnslan hf. 6.780 452 182 330 12,8%
Grandi hf. 6.290 419 102 202 10,9%
Vinnslustöðin hf.* 5.720 381 94 253 12,1%
Utgf. Akureyringa hf. 4.730 315 59 9 7,0%
Hraðl'. Eskifjarðar hf. 5.840 389 139 247 12,5%
Þormóður rammi hf. 5.000 333 115 190 17,3%
Skagstrendingur hf. 1.780 119 -61 55 8,7%
Hraðf. Þórshafnar hf. 1.380 92 52 119 7,1%
Borgey hf. 1.110 74 -1 42 5,4%
Tangi hf. 1.400 93 0 11 8,1%
Fiskiðjus. Húsavíkur hf.* 1.090 73 -1 -6 4,6%
Búlandstindur hf.* 770 51 19 7 6,2%
Arnes hf. 550 37 -126 -37 2,4%
Jökull hf. 500 33 26 40 3,5%
Alls 74.920 4.995 1.399 2.431
‘Reikningsárið er fiskveiðiárið
Heimildir: Ársreikningar fyrirtækja
Hve mikill getur
hagnaður orðið?
Ein ástæðan fyrirþví að fjárfestar laðast
að fyrirtækjum í vexti er að hagnaður
á sér náttúruleg efri mörk, það er hann
getur aldrei orðið meiri en veltan. Sé tekið
tillil til skatta lækka þessi mörk strax í
um tvo þriðju af veltu, en öllum ntá Ijóst
vera að fyrirtæki mala ekki gull ef engu
er til kostað. Skoðun á 17 fyrirtækjum
sem tengjast sjávarútvegi og eru á verð-
bréfamarkaði leiðir í Ijós að hlutfall hagn-
aðar af veltu hefur farið hækkandi á und-
anförnum fimm árum Að mörgu Ieyti er
heppilegt að skoða árin 1992-96 því þar
skiptust á skin og skúrir í rekstri. Fyrstu
árin voru kreppuár en undanfarin tvö ár
hafa verið fremur góð. Því má ekki gley ma
að hluti batans er vegna hagræðingarað-
gerða fyrirtækjanna sjálfra og líklega eru
þau hæfari til þess að takast á við rekstrar-
erfiðleika í framtíðinni
enhingaðtil.Samtsem
áður er óeðlilegt að
gera ráð fyrir stórurn
stökkum í afkomubata
á stuttum tíma. Með-
altal hagnaðar þessara
17 sjávarútvegsfyrir-
tækja sem hlutfall af
veltu hefur hækkað úr
-6,0%, þ.e. tapi, í
+5,5%. Aðeins sex
sinnum á þessu fimm
áratímabili náði hagn-
aður að verða meiri en
10% af veltu og þá
byggðist það í sumum
tilvikum á söluhagn-
aði. Þvíverðuraðtelja
að vel rekin fyrirtæki
geti náð rekstrarhagn-
aði sem er 10-11 % af
veltu en þó hlýtur það
að ráðas t af eðl i rekstr-
arins. Þó þarf að hafa í
huga að mörg fyrir-
tækjanna eiga skatta-
legt tap eftir margra ára
erfiðleika og því ekki
komið til hárra skattgreiðslna fram til þessa.
Hvaða hagnaðar krefst
markaðurinn?
Við slíkri spurningu er aldrei eitt svar
en ekki er óeðlilegt að menn vilji fá
a.rn.k. 7% ávöxtun, þvíslíka vexti erhægt
að fá á örugg skuldabréf. Þetta svarar til
þess að verðmæti fyrirtækis sé 14-15 sinn-
um hagnaður ársins (V/H-hlutfall 15). í
meðfylgjandi töflu má sjá markaðsverð-
mæti 17sjávarútvegsfyrirtækjamiðað við
nýleg viðskipti. Jafnframt kemur frarn
hagnaðarkrafa markaðarins m.v. V/H-
hlutfall 15, og meðalhagnaður, annars
vegar tveggja ára, hins vegar fimm ára.
Hagnaðarkrafa markaðarins er fimm
milljarðar króna eða tvöfaldur hagnaður
undangenginna tveggja ára og næstum
fjórfaldur hagnaður undanfarinna fimm
ára. Loks sést að hvaða hlutfall hagnað-
Framhald á síðu 4
1
Uppgangur fyrirtækja
sjávarútvegi á hlutafjár-
mörkuðum hefur vakið
mikla athygli.
2
Þór Sigfússon spyr hvort
viðskipti með verðbréf séu
„leikur einn“ á Islandi. Er
hætta á ferðum?
3
Þorvaldur Gylfason fjallar
um fyrirkomulag kjara-
samninga og nefnir ýmis
atriði til sögunnar.
4
Eru forstjórar meðalstórra
og stórrafyrirtækjahérlend-
iseftirbátarerlendrakollega
sinna í launamálum.