Vísbending


Vísbending - 09.05.1997, Blaðsíða 3

Vísbending - 09.05.1997, Blaðsíða 3
ISBENDING ... og beta tekna ávöxtun. Nefna má að í sumum töflureikniforritum er að finna aðferðir fyrir ólínulega bestun. Reikna þarf út samkvæmt tveimurjöfnum, annarri fyrir ávöxtun og hinni fyrir áhættu. Jöfnurnar eru sýndar hér á síðunni. Við lestur línuritsins þarf að athuga að oft er hægt að lesa tvö mismunandi gildi ávöxtunar fyrir sama stig áhættu. Og hvað segir þetta okkur svo? eð líkaninu er hægt að reikna út hagstæðustusamsetningu mismun- andi verðbréfaeignar út frá sögulegum gögnum. Þannig er hægt að velja þau bréf sem þykja álitleg, hvort heldur er vegna hárrar ávöxtunar eða vegna lítilla verð- s veiflna, og reikna upp á krónu hversu mik- ið þarf að eiga af hverri tegund til þess að ná hæstri ávöxtun miðað við ákveðið stig áhættu. Þó verður að hafa í huga að sögu- leg gögn eru ekki alltaf nothæf sem spágildi fyrirframtíðina.Engu skiptir hvort um er að ræða hlutabréf eða skuldabréf þegar slíktframfall erreiknað. Hægteraðreikna framfall fyrir samsetningu verðbréfa frá mismunandi löndum og einnig er hægt að reikna framfall með notkun vísitalna í stað verðs. Mestu skiptir að gögn séu sambærileg í tíðni, þ.e. að gögn séu dagleg alls staðar eða vikuleg alls staðar. Markaðslínan Ef haldið er áfram í röksemdarfærsl- unni fyrir líkaninu þá ættu fjárfestar einungis að veljahagstæðustu samsetningu miðað við þá ávöxtunarkröfu sem þeirgera. Þar af leiðir að meirihluti fjár- festa mun ijárfesta nákvæm- lega á línunni, ekki undir henni því að þá eru þeir að fá of lága ávöxtun miðað við áhættu og ekki yfir því að þá taka þeir of mikla áhættu miðað við þá ávöxtun sem þeir fá. Þessu til viðbótar er svokölluð „mark- aðslína“ (e.: Capital Market Line) en það er lína sem er dregin frá y ás þar sem „áhættulaus verðbréf“ eru og í snertipunkt framfallsins sam- anber mynd 2. Ahættulaus verðbréf eru sennilega ekki til en skammtímaverðbréf útgef- in af ríki nálgast það að vera áhættulaus. Þessi lína er að mörgu leyti merkileg. Snerti- punkturinn er í þeim punkti á framfallinu sem markaðurinn telur vera ákjósanlegustu sam- setn ingu ávöxtunar og áhættu. Mynd 3. Framfall og Beta = 1 9 8 7 I6 ♦ < A 5 ; " V í Beta = 1,0 o ■ 0 2 4 6 8 10 Áhætta Að auki eru til heilmiklar kenningar um það að aðilar sem eru áhættufælnari en meðaltalið geti verið tilbúnir til að lána hinum sem eru áhættusæknari en meðal- talið þegar ávöxtun þeirra áhættufælnu er fyrir neðan markaðslínuna. Beta egar talað er um betu í tjármálaheim- inum er ekki átt við Englandsdrottn- ingu heldur er það gríski bókstafurinn B sem á heiðurinn af nafngiftinni. Með því að lesa töluna af x ásnum í snertipunkti markaðslínunnar og framfallsins fæst meðaláhætta markaðarins, Þessi tala er sett sent beta, jöfn 1,0. Þetta má sjá á mynd 3. Út frá þessari tölu má síðan reikna beta-gildi fyrir einstök verðbréf. Það er þáhlutfallið af meðaláhættu markaðarins. Ef beta fyrir einstakt verðbréf er yfir 1,0 þá meiri áhætta af verðbreytingum en hjá öðrum fyrirtækjum á markaðnum. Því er öfugt farið ef beta er undir 1,0. Þetta hugtak hefur einnig verið notað við sam- anburð á einstökum greinum atvinnulífs- ins. Þannig mætti reikna út sérgildi fyrir fyrirtæki íiðnaðiog annaðgildi fyrirfyrir- tæki í sjávarútvegi. Beta-gildi fyrirtækis innan einstakrar atvinnugreinar yrði væntanlega annað en beta-gildi þess á öllum markaðinum. Hægt er að vega sam- an beta-gildi með vægi bréfa í eignasafni og reikna út beta-gildi alls safnsins. Með notkun beta-gildisins er hægt að meta ókerfisbunda áhættu eignasafns. Kerfisbundin áhætta Hægt er að horfa á áhættu sem kerfis- bunda og ókerfisbunda. Kerfis- bundna áhættan er áhætta alls efnahags- kerfisins. Ef hagsveifla er upp á við þá er líklegt að verð ílestra hlutabréfa hækki vegna góðæris og við því er lítið að gera. Sú áhætta er því kerfisbundin og ekkert við henni að gera. Okerfisbunda áhættan er tilviljanakenndari. Þannig getur verð hlutabréfs hækkað í dag en lækkað á morgun án þess að skýringar séu fyrir hendi. Kerfisbundnu áhættuna er ekki hægt að minnka en hægt er að minnka eða jafnvel eyða alveg þeirri ókerfis- bundnu með heppilegri samsetningu eignasafns. Umdeildar forsendur Þótt forsendur alls líkansins séu taldar heldur veikar hefur notkun þess breiðst út um allan heim og er það almennt talið henta vel til að velja bréf í eignasafn. Helsti kosturinn er sá að hægt er að nota hl utlæga aðferð sem jafn- framt er dltölulega einfalt að forrita og hreinlega reikna út hagstæðustu samsetningu. Forsendumar hafa fengið sinn skerf af gagnrýni, sérstaklega þegar mikil tíðindi hafa orðið á mörkuðum eins og gerðist í október 1987. Vinsældir lík- ansins byggjast þó áreiðan- lega að einhverju leyti á þeirri reynslu manna að það virki þegar á heildina er litið, hvað sem líður þeim forsendunt sem það byggir á. Tvær jöfnur Einungis tvær jöfnur þarf til að hægt sé að reikna út framfall og í framhaldi af því beta-gildi. Fyrri jafnan er fyrir útreikning á ávöxtun eignasafns. N E(Rp) = Z E(R.)W. i=i þar sem E(R.) er vænt ávöxtun verðbréfs númer i og W. er hlutur verðbréfsins af eignasafninu. Síðari jafnan er ögn flóknari og er fyrir frávik eignasafns: N N N Var(Rp) = L W.:Var(R.) Z X W.WGovarfR^R.) i=I i=l j=l Ogj*Í þar sem Var er frávik og Covar er samvik. Með ólínulegri bestun er reiknað úl lægsta áhætta (Var(Rp)) miðað við hvert það gildi ávöxtunar sem reikna skal, t.d. á 0,5% bili frá ávöxtun lægsta bréfs til þess hæsta. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.