Vísbending


Vísbending - 24.07.1998, Blaðsíða 3

Vísbending - 24.07.1998, Blaðsíða 3
á þennan dag. Þórir Einarsson segir frá verkefiri nem- enda sinna í viðskiptadeildinni sem voru í leitaðfrábærum íslenskumfyrirtcekjum. Fyrirtækin sem fyrir valinu urðu voru: BM-Vallá, Eimskip, Hagkaup, Hamp- iðjan, Hekla, Hilda, IBM á íslandi, Iðnaðarbankinn, Mjólkursamsalan, Plastprent og Smjörlíki-Sól. Þó kemur ffam að ekkert tilnefndra fyrirtækja hafi fengið einkunn á öllum sviðunum átta sem líta skal til þegar metið er hvort fyrirtæki sé frábært eða ekki. Almennt var viðurkennt að ekki væri hægt að tala um ffábær fyrirtæki hér á landi. Hins vegar varð að sögn Þóris til listi yfir góð fyrir- tæki, - fyrirtæki sem vel var stjórnað. í ágúst 1987 birtist í fyrsta sinn grein í Vísbendinguum kvótakerfið eftirRagnar Ámason. Það er athyglisvert í Ijósi þess hve umtalað og umdeilt það hefúr verið síðar að ekki skuli hafa verið skrifað um það á upphafsárum þess, en það var sett á árið 1984. Ragnar segir: „Kjarni málsins er sá að óheft viðskipti með aflakvóta eru likleg til að auka stórlega hagkvæmni í fiskveiðum. Það er síðan annar handleggur, hvemig þeim ábata er skipt meðal þjóðarinnar.“ Skömmu síðar sagði Þorkell Helgason um sama mál: „Ekki leikur vafi á því að kvótakerfið, sem tekið var upp 1984, er spor í rétta átt. Úthlutun kvóta mun þó sífellt valda úlfúð. Eina færa leiðin er sú að hið opinbera selji aflakvótana á markaðsverði, jafnvel á eins konar uppboði.“ Haustið 1987 kom svo fastur ritstjóri að blaðinu á ný, Finnur Geirsson, hagfræðingur. 1988 - Stjórnarandstaða Vísbending birti ffá upphafi greinar um efnahagsmál líðandi stundar, einkum kjarasamninga. Umræðan varð hins vegar líflegri en áður, nú þegar fleiri héldu á penna. í mars segir: „Atburðir undanfarinna daga, kjarasamningar og efnahagsaðgerðir ríkisstj órnarinnar, hljóta að valda vonbrigðum. Enn á ný hefúrmistekist að brjótast út úr vítahring verðbólgunnar, þar sem fyrirsjáanleg er áfram mörgum sinnum hærri verðbólga en í viðskiptalöndum okkar.“ Þorvaldur Gylfason spyr í grein hvortgengisfelling hafi verið nauðsynleg og Olafúr Isleifs- son, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, svarar skömmu síðar að hún hafi verið ill nauðsyn. I ágúst er ríkisstjórn ráðlagt að hætta síendurteknum efnahagsaðgerðum og láta fyrirtækin standa á eigin fótum. I grein frá þeim tíma segir: „I þriðja skiptið á árinu er síðan að vænta efnahagsaðgerða sem geta gj örbreytt starfsskilyrðum fyrir- tækja og heimila. Enginn veit samt í hverju slíkar breytingar verða fólgnar og ekki einu sinni ríkisstjórnin virðist hafa hugmynd um hvaða aðgerðir verða endanlega ofan á.“ ISBENDING En þótt ritstjóri hafi ekki hrifist af efhahagsaðgerðum vorið 1988 var hann enn óhressari með „Ótraustvekjandi aðgerðir nýrrar rikisstjómar“ Steingríms Hermannssonar, enda var hún „mynduð í flýti og fyrstu efnahagsaðgerðir hennar bera þess merki.“ Það þykir frásagnarvert að í „stefnuyfirlýsingunni er að fmna skynsamlega klausu um utanríkismál.“ 1989 - Mútur nn eru áhyggjur af óstjóm i efnahagsmálum áberandi. I janúar segir ritstjóri: „Mörgum þykir líka eðli- legt að stjórnmálamenn liafi frumkvæði að því að brydda upp á nýjungum í atvinnulífi og veiti tiltcknum alvinnu- greinum brautargengi. Það er sóst eftir styrkjum, niðurgreiddum lánum, ríkisábyrgðum á erlendum lánum og sérstakri skattafyrirgreiðslu undir því yfirskini að verið sé að halda uppi atvinnu eða skjóta styrkari sloðum undir atvinnulíf landsmanna.“ En Vísbending hefur komið víða við. Eyjólfur Kjalar Emilsson skritar í júlí: „Hugleiðum aðeins... dæmi um mútur: Segjum að verktaki bjóði starfsmanni verkfræðistofú sem er að meta verktilboð frá honum í laxveiði i dýrustu veiðiá landsins. Þetta er ef til vill mútutilraun, en ekki er þar með víst að neitt sé rangt við að taka verktilboði verktakans. Kannski er það einmitt besta tilboðið en ef betur er að gáð eru rangindi enn með í spilinu. ... Strangt tekið veltur það á ætlun þess sem greiðann gerir. Sá sem vill ekki gerast sekur um mútur verður að spyrja sjálfan sig heiðarlega að því þegar hann hugleiðir boð af þessu tagi, hvað sérgangií rauninnitil: Erhannþegarallt kemur til alls að reyna að hafa annarleg áhrif á manninn? ... Það er líka athyglisvert að þegar mútur eru alsiða og allir gera ráð fyrir þeim, þá glata þær sumum af eiginleikum sínum sem mútur.“ 1990 - Veiðigjald Veiðigjald er mjög til umræðu fram eftir vori. Þorvaldur Gylfason segir í janúar: „ ... áhrifamiklir íslenskir stjómmálamenn hafa iðulegaennþámeiri trú áríkisforsjá en markaðsbúskap, þegar á reynir. Til gamans má geta þess, að jafnvel framkvæmdastjóri V erzlunarráðs Islands hefur lýst sig andvígan auknu innllutningsfrelsi í búvöruviðskiptum, eins og fram hefur komið meðal annars í Bœndablaðinu. Þá er fokið í flest skjól.“ Steingrímur Ari Arason skrifar gegn veiðileyfagjaldi. Hann segir: „Sala veiði- leyfa eykur beina þátttöku stjómmála- manna í atvinnulífinu. Hún er í andstöðu við þá viðleitni sem einkennir þróun efhahagsmála í heiminum í dag. ... Það er ekki nóg með að stjórnmálamennimir þyrftu að selja réttindin og ákveða þær sölureglur sem ættu að gilda, heldur þyrftuþeireinnigaðnásamkomulagi um ráðstöfún söluhagnaðarins. Þannig kallar kerfið á tvöfalda þátttöku þeirra. Þetta kerfi jafngildir þjóðnýtingu og því eru allir ókostir hennar óhjákvæmilegir. ... Gagnstætt því sem haldið hefur verið fram má færa efnahagsleg rök að því að sala veiðiréttinda til hæstbjóðenda myndi festa óhagkvæma útgerð í sessi og leiða til viðvarandi offjárfestingar í fiski- skipum.“ I lok maí hvarf Finnur Geirsson til starfa sem forstjóri Nóa-Síríuss. Til starfa tók Sigurður Jóhannesson hagfræðingur. í júlí birtist verðbólguspá fyrir árin 1990 og 1991. Búist var við því að sumarið 1991 yrðiverðbólgan25%. ÓlafiRagn- ari Grínissyni, fjármálaráðherra varð af því tilefiii að orði :„Vísbending var virt blað.“ I raun komst hraðinn mest í 14% m.v. 3 mánuði. Það er útbreiddur misskilningur að verðbólgan hafi dottið niður í núverandi stöðu árið 1990 en í raun varð það ekki l'yrr en tveimur ámm seinna. 1991- Gjaldþrot banka? Iupphafi árs voru hagfræðingar vantrúaðir á að lækkun verðbólgunnar væri varanleg. Ágúst Einarsson sagði i janúar: „Hvort fylgt verður skynsömum ráðleggingum hagfræðinga eða ekki og hvort þrek og hugrekki sé til staðar að ráðast að rótgrónum vandamálum er ómögulegt að segja til um. Prófessor Parkinson sem Parkinsonslögmálið er kennt við sagði líka: Það er ekki í verkahring grasafrœðings að reyta illgresi úr görðum manna. Hann gerir skyldu sina, efhannsegirtilum, hvehratt jbað vex.“ í lok júní er þess getið að „ný ríkisstjóm ætli að ganga skemmra í stuðningi við fyrirtæki á landsbyggðinni en fyrri stjóm. Þó fer því fjarri að slíkur stuðningur hafi verið lagður af og er 300 milljóna ljárveiting til fiskeldis dæmi um það.“ 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.