Vísbending


Vísbending - 06.03.1998, Blaðsíða 3

Vísbending - 06.03.1998, Blaðsíða 3
ISBENDING Fimmtíu ár með hraði Tilvitnunin í rammanum hér á síðunni er sennilega orðin u.þ.b. 15 ára gömul. Samanburður við þróun bifreiða kann að virðast óheppi- legur en þar sem flestir þekkja þær stærðir sem þeim tengjast þá er hann notaður. Ef miðað er við lögmál Moor's en sá var annaraf stofnendum Intel tölvufyrirtæk- isins þá ætti Rollsinn að _____________ kosta nú um 50 aura, hann ætti að komast u.þ.b. 1,9 milljarða kílómetra á 4 lítr- um, og aflið væri um 380 sinnum meira. Ef 6 Rollsar komust fyrir á títuprjóns- haus fyrir 15 árum þá má búast við að það kæmust u.þ.b. 1900 stykki fyrir á títuprjónshausnum í dag. Framfarirnarsíðustu 15 árin eru því gríðarlegar sarna á hvaða mælikvarða er mælt. Mikil velta Velta þeirra fyrirtækja sem framleiða og seljahálfleiðara(e.: Semiconductors) var áætluðum 150milljarðarBandaríkjadala á síðasta ári. Stærsta fyrirtækið er Intel en áætluð velta þess var 21 milljarður Bandaríkjadala. Næst stærst var J apanska hefur leitt til þess að hagnaðarstig fram- leiðenda fer lækkandi og mikil grisjun hefurátt sér stað og erfyrirsjáanleg meðal þeirra. Stórfyrirtækin standa best að vígi þar sem framleiðslugeta þeirra miðast við að koma sem mestu rnagni af stöðluðum einingum í umferð. S /'myndum okkur um stund að þróun bifreiðaiðnaðarins hefði orðið með sama hœtti og þrótm tölva á sama tíma. Hversu ódýrari og hagkvœmari vœru bílarnir ídag? Efþú hefur ekki heyrt þennan samanburð þá er svarið ógnvekj- andi. Þú gœtir keypt Rolls-Royce fyrir tœplega 200 krómtr. hann kœmist 5 milljónir kílómetra vegalengd á 4 lítrum og vélaraflið nægði til að sigla skemmtiferðarskipinu Queen Elzabeth II. Og hafir þú áltuga á smcekkun þá kœmust 6 stykki fyrir á títúprjónshaus. Chrístopher Evans Ódýrara minni Smárinn Framfarir í tölvutækni byggjast á fimmtíu ára gömlu undri, smáranum (e.: Transistor) en hann var fundinn upp í rannsóknarstofum Bell síma- fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Vísindamennirnir þrír sem eiga heiðurinn af smárann fengu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1956. Fyrir daga smárans voru til tölvur sem byggðust á lömpum. Þessar fyrstu tölvur voru mjög fyrirferðarmiklar og fylltu gjarnan út í stóran sal, auk þess sem forritun og lestur á niðurstöðum var flókið ferli. Þessar fyrstu tölvur voru einnig mjög bilanagjarnar og oft tók langan tfma að finna bilaða lampann. Til gamans rná geta þess að fyrsta tölvan Eniac sem smíðuð var árið 1946 með 17.480 loftsnerlum og 20 ljósa- samstæðum til að lesaniðurstöðurnar, var endursmíðuð rneð nútímatækni á fimmtíu ára afmælinu og mældist kísilflagan 3mm x 8 mm og komust 175.000 smárar fyrir á þessari örflögu. Lögmál Moor's Lögrnál Moor's sem áður er minnst á segir að á u.þ.b. 18 mánaða fresti tvö- faldist afl tölvu miðað við sama kostnað þ.e. þú færð helmingi meira afl fyrir sama peninginn eftir 18 mánuði. Þótt þetta kunni að hljóma ótrúlega þá slensl það svona nokkurn veginn eða hefur gert það í u.þ.b. þrjátíu ár. Ef þetla lögmál ætti við um peninga þá mætti leggja það að jöfnu við 58,7% ársávöxtun. fyrirtækið NEC en vella þess var tæplega 11 milljarðar dala. Motorola og Texas Instruments veltu u.þ.b. 8 milljörðum Bandaríkjadala. Bandaríkin eru stærsta framleiðslulandið en velta fyrirtækja þar var um þriðjungur af heildarveltunni í heiminum. Mestur vöxtur var í Asíu, um 20%. 100 milljónir tölva á ári Iár er gerl ráð fyrir því að um 100 millj- ónir einkatölva muni seljast í heimin- um. Árið 2001 er hins vegar búist við að þessi tala verði komin upp í 150 milljónir. Þróunin hefur einnig verið sú að verðið á grunnkerfunum eru að síga niður á við. Framleiðendur keppast nú við að bjóða upp á tölvur sem eru undir 1.000 Banda- ríkjadölum en ekki eru mörg ár síðan grunnkerfi var einungis laanlegt fyrir u.þ.b. 2.000 dali. Þessi áherslubreyting Sú verðþróun sem flestir hafa þó fagnað mest er lækkun á verði minniskubba. Sú lækkun er gríðarmikil, t.d. lækkaði verð á 16 rnb minnis- kubbum úr 350 Bandaríkja- dölum á árinu 1991 í 10 dali á síðasta ári. Þessa þróun má einnig merkja af því að þegar 64 ntb kubbar koniu fyrst á markaðinn þá kostuðu þeir um 160 Bandaríkjadali og hafa síðan fallið stöðugt í verði og kosta nú u.þ.b. 50 dali. Vegna þess hve mikilvægt minnið er þegar af- kastageta tölva er metin þá á lækkun minnis verulegan þátt íþeirri verðlækkun sem orðið hefur á tölvurn á síðustu árum. Samrunar og samvinna Vegna lægra hagnaðarstigs fyrirtækja í tölvuframleiðslu, auk þess sem rannsóknar- og þró- unarkostnaður vex stöðugt hafa fyrirtækin leitað ýmissa leiða til að hagræða. Yfirtaka Compaq tölvufyrirtækisins á Digital er dæmi um þetta. Digital hafði lengi barist í bökkum, l.d. var tap þess árið 1994 rúmlega 2 millj- arðar Bandaríkjadala. Fyrirtækið átti í deilum við Intel vegna meints stulds þess síðarnefnda á tækni frá Digital. Sú deila var leist á síðasta ári þegar Digital féllst á aðseljalntel hlutaafframleiðslutækninni auk þess sem Digital fékk bætur. Með þessari lausn var Digital í raun að viður- kenna það að þeir hefðu ekki náð tilætl- uðum árangri í sölu á Alpha-örgjörvan- um. Compaq sem lengi hafði verið að leita sér að félaga kaus að yfirtaka Digital enda átti fyrirtækið nóg af seðlum eftir mikla velgengni á undanfömum árum. i i i i i i i ; i ■ i111 i i i i i i 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.