Vísbending


Vísbending - 26.03.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 26.03.1999, Blaðsíða 3
ISBENDING Ur draumsvn í framkvæmd ' 1 . Tómas Örn Kristinsson ‘ cSajjP m Rekstrarhagfræðingur eir voru fáir sem spáðu vel fyrir þeirri hugmynd að lönd Evrópusambandsins myndu sameinast um einn gjaldmiðil þegar hún kom fyrst fram fyrir nokkrum áratugum. Flestum fannst óeðlilegt að ætla að lönd eins og Þýskaland og Frakkland með virta gjaldmiðla gæfu þá upp á bátinn fyrir draumsýn sem lítil von væri að rættist. Draumsýninni hefur nú verið hrint í framkvæmd og ellefu af fimmtán ríkjum Evrópusambandsins hófu að feta sig eftir hinum vandrataða stíg samvinnu í peningamálum um síðustu áramót. Margt bendir nú til þess að væntingar upphafsmannanna um sterkan sameiginlegan gjaldmiðil, sem verði þriðji fóturinn í myntkerfi heimsins ásamt Bandaríkjadal og japönsku jeni, eigi eftir að rætast. Sameiginlegar stofnanir Erfiðasti bitinn sem sumar aðildarþjóðirnar þurftu að kyngja var ekki að fá nýjan gjaldmiðil heldur að þurfa að gangast undir það að Seðlabanki Evrópu setti og réði framkvæmd peningamálastefnu fyrir öll aðildarríkin. Sjálfstæði Seðlabankans var grundvallarskilyrði fyrir því að Þjóðverjar tækju þátt í samstarfinu en um leið var það helsti þyrnirinn í augum Frakka. Tiltölulega lítil reynsla er komin á þetta fyrirkomulag en búast má við deilum og þrýstingi á Seðlabankann þegar hann verður að taka ákvarðanir í gengis- og vaxtamálum sem kunna að hafa neikvæð áhrif á efnahagsástand í sumum aðildarríkjanna. Sú ofuráhersla sem lögð var á að væntanleg aðildarríki uppfylltu þau skilyrði sem sett voru fyrir þátttöku endurspeglar það álit að aðildaiTÍkin verði að taka sér tak, sérstaklega í ríkisfjármálum, til að samvinnan geti gengið án innbyrðis togstreitu frá upphafi. Akvarðanir Seðlabanka Evrópu í vaxta- og gengis- málum hafa einkennst af varfærni enda hefur þróun efnahagsástands ríkjanna ellefu verið nokkuð í takti við væntingar. Engin mynt er enn komin í umferð en evran er samt notuð í viðskiptum, sérslaklega þó verðbréfaviðskiptum. Greiðslumiðlunarkerfið TARGET hefur hafið starfsemi og virðist virka vel. Daglegur fjöldi færslna í TARGET var í febrúar um 25.000 og voru heildargreiðslur um 342 milljarðar evra á dag. Peningamálastefna Markmið Seðlabanka Evrópu er að stuðla að verðstöðugleika þegar litið er til meðallangs tíma en áhersla er lögð á að ríkisfjármál einstakra aðildarríkja séu rekin á ábyrgan hátt. Ekki er gert ráð fyrir að viðbrögð Seðlabankans verði ákveðin fyrir frarn heldur verði brugðist við þeim aðstæðum sem upp koma með þeirn aðferðum sem reynsla og hyggjuvit stjórnenda bankans býður hverju sinni. Gengisþrýstingur Gengisþróun evrunnar gagnvart Bandaríkjadal hefurekki verið alveg í samræmi við þær væntingar sem menn höfðu í upphafi. Mynd 1 sýnir að undanhaldið var nokkuð stöðugt fyrstu tvo mánuðina en frá marsbyrjun hefur ákveðinn stöðugleiki náðst þrátt fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hafi öll sagt af sér öll á einu bretti en slíkur viðburður hefði oft haft meiri áhrif á gengi gjaldmiðla en þarna varð. Astæðan fyrir heldur slöku gengi evrunnar í upphafi má sennilega fremur rekja til þess ástands sem ríkt hefur í Bandaríkjunum en í Evrópu en í Bandaríkjunum hefur uppsveifla síðustu mánaða náð hámarki og hefur það endurspeglast á hlutafjármörkuðum þar. Stríðsótti á Balkanskaga, órói í írak og bröit olíuríkja hefur sennilega fremur haft áhrif í Evrópu en í Bandaríkjunum. Ekki er ósennilegt að hernaðarátök í Júgóslavíu muni veikja evruna gagnvart Bandaríkjadal þar sem aukin hernað- arframleiðsla í Bandaríkjunum mun væntanlega teygja heldur úr því góðæri sem þar ríkir og hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið þar. Seðlabanki Evrópu hefur til þessa haldið að sér höndum og vextir bankans á endurlánum hafa verið stöðugir, 3%, allt frá upphafi enda er verðbólguþróun í samræmi við væntingar. Innlánsvexlir í bankanum hafa verið 2% og vextir á yfirdráttarlánum 4,5%. Vöxtur peningamagns (M3) hefur verið heldur meiri en vænst var og er það skýrt með því að verðstöðugleiki vegna upptöku evrunnar hafi valdið lágum vöxtum sem valdi aukinni eftirsókn í fjármagn. Fleiri þátttakendur ótt ekki séu liðnir nema tæplega þrír mánuðir síðan formleg notkun evrunnar hófst virðist sem efasemdar- löndin þrjú, Bretland, Danmörk og Svíþjóð, séu farin að linast í afstöðu sinni gegn myntbandalaginu. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur t.a.m. lýst þeirri skoðun sinni að Bretland eigi að taka þátt í myntbandalaginu fljótlega og sörnu sögu er að segja af forsvarsmönnum sænskra. Skoðana- kannanir í Danmörku benda til þess að afstaða almennings þar hafi breyst og að Danir kunni að vera því fylgjandi að taka þátt í samstarfinu innan skamms. Ekki eru horfur í bráð á að Grikkland muni ná að uppfylla skilyrðin en viljinn getur flutt fjöll, jafnvel í Grikklandi. Er of langt í myntina? Almenningur í evrulöndununt hefur tiltölulega lítið orðið var við breytingarnar í sínu daglega amstri enda verða sömu peningaseðlarnir í umferð um nokkurt skeið. Ahrifin koma einna helst fram á gjaldeyris- og verðbréfamarkaði. Sú spurning er áleitin hvort ekki hefði verið rétt að skipta þegar í stað á gjaldmiðlum einstakra landa og evruseðlum og -mynt. Ef rétt væri staðið að kynningu fengjust strax fram þau áhrif, aðallega jákvæð, sem stefnt er að og almenningur yrði áþreifanlega var við þá megin- breytingu sem orðin er. Með því að draga umskiptin til ársins 2002 er hætt við að almenningur fái þá mynd að evran sé ekki raunveruleg heldur einhvers konar staðall eða hugmynd sern stefnt er að. Drátturinn kann því að virðast eins og umþótt- unartími og fólk kann að fá það á tilfinninguna að hægt verði að hætta við allt saman ef illa fer, en sú er ekki raunin. Helstu heimildir: ECB og Pacific Exchange Rate Service Mynd I.Gengievru gagnvart Bandaríkjadal ^^^^cxicIcvicvioScococo oooooooooooo 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.