Vísbending


Vísbending - 16.10.1998, Síða 3

Vísbending - 16.10.1998, Síða 3
ISBENDING Mikilvægi fjármálastofnana Ií Mikilvægi ijármálastofnana ' öllu krepputalinu hefur óttinn við gjaldþrot fjármála- .stofnana og alvarlegar afleiðingar af slíkum atburðum fengið byr undir báða vængi með nýlegum ummælum seðlabanka- stjóra Bandaríkjanna, Alans Greenspans. Hann sagði að aðalhættan sem steðjaði að bandarísku efnahagslífi væri ijármálageirinn. Þótt ekki væri enn komið að lánakreppu væri auglj óst að fyrirtæki ættu erfiðara með að útvega sér lánsfé nú en áður þar sem bankar og aðrir lánardrottnar tækju nú mun meira mið af áhættu við lánveitingar en áður. Fjárfestar leituðu í áhættuminni valkosti og gerðu mun meiri kröfúr til lántaka en áður. Þetta ætti ekki bara við um lánveitingar ti! erlendra fyrirtækja heldur drægi einnig úr áhuga á lánveitingum til innlendra fyrirtækja. Greenspan sagði einnig: „Þessi miklu umskipti í þá átt að vilja halda í lausafé eru ekki markaðsfyrirbæri. Þetta eru óttaviðbrögð af sálrænum toga.“ Eignir banka Heildareignir banka i heiminum eru mjög miklar. í Bandaríkjunum einum er áætlað að þær hafi verið um 5.000 milljarðar Bandaríkjadala árið 1994. Tafla 1 sýnir eignir banka í nokkrum löndum, ásamt verðmæti hlutabréfa á markaði og verðmæti útgefmna skuldabréfa. I Bandaríkjunum nálgast verðmæti heildareigna banka það að vera 70% af landsframleiðslu. Bankakerfið getur verið viðkvæmt fyrir áföllum því að oft er eiginfjárhlutfall undir 10%. Viðskipti milli banka eru einnig mjög mikil og ef einn banki lendir í þroti er mikil hætta á að það hafi mjög víðtækar afleiðingar um allt ijármálakerfið. í flestum löndum ábyrgjast stjómvöld sparifé einstaklinga með einum eða öðrum hætti. Stundum er seðlabanki viðkomandi lands örþrifalánveitandi og stundum taka stjómvöld beina ábyrgð á öllum innstæðum einstaklinga í bönkum en sums staðar er þessi ábyrgð takmörkuð á einhvem hátt. Bönkum hefur fækkað r Asíðustu áratugum hefur bönkum fækkað í flestum löndum. Tafla 2 sýnir fjölda banka 1995 og fækkun frá því ári þegarbankarvoru flestireftir 1980. 1 löndunum sem talin eru upp í töflunni urðu rúmlega 7.400 samrunar eða yfírtökur bankastofnana á ámnum 1989 Lausafjárkreppa Lausafjárkreppa eins og lýst er í upphafi greinarinnar gelur haft mjög Tafla 1. Verðmæti verðbréfa og eignir banka í nokkrum löndum Hlutafjár-! Skulda- Eignir Alls % af markaður bréf banka VLF Bandaríkin 6.858 11.051 5.000 22.908 315,8 Japan 3.667 5.325 7.382 16.374 318,9 Þýskaland 577 2.178 3.752 6.508 269,8 Frakkland 522 1.483 2.923 4.928 320,3 Bretland 1.408 826 2.424 4.658 421,5 Ítalía 210 1.619 1.514 3.342 307,4 Kanada 366 674 516 1.556 275,1 Holland 357 387 808 1.552 392,4 Spánn 198 364 840 1.402 250,6 Belgía 105 471 734 1.310 486,6 Svíþjóö 178 418 203 799 346,5 Lúxemborg 30 17 555 602 3.125,1 Tafla 2. Fjöldi banka í nokkrun löndwn r Flestar (eftir 1980) ^ 1995 Ár % br. Belgía 150 163 1992 -8,0 Finnland 352 631 1985 -44,2 Frakkland 593 1.033 1984 -42,6 Þýskaland 3.487 5.355 1980 -34,9 Ítalía 941 1.109 1987 -15,1 Holland 174 200 1980 -13,0 Spánn 318 378 1982 -15,9 Sviþjóð 112 598 1980 -81,3 Bretland 560 796 1983 -29,6 Bandaríkin 23.854 35.875 1980 -33,5 Japan 571 618 1980 -7,6 Kanada 1.030 1.617 1984 -36,3 Ástralía 370 812 1980 -54,4 Noregur 148 346 1980 -57,2 ,Sviss 415 499 1980 -16,8j til 1996 og af þeim urðu þrír afhverjum íjórum samrunum í Bandaríkjunum. Verðmætaaukning vegna þessara samruna er metin á um 430 milljarða Bandaríkjadala á þessum átta ámm. neikvæð áhrif á efhahagskerfíð. Vaxtamunur eykst og fýrirtæki sem áður gátu aflað sér lánsljár með einföldum yfirdrætti horfa fram á að yfirdrátturinn er afnuminn eða skertur og önnur lántaka er jafnframt orðin dýrari og erfiðari. Vextir hækka og í eðlilegu árferði myndi slíkt draga að fjárfesta sem vilja nýta sér hagstæðari kjör en þessir sömu ljárfestar greina hræðsluna hjá bönkunum og færa sig í enn öruggari spamað, ríkisskuldabréf og áþekk gæðabréf, og þar með er lausafjárkreppan orðin að veruleika. Til að höggva á þennan hnút lækka seðlabankar vexti og reyna þannig að þrýsta á bankana að gera slikt hið sama en vegna þess að gæðaflokkun á lántakendum er orðin mun stífari en áðurgetur verið erfitt að brjótast út úr hringnum. Búist er við að bandaríski seðlabankinn muni lækka vexti frekar en orðið er en hann hefur þótt vera heldur seinn til og sumir telja hann hafa átt sinn þátt í því að auka á þau vandræði sem nú steðja að í efnahagsmálum heimsins. Osennilegt er að einn seðlabanki hafi slík áhrif. Vandinn er af öðmm toga og á meðan ekki er ráðist að vandanum sem steðjar að fjármálastofnunum í Japan vofir þar yfir hrun sem gæti haft víðtækar afleiðingar. Heimildir: Financial Times, Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn, Wall Street Journal. Tafla 3. Fimmtán stœrstu bankar heimsins Stærstu bankarnir r Inokkur ár röðuðu japanskir bankar sér í efslu sætin á listanum yfir stærstu banka heimsins. Nú er öldin önnur. Japönsku bankarnir víkja fyrir bönkunt frá öðrum löndum og virðast svissneskir bankar vera á mikilli siglingu upp listann í kjölfar samruna stórra banka þar í landi. Tafla 3 sýnir 15 stærstu bankaheimsins. Sá banki sem féll mesl á listanum yfir 100 stærstu banka heimsins var Toyo í Japan en hann hrapaði úr 48. sæti í það 90. frá árinu 1996 til ársins 1997. 97 96 Banki (land) Eignir m rð.$) 117/28 UBS (Sviss) 742.673 2 1 Tokyo-Mitsubishi (Japan) 665.627 3 2 Deutsche Bank (Þýskal.) 586.440 4 10 Iðnaðar og verslb. Kína 489.110 5 11 HSBC Holdings (Bretl.) 473.434 6 3 Sumitomobanki (Japan) 471.798 7 40 Crédit Suisse (Sviss) 471.389 8 5 Dai-Ichi Kangyo (Japan) 423.884 9 7 Sanwabanki (Japan) 420.633 10 4 Crédit Agricole (Frakkl.) 418.092 11 8 ABN Amro (Holland) 412.853 12 16 Société Générale (Frakkl.) 409.217 13 6 Fujibanki (Japan) 404.341 14 12 Norinchukinbanki (Japan) 394.816 15 9 Sakurabanki (Japan) 392.032 3

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.