Vísbending


Vísbending - 09.05.1997, Qupperneq 4

Vísbending - 09.05.1997, Qupperneq 4
Y ISBENDING Framhald afforsíðu ofangreindar nýframkvæmdir. Helstu leið- ir sem Seðlabankinn getur farið til að sporna við þenslunni eru tvær. Önnur þeirra er að bankinn getur beitt sér fyrir breytingum á vöxtum. Með lækkun vaxta væri hugsanlega hægt að draga úr kostn- aði fyrirtækja og minnka lrkumar á því að launahækkanir velti beint út í verðlagið en áhrifin af lágum vöxtum eru einnig minnk- andi sparnaðurog aukin neyslaalmennings og síðari áhrifin eru þyngri á metaskálun- um. Frjálst flæði fjármagns milli landa dregureinnigúráhrifumeinhliðaaðgerða sem ætlaðar eru til breytinga á vöxt- um.Vextir hafa lækkað lítillega á síðustu vikum en ekki er að sjá að Seðlabankinn hafi beitt sér fyrir lækkunum. Stígandi gengi Hin leiðin er að hækka gengið. Við það lækkar verð á innfluttri vöru og inn- lend neysla beinist fremur að henni. Inn- lend fyrirtæki verða fyrir harðari verðsam- keppni og verða því tregari til að hækka verð á vöru. Jafnframt minnka tekjur út- flytjenda í íslenskum krónum og þannig eykst halli af viðskiptum við útlönd. I raun er fjármagn fært út úr landinu til mótvægis við það fé sem streymir inn vegna fram- kvæmdanna. Til þessa hafa gengisbreyt- ingar verið fremur litlar eins og sjá má af mynd 1. Brotnu línurnar þrjár á línuritinu eru efri mörk, miðgildi og neðri mörk sem Seðlabankinn hefur sett sér hvað varðar sveiilur á gengi íslensku krónunnar gagn- vart myntum ýmissa viðskiptalanda. Þess- ar gengisbreytingareru ekki sambærilegar við þærbreytingar sem urðu á seinni hluta síðasta árs því að þær urðu vegna mikilla sviptinga á erlendum gjaldeyrismörkuð- um. Gjaldeyrirsmarkaðir erlendis hafa veriðnokkuð stöðugir upp á síðkastið og það eykur sveigjanleika Seðlabankans þvíaðsvigrúmiðgæti veriðminnaefjafn- framt væri verið að glíma við óhagstæða þróun erlendra mynta. Það á síðan eftir að koma í ljós h versu langt verður gengið. Vísbendingin Hlutabréfamarkaðurinn er nokkuð „heitur“ um þessar mundir enda hefur þing vísitala V erðbréfaþings hækk- að um 100% á síðustu 16 mánuðum. Búast má við því að sumir fjárfestar muni „læsa inni“ hagnað sinn með því að selja bréfin og hverfa af markaði um stundar- sakir. Þetta er alþekkt á erlendum mörk- uðum en hefur ekki orðið vart hérlendis. Nokkurs raunsæis virðist nú gæta í um- fjöllunum um hlutabréfaverð, hækkanir sem verða vegna mikillar eftirspurnar geta ekki staðist til lengdar heldur hljóta væntingar um arðsemi fyrirtækjanna að vráða mestu um verð bréfanna._y Glópagull Eitt stærsta svikamál í sögu gull- vinnslu hefur litið dagsins ljós. Komið hefur fram að sýni úr Busangnámunni í Indónesíu voru fölsuð þannig að þau sýndu mikið magn gulls þar sem í raun var lítið af slíku í jörðu. Meðal þeirra sem tengjast málinu var Suharto forseti Indónesíu en hann átti hlut í námunni án þess að leggja fram þar fram fé. George Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Brian Mulroney fyrr- verandi forsætisráðherra Kanada, lögðu báðir hönd á plóginn við að koma upplýsingumum námunatil fjárfesta víða í Norður-Ameríku. Stærsti gullfundurinn Samkvæmt þeim fréttum sem upphaf- lega bárust af tilraunaborunum í Busang mátti ætla að náman yrði ein sú gjöfulasta í heiminum. Upphafleg áætlun benti til að hægt yrði að vinna 30 milljónir únsa gulls úr námunni. Nokkrum mánuð- um síðar var þetta mat komið í 200 ntillj- ónirúnsa. Kanadískafyrirtækið Bre-X stóð fyrir tilraunaborunum og hugðist vinna úr námunni. Efasemdir tóku að vakna um verðmæti námunnar í byrjun árs en þá var gengi hlutabréfaí Bre-X yfir20 kanadíska dollara. Dularfullur dauðdagi yfirmanns tilraunaborananna olli því að gengi hluta- bréfanna féll niður í 3 kanadíska dollara í lok mars. Því erhaldiðfram að áðumefndur yfirmaður hafi fyrirfarið sér með því að stökkva út úr þyrlu. Hlutabréf fyrirtækisins hafa nú verið tekin af skrá í kauphöllinni í Toronto. Svik og prettir Svo virðist sem að sýni úr tilraunabor- unum hafi verið „endurbætf ‘ eftir að þeim var náðúrjörðu og áðuren þau fóru á rannsóknarstofu. Venjan er sú að sýni úr tilraunaborunum eru sett í plastpoka og send strax á rannsóknarstofu. Jafnan er haldið eftir um helmingi sýnanna til að hægt sé að sannreyna þau síðar ef með þarf. Hjá Bre-X voru sýnin sett í plastpoka ogfluttívöruskemmu.Iskemmunni voru pokarnir opnaðir undir því yfirskyni að verið væri að endurmerkja sýnin. Þar var bætt við þau ýmsum torkennilegum efn- um ogengarskýringargefnar. Síðan voru sýnin sett aftur í plastpoka. Þessu næst voru sýnin send á rannsóknarstofu. Ekki er 1 jóst hve miklir fjármunir hafa tapast á þessu æ vintýri en þegar hafa hafist mála- ferli og fleiri eru í undirbúningi. Meðal annars er búist við 4-5 milljarða dollara lögsókn en það gefur til kynna um h vaða fjárhæðir kann að vera að tefla. Heimildir: Economist, FinancialTimes, WallStreet Journal. Aðrir sálmar Valdaafsal í Bretlandi rátt fyrir að Verkamannaflokkurinn í Bretlandi hefði í kosningabaráttunni lagt mikla áherslu á að hann hygðist ekki snúa af braut frjálslyndrar efnahagsstefnu þótti full ástæða til þess að vera á verði, því að loknum stórum sigri er oft freist- andi að snúa við blaðinu. Það vekur því athy gli að strax á fyrstu dögum sínum hefur ríkisstjórn Tonys Blairs gefið Englands- banka aukin völd í stjómun peningamála. Bankinn á að gripa til þeirra ráðstafana í peningamálum sem duga til þess að mæta fyrirfram ákveðnum markmiðum um verð- bólgu, án tillits til pólitískra afleiðinga, til dæmis á tímabundið atvinnuleysi. Þessi ráðstöfun mun draga úrpólitískum áhrifum á efnahagslíf Breta og og verður því til þess að festa efnahagslega velferð beirra í sessi. Þetta fordæmi Breta leiðir „agann að íslenskum raun veruleika þar sem stjóm- málamenn em afar tregir til þess að afsala sér völdum með samsvarandi hætti. Ekki er hægt að semja um kaup og kjör á al- mennurn markaði fyrr en „útspil stjóm- valda“ sést. Æskilegra væri að ríkisstjómir ynnu sín góðu verk óháð því hvort kjara- samningar era í nánd eða ekki. Sjálfstæður seðlabanki virðist fjarlægur hér á landi meðan völd stjórnmálamanna yfir honum eru þau sem raun ber vitni og lítill áhugi á breytingum. Háskólinn ber enga ábyrgð Fyrir nokkrum árum upphófst mikill kórsöngur unt tengsl háskóla og at- vinnulífs.Þaðvitaþóflestiraðeinnafhom- steinum háskólastarfsins er sjálfstæði vís- indamanna til óháðra rannsókna. Eftir að háskólamenn fundu út að hægt væri að auka eigin tekjur var „stofnunum“ komið á fót við flestar deildir háskólans. Háskól- inn gat boðið þjónustu á hagstæðu verði, enda aðstaðan fyrir hendi. I fyrstu vora stofnanirnar bornar uppi af kennurunum sjálfum en þegar frain í sótti voru verkin unnin af nemendum eða nýútskrifuðum kandídötum. Engu að síður hafa skýrslur „stofnana" háskólans verið taldar óháðar og öraggar. Því vekur það athygli þegar rektor lýsir því nú sérstaklega yfir að háskólinn beri ekki ábyrgðáslíkum skýrsl- vum. Þetta var einmitt aðal sölutrixið. y Ritstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri og ábm., Benedikt Jóhannesson. Útg.: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Rvík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Internetslóð:http://www.strengur.is~talnak/ vief95.html,netfang:talnak@strengur.is Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskól- ans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.