Vísbending - 10.10.1997, Blaðsíða 2
V
ISBENDING
Danir greiða upp erlendar skuldir
[1
Danir stefna að því að greiða upp
erlendar skuldir sínar fyrir árið
2005. Þetta er eitt af megin-
markmiðum efnahagsstefnu þeirra. Astæð-
an fyrir því að Danir leggja áherslu á þetta
markmið er tvíþætt. Annars vegarer vaxta-
kostnaðurinn vegna skuldanna
þung byrði á samfélaginu og
hins vegar gætu þær torveld-
að hagstjóm í framtíðinni, ekki
síst í ljósi gjaldmiðlasamrun-
ans í Evrópu.
Þessi stefna hefur sett mark sitt
á þróun efnahagsmála í Dan-
mörku frá því um miðjan síð-
asta áratug. Fram aðþeim tíma
hafði erlend skuldasöfnun ein-
kennt þjóðina. Er þá átt við
skuldastöðuna nettó gagnvart
útlöndum. Þegar Danir snem
við blaðinu var hlutfall er-
lendraskuldakomiðí40-50%
af landsframleiðslu. Nú er
þetta hlutfall 22% og stefnir í
núl 1 á næstu átta árum eða s vo.
s #
Erlendar skuldir á Islandi
og í Danmörku
Mynd 1 sýnir þessa skuldaþróun frá
árinu 1980 og áætlun til 2005. Til
samanburðar er umrætt skuldahlulfall
fyrir ísland. Athyglisvert er
að um miðjan níunda áratug-
inn er skuldastaða landanna
svipuð. Danir hafa hins vegar
stórlega lækkað skuldir sínar
á síðustu fimmtán árum með-
an við höfum látið nægja að
stöðva skuldasöfnunina. Og
á næstu árum er ekki gert ráð
fyrir að mikil breyting verði
þar á samkvæmt þjóðhags-
áætlun og fjárlagafrumvarpi.
Þótt reiknað sé með að skulda-
hlutfallið lækki nokkuð stafar
það af hækkun raungengis og
hagvexti fremur en raunveru-
legri lækkun skuldanna.
Fleiri þjóðir hafa fetað svip-
aða braut og Danir á undan-
förnum árum. I því sambandi nægir að
nei'na íraog Portúgali. Þessar þjóðir áttu
það sammerkt rneð fslendingum og Dön-
um að hafa verið meðal skuldugustu
aðildarríkja OECD en staða þeirra hefur
breyst mjög til hins betra hvað þetta
varðar - eins og reyndar margt annað á
efnahagssviðinu.
Breytt hagstjórn
essi árangur umræddra þjóða hefur
byggst á sömu grundvallaratriðum.
Breytt hagstjórn hefur leikið þar aðal-
hlutverkið. Jafnvægisstefna í peninga-
málum og ríkisfjármálum hefur komið í
stað undanlátssemi og jafnframt hafa
markaðsumbætur verið gerðar í því skyni
að efla samkeppni. Enginn vafi er á því
að þessar breytingar hafa átt mestan þátt
í velgengni þjóðanna á efnahagssviðinu
á undanförnum árum. Þetta á einnig við
um Island þótt veigamikil rök megi færa
fyrirfastari tökum en hérhefur veriðbeitt.
Stefnubreytingin í Danmörku leiddi til
þess að langvarandi viðskiptahalli breyt-
ist í afgang. Þetta má sjá á mynd 2. Halla-
reksturáþjóðarbúinuvarviðvarandifram
yfir rniðjan níunda áratuginn en frá þeint
tíma hefur að jafnaði verið afgangur á
viðskiptajöfnuði. Þótt breyting hafi
einnig orðið til hins betra hér á landi, eins
og myndin sýnir, hefur hún ekki verið
eins afgerandi og í Danmörku.
Utlit er fyrir að áfram verði nokkur halli
á viðskiptajöfnuði á Islandi borið saman
við áætlaðan afgang í Danmörku. Danir
gera ráð fyrir að afgangurinn muni að
jafnaði samsvara um 1 % af landsfram-
leiðslu á næstu árum en hér á landi er
búist við 1 '/2% halla þegar mesta fjárfest-
ingarhrinan vegna stóriðju er afstaðin.
Eins og fram kernur í þjóðhagsáætlun er
mikilvægt að vinna að því að hallinn verði
minni en þar er reiknað með.
Efling sparnaðar
Af þessu má ráða að
æskilegt væri að auka
aðhaldið að þjóðarútgjöld-
um á næstu misserum þannig
að afgangur myndist á við-
skiptajöfnuði og erlendar
skuldir geti farið lækkandi.
I því skyni skiptirmestu máli
að auka sparnaðinn þar sem
ekki er búist við að fjárfest-
ingin í atvinnulífi—eftir að
stóriðjuframkvæmdir hafa
náð hámarki — verði meiri
en reikna má með að þurfi
að jafnaði til að slanda undir
viðunandi hagvexti.
En hvernig á að auka sparn-
aðinn? Hvaðgetastjórnvöld
gert í þeim efnum? Til þess að sparnað-
urinn aukist þarf annaðhvort afkoma hins
opinbera að batna eða sparnaður
einkageirans að eflast. Þótt sjálfsagt sé
að skoða allar leiðir til að auka sparnað
einkageirans standa menn einfaldlega
frammi fyrir því að tækin
sent stjórnvöld geta beitt í
þessu skyni eru takmörkuð.
Þetta stafar meðal annars af
því að skattaráðstafanir sem
miða að þessu marki draga
að sjálfsögðu úrtekjum hins
opinbera og aukinn lífeyris-
sparnaður gæti að hluta átt
sér samsvörun í minni sparn-
aði af öðru tagi, a.m.k. þegar
til langs tíma er litið.
Af þessu má sjá að beinast
liggur við fyrir stjórnvöld að
beita ríkisfjármálum til að
efla sparnaðinn. Það er án
vafa öruggasta leiðin til að
snúahalla á viðskiptajöfnuði
í afgang. Stefnan í ríkisfjár-
málum ætti samkvæmt
þessu að miðast við að efla þjóðhagslegan
sparnað nægilega mikið til að hann geti
aðjafnaði staðið undireðlilegri fjárfest-
ingu. Þannig gætu Islendingar farið inn á
sömu braut og Danir og greitt upp skuldir
sínar í áföngum. Slík stefna fæli í sér að
íslenskt efnahagslíf styrktist mikið á
komandi árum.
Þórður Friðjónsson
hagfræðingur
Mynd 1. Erlendar skuldir á Islandi og í Dan-
mörku (hlutfall af landsframleiöslu)
Mynd 2. Viðskiptajöfnuður á Islandi og í Dan-
mörku (hlutfall af landsframleiðslu)_______
6
Danmörk
2