Vísbending


Vísbending - 16.10.1998, Síða 2

Vísbending - 16.10.1998, Síða 2
ISBENDING Hvað er kreppa? Kreppa herjarnú í nokkrumríkjum og óttast er að hún eigi eftir að breiðast út og verða heimskreppa. Þeim fer fækkandi sem upplifðu kreppuna miklu á þriðja og fjórða áratug þessarar aldar en hún er sennilega sú viðmiðun sem almennust er þegar talað er um kreppu. „Kreppan mikla“ var hún kölluð vegna þess að hún hafði mikil og varanleg áhrif um allan heim. Kreppuna miklu má rekja óbeint til afleiðinga heimsstyrjald- arinnar fyrri en að hluta má rekja hana til áhrifafjöldaffamleiðsluiðnvæðingarinn- ar sem hófst um aldamótin og hafði mikil þjóðfélagsleg og efnahagsleg áhrif. Kreppan mikla markar einnig upphaf á vegsömun hagfræðinnar sem alvöru- fræðigreinar. Það hvað kreppa er, hverjar eru orsakir hennar og hverjar verða afleiðingamar er hins vegar óljósara en hér á eftir verður reynt að varpa ljósi á þetta fyrirbæri. Vanstillt vél fnahagskerfí heimsins má líkja við gríðarlega stóra vél sem er gerð úr fjölmörgum mismunandi hreyfanlegum hlutum. Hópur misfærra tæknimanna sér um að halda vélinni við en það er enginn einn sem hefur yfírumsjón með viðhald- inu og nokkur rígur er milli manna um það hvemig skuli standa að því. Vélin gengur látlaust og nær oftast að vinna án þess að hiksta jafnvel þótt einhverjar bilanir herji á hana. Stöku sinnum verða þó alvarlegar bilanir sem valda því að vélin hikstar eða hægir á sér. Orkugjafmn Peningaflæði erþað sem veitir vélinni orku. Það eru þó ekki peningar sem slikir sem veita henni orku því að ef allir geymdu peningana sína undir koddanum og engin viðskipti yrðu þá myndi vélin stoppa alveg. Drifkrafturinn er því flæði peninga, hvort sem það verður til vegna þess að peningarnir em lagðir í sparnað og mynda þannig lánsfé fyrir aðra eða þeir notaðir til að greiða fyrir vöru eða þjónustu. Bylgjur Vegna þess að orkugjafmn sem vélin fær er settur inn í vélina á mismun- andi stöðum og í mismiklu magni gengur illa að stilla hana þannig að hún gangi alltaf af sama krafti. Því verða bylgju- hreyfíngar um alla vélina þar sem mis- munandi hlutar ganga mishratt og stund- um flæðir of mikil eða of lítil orka á milli hluta og veldur þenslu eða samdrætti. Tæknimennirnir sem sjá um viðhaldið hafa ýmis ráð, misgóð, til að stýra orku- flæðinu. Þeir geta fitlað við orkugjafann, bæði með því að reyna að stýra peninga- magni i umferð og með því að reyna að stýra notkun peninga, t.d. með vöxtum eða gengisbreytingum en einnig eru til önnurráð svo sem fjárútláthins opinbera. Orsakir og afleiðingar ótt kreppan mikla sé gjaman rakin til verðfalls á hlutabréfamörkuðum í New York í október 1929 þá er það allt of mikil einföldun. Fram í september það ár hafði hlutabréfamarkaðurinn verið á blússandi siglingu. Margir höfðu þá trú að verð gæti hækkað endalaust og til að vera með í spilinu tóku menn lán til að Ijármagna þátttökuna. Síðan fór raun- veruleikinn að læðast að mönnum, þessar væntingar gátu einfaldlega ekki staðist. Þá fóru menn að halda að sér höndum og þá fór vélin að hiksta. Hrunið tók reyndar nokkur ár. í Bandaríkjunum varþað hrun lánastofnana sem hafði víðtækustu afleið- ingarnar. Lán vom ekki greidd til baka og því gátu bankamir ekki greitt út sparifé þegar þess var óskað. Þetta olli því að fjöldi fólkstapaði aleigunni oghinirhéldu að sér höndum, drógu úr notkun peninga. Það sem menn lærðu af kreppunni var að setja þyrfti strangar leikreglur sem kæmu í veg fýrir að byggðar væru skýjaborgir sem fjármagnaðar væru með lánsfé og stæðu á ótraustum grunni. Það hefúrhins vegar ekki tekist alveg í framkvæmdinni. Tiltrú að er svolítil einfoldun, en ekki eins mikil og menn kynnu að ætla, að segj a að væntingar séu helsti áhrifavaldar kreppu. Brjálæðisleg bj artsýnisköst valda ofþenslu og í kjölfarið fylgja svartsýnis- köst sem eru engu betri og magna áhrifm af samdrættinum mun meira en þyrfti. Flestar aðrar forsendur efnahagskerfísins eru óbreyttar, framleiðslugeta iðnlyrir- tækja er sú sama, afkastageta fólksins er óbreytt og raunvemlegir peningar em til í sama magni og áður. Það versta sem getur komið fyrir er að almenningur, minnugur reynslunnar, hættir að eyða peningunum sínum og fer að leggja þá íýrir til að eiga varasjóð til að geta lifað kreppuna af. Og það gerist næstum alltaf. Dómínóáhrif egar kreppa er hafín er næstum ekkert sem getur stöðvað hana. Astæðan er samþætting ólíkra liða í keðjunni. Vélin samanstendur af hlutum sem virka saman og ef einn bilar getur hann haft áhrif á þann næsta og svo koll af kolli. Oftast verður það með þeim hætti að fjármála- stofhun lendir í vandræðum og verður gjaldþrota. Það veldur því að sparifjár- eigendur óttast um sinn hag og einhverj ir tapa fé. Það getur leitt til annarra gjald- þrota og síðan koll af kolli. A sama tíma fara neytendur að halda að sér höndum, þora ekki að kaupa lramleiðsluvörur fýrir- tækj anna sem verða að draga úr ums vifúm og segja upp fólki vegna minni eftirspum- ar. Minni eftirspurn leiðir til þess að birgjar fá minni pantanir, verð lækkar og fólki er sagt upp. Inngrip Yfirleitt reyna stjómvöld að andæfa þegar séð er að kreppa vofir yfir. Þó em dæmi um að einstaklingarhafi komið í veg fýrir hrun, t.d. er fjármálajöfurinn John Pierpont Morgantvisvartalinn hafa bjargað bandarísku efnahagslífi ffáhmni í upphafi aldarinnar en til hans leituðu bankamenn þegar þeir voru komnir í óefni. Honum tókst að fýlkja mönnum til aðgerða sem nægðu til að afstýra ástandi sem víst er að hefði leitttil kreppu. Seðla- bankar og ýmsar alþjóðastofnanir, helst Alþj óðagj aldeyrissj óðurinn, hafa fengið það hlutverk að meta líkurnar á því að kreppa skelli á og grípa til aðgerða í tíma til að hægt sé að koma í veg fýrir hana. Aðgerðir að er engin ti 1 viljun að helsta umræðu- efni fjölmiðla heimsins í fjármálum um þessar mundir eru vaxtalækkanir sem búist er við að hinir og þessir seðlabankar grípi til. Ahrifamesta aðgerð seðlabanka felst í því að reyna að örva neyslu og snúa þannig við þeirri þróun að almenn- ingur dragi úr neyslu vegna hræðslu en jafúframt er fýrirtækjunum gert léttara að bregðast við samdrætti með lægri vaxtakostnaði. Björgun baktrygginga- sjóðsins LTCM í Bandaríkjunum er annað dæmi um aðgerðir sem seðlabankar grípa til.I því tilviki skipti það ekki síður máli hveráhrifgjaldþrots fjármálastofn- unar á viðhorf almennings hefðu orðið en beinn skaði sem af slíku gjaldþroti hlytist. Vélin hikstar élin sem talað var um hér í upphafi er farin að hiksta á nokkrum stöðum og tæknimennirnir hafa gripið til ráðstaf- ana. Sennilegt er að vélin eigi eftir að hægja verulega mikið á sér en hún mun aldrei stöðvast. Þegar gangurinn verður orðinn of hægur munu viðhorfin breytast, bjartsýni mun ríkja á ný og þá mun vélin ná fullum krafti og hringrásin heldur áfram. 2

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.