Vísbending


Vísbending - 02.05.1997, Page 4

Vísbending - 02.05.1997, Page 4
Framhald afforsíðu arkrafan er af veltu. I öllum tilvikum er hagnaðarkrafan meiri en meðalhagnaður undangenginna ára. Það sem meira er. í mörgumtilvikumerhagnaðarkrafanmun hæn-a hlutfall af veltu undangenginna ára en þau 10-1 1% sem héreru tilgreind að ofan sem líklegt hámark í venjulegum sjávarútvegsrekstri. Mikilvægt er að taka eftir því að sum þeirra fy rirtækja sem virðast hvað dýrust samkvæmt þessum útreikningum hafa verið að stækka með sameiningum og öðrum hætti. Hátt verð kann því að benda til þess að markaðurinn búist við mun meiri veltu íframtíðinni en hingað til. Þó er ekki rétt að útiloka að verð hlutabréfa í sumum fyrirtækjum sé orðið of hátt. Bestu kaupin Sama tafla sýnir einnig að markaður- inn gerir mun lægri hagnaðarkröfu til sumrafyrirtækjaen 10%. Núerreyndar ekki sjálfgefið að öll fyrirtæki geti náð slíku hagnaðarhlutfalli. Landvinnsla hef- ur reynst mjög þung undanfarin ár, meðan afrakstur hefur verið góður af uppsjávar- fiski. Engu að síður vekur það athygli að markaðurinn gerir lægri hagnaðarkröfu til fyrirtækja sem eru lítil en hinna stóru. Það er eðlilegt að í slíkum fyrirtækjum hafi ekki náðst sama hagræðing og hjá hinum stærri. Til lengdar getur það þó ekki staðist, því reksturinn er í eðli sínu sama eðlis, en litlu fyrirtækin eiga ekki ekki sömu möguleika til aðlögunar á breyttum aðstæðum sem fjölbreyttur rekstur og stór kvóti gefur. Þess vegna virðist líklegt að hagstæðustu kaup á hlutabréfum í sjávarútvegi sé í minnstu fy rirtækjunum í von um að þau muni sam- einast þeim stærri. Líklegt er að innan tíðar verði stærri fyrirtækin enn stærri og velti milli 5 og 10 milljörðum króna á ári, meðan fyrirtæki sem velta minna en tveimur milljörðum heyri sögunni til. Vísbendingin Knattspyrna nýtur mikilla vinsælda hérlendis sem og í flestum löndum heimsins. Knattspyrnufélög erlendis eru stórfyrirtæki sem velta tugum og sum hundruðum milljóna króna árlega. I Bret- landi eru sum félög komin á hlutabréfa- markað og áhugamenn um knattspyrnu s vo og fjárfestar geta lagt fé í hlutabréfin. A forsíðu Financial Times sl. þriðjudag var auglýsing frá sjóði sem fjárfestir í knattspyrnufélögum. Þar er sagt að hækk- unhafi numiðtæplega600%frá 1 .janúar 1993. Það er ekki slæm ávöxtun en auð- vitað getur gengi hlutabréfanna verið breytilegteins oggengi félaganna. Hluta- bréf í Newcastle eru væntanleg á markað og verða þau vafalítið eftirsótt. V _______________________) Láglauna- menn? Launforsvarsmannafyrirtækjahér- lendis hafa löngum verið feimnis- mál. Sennilega má kenna fámenn- inu um þetta því að víðast hvar erlendis eru upplýsingar um launakjör forsvars- manna fyrirtækja opinberar. Upplýsingar um laun einstakra manna veita ákveðið aðhald og stuðla að samkeppni á milli þeirra. Það gerist reyndar oft að launa- greiðslur til einstakra manna faraúr bönd- unum og eru stundum í hróplegu ósam- ræmi við árangur þeitTaen slíkterundan- tekning og oft myndast mikill þrýstingur á stjórnir í þeim fyrirtækjum að bregðast við á réttan hátt. Ráðgjafarfyrirtækið Hagvangurgerirreglulegalaunakannanir meðal nokkurra fyrirtækja en niðurstöður þeirra eru ekki gerðar opinberar. Einu upplýsingarnar sem hægt er að fá opin- berlega hérlendis eru úr ársreikningunt fyrirtækja og úr álagningarskrá vegna skalllagningar. Financial Times birti í síðustu viku samantekt á launum for- svarsmanna fyrirtækja í sex löndum í Evrópu. Smærri fyrirtæki s Ifyrirtækjum með 100 - 250 starfsmenn voru meðallaunin hæst í Danmörku eða jafngildi 1.800 þúsund króna á mánuði þegar allar tekjur og sporslur viðkomandi forstjóra voru taldar. Þar á eftir komu forstjórar í Þýskalandi en þar var meðal- talið 1.650 þúsundir á mánuði, í Sviss vorumánaðarlaunin 1.300þúsundir, 850 þúsund í Hollandi, 780 þúsund á írlandi og lægst í Bretlandi, 650 þúsund. Ekki er ósennilegt að meðallaun forstjóra í sam- bærilegum fyrirtækjum hérlendis séu um 600 - 700 þúsund. Hæstu laun í einstökum fyrirtækjum af þessari stærð hér á landi voru rúmlega 1.100 þúsund á mánuði árið 1995 en í þeim fjórðungi fyrirtækja sem hæst greiða launin í Bretlandi eru þau um 800 þúsund. I Danmörku eru meðal- laun í þeim fjórðungi fyrirtækja sem hæstulauningreiðaum2milljónirámán- uði. Stærri fyrirtæki s Ifyrirtækjum með 500 - 1000 starfs- menn eru meðallaunin hæst í Þýska- landi eða 2.062 þúsund á mánuði og lægst í Hollandi 910 þúsund á ntánuði. Meðal- laun þeirra 5 fyrirtækja sem eru í þessum hópi hér á landi voru 967 þúsund árið 1995 samkvæmt Frjálsri verslun. Sam- kvæmt þessu eru laun forsvarsmanna fyrirtækja hérlendis í lægri kantinum. ISBENDING ( N Aðrir sálmar Fordæmi Blairs Jafnaðarmenn hér á landi fögnuðu mjög sigri Verkamannaflokksins í Bretlandi eftir langa eyðimerkurgöngu flokksins. H i ns vegar ættu ftjálshyggj umenn ekki síð- ur að gleðjast, því eina leið Blairs til sigurs var að taka undir öll helstu baráttumál Margrétar Thatcher. Enginn vafi leikur á að skilningur hefur almennt vaxið á nauð- syn þess að fyrirtæki beri eðlilegan arð og jafnframt að miklu líklegra er að það gerist ef einstaklingar bera ábyrgð á rekstrinum. Virðingin fyrir frelsi einstaklingsins og skert völd verkalýðsforingja hafa skilað Bretum meiri hagsæld en dæmi eru um víðast í Evrópu. Það var því ekki að undra að Verkamannaflokkurinn sæi að sér og sliti af sér höft úreltra sjónarmiða þeirra semhallastaðríkisrekstri.Hérálandihefur sama þróun orðið. Foringjar og almennir félagar ýmissa vinstri flokka hafa séð að frjálsræði ogeinkarekstureru til þess fallin að bæta lífskjör fólks en forsjárhyggja. Borgarstjómarmeirihlutinn hefur gengið lengra í einkavæðingu en fyrirrennarar hans, þótt þar séu enn rnörg skref óstigin. Nú gerast raddir um sameiningu vinstri manna í einn flokk æ háværari. Ekki er sérstök ástæða til þess fyrir atvinnulífið að óttast sterkan „vinstri1' flokk, ef frjáls- hyggjumenn verða þar í forystu. Orðagjálfur Verkalýðsleiðtogar héldu hefðbundn- ar ræður 1. maí. Það er dapurlegt að flestar ræðurnar virtust vera göntlu tugg- urnar aftur og aftur. Þrátt fy rir að nýlega sé lokið við að semja um mestu kaupmáttar- aukningu sent þekkst hefur hérá landi töl- uðu leiðtogarnir um ömurlegt ástand og að fólk fengi ekki að nj óta efnahagsbatans. Jafnframt var broslegt að heyra gamlar klisjur um einkavæðingu til vildarvina ríkisstjórnarinnar þegar í raun er ekkert slíkt dæmi og reyndar lítið verið selt af eignum ríkisins að undanförnu. Það væri ánægjulegt ef verkalýðsleiðtogargæfu sér tíma til þess að semja ræður fyrir raun- veruleikann árið 1997 fremuren að dusta rykið af gömlu klisjunum og lýðskruminu einu sinni enn. Hins vegarer skylt að geta þess að margir þessara sömu leiðtoga hafa sýnt skynsemi við samningaborðið, þótt ekki henti að sýna hana úr ræðustól. V________________________________J Ritstjórn: Tómas Öm Kristinsson ritstjóri og ábm., Benedikt Jóhannesson. Útg.: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Rvík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Internetslóð:http://www.strengur.is~talnak/ vief95.html,netfang:talnak@strengur.is Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskól- ans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.