Vísbending


Vísbending - 16.04.1999, Blaðsíða 4

Vísbending - 16.04.1999, Blaðsíða 4
V ISBENDING (Framhald af síðu 2) hærra en svarar til meðalhagnaðar á einingu. Með öðrum orðum, efkvóti er lítill þá kaupa útgerðarfyrirtækin hann á háu verði en eru jafnframt rekin með tapi. Þetta kann að þykja þver- sagnarkennt, en er fyllilega eðlilegt. Útgerðarfyrirtæki sem kaupir kvóta á jafnvægisverðinu (P1 á myndinni hér fyrir ofan) tekst að greiða nokkurn hluta fasta kostnaðarins þó svo því takist ekki að greiðahann allan. Kysi fyrirtækið að leggja skipi sínu þyrfti það samt sem áður að standa straum af öllum fasta kostnaðinum. Með því að kaupa kvóta, þótt á háu verði sé, er fyrirtækið að halda tapinu i lágmarki. Það er því ljóst að hefðbundin kennslubókarhagfræði skýrir fyllilega verðmyndun kvóta á kvótamarkaði á íslandi. Samt sem áður afskrifar ÞffS kennslubókarhagffæðina umræðulaust í skýrslu sinni. Engin heildstæð kennisetning er sett ffam í staðinn, því aðeins haldið ffam að kvótaverðið ráðist af jaðarhagnaði hagkvæmustu fyrirtækjanna, þ.e.a.s. að verðið sé hærra en P1 á myndinni hér fyrir ofan. Með öðrum orðum, ÞHS heldur því fram að leiguverðið á kvótanum sé óháð lfamboðinu! Já, en eru þá ekki til einhver frávik frá kennslubókarlíkaninu sem lýst er hér að ofan, kann lesandi að spyrja. Jú, mikil ósköp. Það er hugsanlegt að seljendur kvóta geri með sér samkomulagum að setj a ekki allan kvóta á markað, þ.e.a.s. að kvótahafar komi ffam sem einkasali. Ef tilgáta ÞHS ætti að standast þyrftu þeir reyndar að vera einkasalar sem mismuna viðskiptavinum (discriminating monopolist) og leigja sumum útgerðarfyrirtækjum kvóta á hærra verði en öðrum. Grunnforsenda fyrir slíku atferli er að ekki sé til staðar eftinnarkaður með þá vöru eða þjónustu sem í boði er, því að ella tækju fyrirtækin sem fengju kvóta leigðan á lágu verði að sér að hafa milligöngu um leigu á kvóta til fyrirtækja sem ella ættu aðeins kost á kvóta á háu verði. Sjálfsagt má upphugsa fleiri aðstæður er kynnu að orsaka frávik frá kennslubókarlíkaninu. En telji ÞHS að aðstæður séu þannig að líkanið fái ekki staðist þá stendur sú kvöð upp á ÞHS að sýna fram á í hverju ffávikin liggja og segja sannfærandi sögu þar að lútandi. Niðurstaða um ÞHS amandregin niðurstaða er þessi: Nota má hefðbundna kennslu- bókarhagfræði til að skýra mismun leiguverðs á þorskígildistonni og meðal- hagnaðar útgerðarfyrirtækis á þorsk- ígildistonn. Sjómannasamtökin hafa haldið fram með sannfærandi rökum þeirri viðbótarskýringu að þvinguð þátttaka sjómanna í kvótakaupum skýri hátt leiguverð á kvóta. ÞHS ræðir hvoruga þessara skýringa. Skýringar- tilraun ÞHS er afar ósannfærandi. Heildamiðurstaða undirritaðs er að ÞHS hafi ekki vandað sig nægjanlega við samningu og frágang umræddrar skýrslu. Plaggið minnir reyndar meira áfyrstudrögenendanlegaskýrslu. ÞHS þyrfti að huga að stórum atriðum jafnt sem smáum áður en skýrslan getur talist fullfrágengin: 1 núverandi útgáfu sýnir ÞHS lesandanum t.d. ekki þá tillitssemi að rifja upp fyrir honum hvað aðrir hafa ritað um mikilvæga málsþætti. Stofnunin kastar mikilvægum kenni- setningum hagfræðinnar um verð- myndun á markaði fyrir róða án umræðu. Umræða um flókin álitaefni á borð við tengsl raungengis og sjávarútvegs er í skötulíki og er engu líkara en höfundar hafi ekki gefið sér tíma til að setja sig inn í rök helstu málshefjenda! Það er miður að ÞHS skuli misstíga sig með þessum hætti á fræðasviðinu. Ámi Magnússon prófessor og handrita- safnari hafði virðingarverða afstöðu til rangályktana kollega sinna: „Svo gengur það í heiminum, að sumir hjálpa erroribus á gang, og aðrir leitast síðan við að útrýma þeim sömu erroribus. Hafa svo hvorir tveggj a nokkuð að iðj a.“ Hingaðtilhafaalmenningurogfjölmiðlar gjaman litið til ÞHS sem erroribus- útrýmanda. Það er vonandi að ÞHS endurskrifi skýrslu sína með slíkum hætti að svo geti orðið áfram. Þá hefur iðja okkar allra orðið til nokkurs góðs. Lokaorð að er mikill fengur af að auðlindanefhdin skuli gefa almenn- ingi innsýn í þau vinnugögn sem hún hefur í höndum. Sé gengið út ffá að þær álitsgerðir sem nefndin birtir í áfanga- skýrslunni séu dæmigerðar fyrir annað efhi óbirt má fullyrða að nefndin eigi enn nokkuð starfóunnið. Æskilegt væri að nefndin héldi áíf am á þeirri braut sem hér er mörkuð og birti greinargerðir sem hún hefur látið vinna fyrir sig eftir því sem þær liggja fyrir, að því tilskildu að efnið sé komið á birtingarstig. , Athugasemd Isamanburði á olíufélögunum þremur í síðustu viku var talað um hagnað eftir skattahjá Skeljungi þegar rétt hefði verið að tala um hagnað fyrir skatta. I meðfylgjandi töflu má sjá skýrari samanburð á hagnaðartölum þeirra. í lok greinarinnar er einnig talað um að álögur ríkis á bensín séu 97% af verði, rétt væri að segja að álögurríkis eru 97% á innkaupsverð á bensíni. l'sso Olís Skeljungur Hagn. f/skatta 612.093 292.359 198.655 Breyting m/ára 31,58% 82,74% 104,91% Hagnaður ársins 394.235 281.775 242.497 Breyting m/ára 38,22% 133,37% 228,16% Aðrir sálmar ----------------------------------✓ ( ! á Samkeppnisskortur Stöð 2 sýnir um þessar mundir þáttaröð um Sambandið. Þar er skilmerkilega rakið hvemig því voru stöðugt tryggð forréttindi í atvinnu- lífinu vegna þess að það var bændafélag. Bændur njóta enn þann dag í dag þeirra forréttinda að fá annað og meira greitt fyrir sína vinnu en neytendur greiða fyrir vöruna. Það má reyndar deila um það hvort þetta hafi orðið þeim til góðs, því að í raun þurfa þeir að keppa í samkeppnisþjóðfélagi með sína vöru þótt kjöt og mjólk njóti enn verndar. Reynslan sýnir að þeir sem búa í vemduðu umhverfi em síður til baráttu fallnir en hinir sem þurfa stöðugt að sanna sig. Þrátt fyrir það em mjólkur- framleiðendur víða um land enn feimnir við að fara inn á höfuðborgarsvæðið. Mjólkursamsalan „á“ Reykjavík. Svo kaldhæðnislegt sem það virðist, er nú von manna um samkeppni á því sviði sú, að KEA er að færa út kvíarnar til Reykjavíkur. Kannski ferþað kaupfélag líka í samvinnu við einkaaðila um þetta mál. Það væri í eðlilegu samræmi við aðra þróun þar nyrðra. Olíufélagið mótmælir hástöfum þegar talað er um að fella niður verð- jöfnun á olíu og hótar þvi að verð hækki víða um land verði það gjald fellt niður. Aðrir sjá að gjaldið færir aðeins tekjur milli fyrirtækja og Samkeppnisstofnun hefur lýst því yfir að gjaldið stríði gegn eðlilegum viðskiptum. Stjómvöld hika enn og aftur við að taka af skarið og vilja heldur láta Briissel berja sig til hlýðni. Sannleikurinn geriryður fijálsa að var áhugavert að heyra til Guðmundar Olafssonar, lektors við viðskiptadeild Háskóla íslands, þegar hann sagði í sjónvarpinu að helsta efnahagsvandamál þjóðarinnar væri að allir helstu vitleysingar í efiiahagsmálum væru nú komnir í einn stjómmálaflokk. Viðskiptadeildin kunni hins vegar illa að meta þessa hressilegu athugasemd og deildarforseti setti ofan i við Guðmund. Það er af sem áður var að Háskólinn væri vettvangur frjálsrar ýumræðu.__________________________j ÁRitstjórn: Eyþór Ivar Jónsson ritstjóri ogfy ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartuni 23, 105 Reykjavik. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda._______________ 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.