Vísbending


Vísbending - 06.03.1998, Blaðsíða 4

Vísbending - 06.03.1998, Blaðsíða 4
D ISBENDING Rafeyrir Internetið er ekki enn orðin sú féþúfa sem sumir héldu fyrir nokkrum árum. Sá möguleiki sem flestir gældu við fyrir nokkrum árum var að Internetið y rði ofurmarkaður framtíðarinnar. Þetta átti að verða svo einfalt. Þú ferð inn á netið skoðar í búðir í rólegheitum og berð saman verð og þjónustu. Þegar þú ert síðan tilbúinn getur þú pantað vöruna og húnersendtil þínumhæl. Reyndinhefur verið sú að margir skoða en fáir kaupa. Fjölmargar verslanir eru á netinu og þar er hægt að kaupa vörur, allt frá bókum og geisladiskum upp íbifreiðar. Vandamál- ið er það hvernig á að greiða fyrir vöruna. Til skamms tíma var talið ótryggt að senda númer á greiðslukorti yfir netið. Þetta á nú að vera komið í lag en viðskiptavinirnir hafa verið tregir til. Rafeyrir Verið er að þróa aðferðir til að leysa þetta vandamál. Þær felast í notkun svokallaðs rafeyris. Með rafeyrí er hægt að taka ut fé annað hvort af korti (snjöllu korti) eða beint af hörðum diski. En áður þarf að vera búið að leggja inn á viðkom- andi miðla. Þegarþessi greiðsluþjónusla verður fullbúin mun hún fara fram á eftir- farandi hátt. Tölva kaupandans heimilar tölvu seljandans að færa fé af reikningi kaupanda yfir á reikning seljanda. Boðin eru á dulmáli og báðir aðilar verða að gefa lykilorð til að færslan eigi sér stað. Talið er að eftir átta ár muni rafeyrir að verðmæti 8,6 milljarða Bandaríkjadala verða í umferð í heiminum og viðskiptin muni verða um 150 milljarðar dala á ári. Talið er að heildarkostnaðurinn við notk- un seðla og myntar nemi frá tveimur til fjórum prósentum af landsframleiðslu þróaðri ríkja. Ef hægt er að draga úr þessum kostnaði þó ekki væri nema um I % þá væri það gríðarlegur sparnaður. Það er því augljóst að ávinningurinn af rafeyri getur verið mikill. Svik og prettir Þegar nýjir greiðslumiðlar koma til sögunnar koma ný vandamál. Meðal þess sem menn óttast eru svik og prettir afýmsutagi.Rafeyrirmunflæðayfir Iandamæri á mun fljótlegri hátt en venjulegar peningasendingar. Auðkenni greiðandans mun ekki fylgja sendingunni (það er allt á dulmáli). Hættan á peningaþvætfi er því til staðar og einnig óttast menn skattsvik af ýmsum toga. Unnið er að því á vegum opinberra stofnana í ýmsum löndum að þróa varnir. Helstu varnirnareruþær að íjárhæðir verða væntanlega fremur lágar á þessu formi og því er minni akkur í því fyrir atvinnuglæpa- menn að nota þennan greiðslumiðil. Fölsun á greiðslumiðlinum er hins vegar vandamál sem mennóttast. Efslíkarfals- anir tækjust myndi trúin á greiðslumiðil- inn bíða hnekki. Tekur tíma Rafeyrirkannaðleiðatil nýrratækifæra í viðskiptum. Því má þó ekki gleyma að útbreiðslan kann að taka tíma, sem dæmi má nefna að greiðslukort voru kynnt tilsógunnarfyrir30árumennofkunþeirra er aðeins um 10% í almcnnum viðskipt- Vísbendingin Einstaklingar og fyrirtæki hafa á undan- förnum fimm árum keypt meira af hluta- bréfum en áður. Stundum virðast kaupin ekki vera gerð af mikilli yfirvegun. Einstaklingar kaupa hlutabréf vegna skattaafsláttar en fyrirtæki hafa stundum litið á aðra viðskiptahagsmuni þegar hlutabréf eru keypt. Menn ættu að gera sér það að reglu áður en farið er út í hlutabréfakaup að meta bæði áhættu og arðsemisvon af viðskiptunum. Heilbrigði hlutafélaga ræðst af því að hluthafar hafi arðsemi af rekstri að leiðarljósi. Aðrir sálmar Samsæri þagnarinnar? Viðskiptaráðherra neitaði Alþingi nýlega um upplýsingar um hlutabréfa- eign ríkisbankanna og dótturfélaga þeirra. Þessi viðbrögð eru óskiljanleg og ekki síst þær viðbárur að um viðskipta- leyndarmál sé að ræða. Þrennt er aðfinnsluvert við málið: a) Rfkisbankarnir eru eign almennings og hann á því fullkominn rétt á að fá að vita í hvaða hlutafélögum bankarnir eiga. b) Opinber stefna stjórnvalda er að selja bankana og kaupendur verða að vita hvað þeir eru að fá. c) Bankar eru þjónustustofnanir við atvinnurekstur og því er mjög óeðlilegt aðþeirmismuni viðskiptavinummeðþví að eiga í sumum þeirra en öðrum ekki. Víða erlendis er þetta ólöglegt. Mikilvægt er að upplýsa hvort slík mismunun er í gangi og þá hve mikil og hvar hún er. Þetta kann að vera það sem viðskiptaráðherra óttast. Allt að einu ber viðskiptaráðherra að upplýsa fyrirspyrjanda á Alþingi um hlutafjáreignina. Benda má á að fyrirtæki á Verðbréfaþingi tíunda nákvæmlega hlutabréfaeign sína í ársreikningi. Fákeppni Þegar boðin voru út 7% hlutabréfa í Islandsbanka fyrir skömmu kom það í ljós sem margir hafa óttast að kaupendur að svo stórum skammti af hlutabréfum eru ekki margir. A næstu misserum liggur fyrir rfkisvaldinu að selja stóra hluti í ríkisbönkunum þremur og Landsíma Islands. Ef ekki koma til erlendir kaupendur þá virðist víst að þessi fyrirtæki muni að stærstum hluta lenda í eign lífeyrissjóða. Lífeyrissjóðir eru ekki slæmir eigendur en hitt er varhugaverðara þegar þeir eiga að verða driffjaðrir í rekstri margra fyrirtækja. Miklu æskilegra er að hlutafé fyrirtækjanna fái raunverulega hirða, en það verður erfitt vegna þess að hér á landi eru einfaldlega of fáir aðilar sem hafa fjármuni til þess að standa í svo stórum innkaupum. ^Ritstjóm: Tómas Örn Krístinsson ritstjóri ogN ábyrgðarmaður., Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.