Vísbending


Vísbending - 26.03.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 26.03.1999, Blaðsíða 1
ISBENDING rit u m viðskipti og efnahagsmál 26. mars 1999 12. tölublað 17. árgangur Á sjó - ólgusjó Þegar sjávarútvegurinn fær á sig brotsjó tekur þjóðarskútan dýfu. Hagkerfið er enn samofið sjávar- útveginum þó svo að þau tengsl hafi minnkað á síðastliðnum árum. Stærstu fyrirtæki landsins tengjast sjávarútvegi annaðhvort sem sölusamtök eða vinnslu- og útgerðarfyrirtæki. Fréttir af afkomu og stjórnarbreytingum í _____ mórgum af þessum fyrirtækjum hafa tröllriðið fréttaflutningi undanfarið. Þá hefur mörgum þótt gaman að lifa en öðrum það sárt. Góðar fréttir Mörg fyrirtæki gengu vel á síðasta ári og eru á verulegri uppsiglingu. SÍF skilaði 226 milljón króna hagnaði af reglulegri starfsemi eftir skatta á síðasta ári sem er 77% aukning frá árinu á undan. Samherji skilaði 407 milljónum í hagnað af reglulegri starfsemi, sem er aukning um nær 350% frá árinu á undan. Dótturfyrirtæki beggja fyrirtækja skiluðu einnig góðum hagnaði. Þormóður rammi-Sæberg jók hagnað af reglulegri starfsemi úr201 milljón króna í 302 milljónir, sem er rúmlega 50% aukning. Loks breyttu bæði Skag- strendingur og ÚA taprekstri í hagnað á árinu. hagnaði af reglulegri starfsemi árið 1998 en 1997, hann minnkaði um 94% hjá fyrrnefnda fyrirtækinu og 47% hjá því síðarnefnda. Taprekstur af Tanga nemur 32 milljónum en hagnaður ársins 1997 var 66,5 milljónir króna og Borgey heldur áfram að tapa. Mynd 1. Þróun afkomu sölusamtakanna þriggja (milljónir króna) Benedikt Sveinsson fór í leiðangur til Bandaríkjanna til að reyna snúa vörn í sókn á þeim markaði. Róbert Guðfinnsson tók stjórnarformennsku SH af Jóni Ingvarssyni og var í kjölfarið samið um starfslok Friðriks Pálssonar, forstjóra SH, sem hefur stýrt fyrirtækinu frá árinu 1986. Þá vakti athygli að Sighvatur Bjarnason sagði nýlega upp sem framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar. Kröfur markaðarins K Slæmarfréttir Þrátt fyrir nokkrar góðar fréttir er mun meira um slæmar fréttir af sjávarútveginum en góðar. Hæst ber tap íslenskra sjávar- afurða sem „landaði" rúmlega 900 milljón króna tapi af reglulegri starfsemi fyrir skatta, sem er sigling niður á við frá 159 milljón króna tapi árið áður. Á sama tíma minnkaði hagnaður Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna af reglulegri starfsemi fyrir skatta niður í 97 milljónir úr 397 milljónum, sem sé um 76%. Síldarvinnslan og Hraðfrystihús Þórshafnar skila töluvert minni Stj órnarbrey tingar s Isjálfu sér hafa afkomutölur ekki fengið mesta athygli í stórsjó athafnalífsins heldur miklu frekar breytingar á stjórnun og hugmyndafræði fyrirtækja. Strax í upphafi árs varð uppstokkun hjá ÍS þar sem Finnbogi Jónsson kom úr forsæti Sfldarvinnslunnar til að standa í brúnni, Mynd 2. Þróun á verðmœti útflutnings i síld og loðnu (milljónir króna) röfur hluthafa um betri afkomu eða áherslubreyt- ingar virðast í auknum mæli hafa áhrif á stjómskipulag fyrirtækja og ábyrgð stjórnenda er að taka á sig þá mynd að þeir verði að taka pokann sinn ef illa gengur. Þó er ekki þar með sagt að allar breytingar megi fyrst og fremst útskýra sem afleiðingu af kröfu um betri afkomu. Stundum eru einfaldlega aukin völd en ekki aukin skilvirkni höfð að leiðarljósi og stundum er það spurning um áherslubreytingar, spurning um forgangsröðun verkefna. Slíkar breytingar þurfa þó ekki að leiða til betri afkomu eða aukinnar skilvirkni. Engu að síður er það hollt fyrir flest fyrirtæki að opna fyrir nýjar hugmyndir sem leiða til nýrra tækifæra en um leið er alltaf hættan á að missa styrka stjórnun og stöðugleika fortíðarinnar. Sölusamtökin þrjú Hvorki IS né SH átti miklu láni að fagna á síðasta ári. Þau hafa reyndar verið mjög samstíga á síðustu þremur árum bæði hvað varðar markaði og einnig hvað varðar versnandi afkomu. Frægt er orðið þegar fyrirtækin bitust um fiskréttaverksmiðjuna í Gelmer í Frakklandi og það má sjá áberandi fylgni í afkomu fyrirtækjanna síðustu þrjú ár. (Framhald á síðu 4) 1 Fyrirtæki sem tengjast sjávarútveginum hafa upplifað síðasta ár á mjög mismunandi hátt. 2 Ríkur verður sá maður sem leggur fyrir og ávaxtar fé sitt af skynsemi í stað þess að sóa því. 3 Tómas Örn Kristinsson rekstrarhagfræðingur fjallar um þróun evrunnar og framtíð hennar. 4 I framhaldi af fyrstu síðu er fjallað um tengingu árangurs fyrirtækja og efnahagsaðstæðna.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.