Vísbending


Vísbending - 09.07.1999, Qupperneq 1

Vísbending - 09.07.1999, Qupperneq 1
V V i k n ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 9. júlí 1999 27. tölublað 17.árgangur Nýlega hafa birst tölur í heimspressunni yfir verð- mætustu fyrirtæki í heimi (BusinessWeek), verðmætustu vöru- merki í heimi (F inancial Times) og ríkustu einstaklinga í heimi (Fortune). Hér á landi vinnur Frjáls verslun að slíkri tölu- greiningu á íslenskum fyrirtækjum og mun hún birtast á haustmánuðum. Flestir hafa gaman af slíkum talnaleik enda er það hluti af metnaðinum sem samkeppni skapar að stefna á toppinn á slíkum listum. Langflottastur Þrátt fyrir að oft sé búið að spá því að Microsoft-veldið hafí náð hápunkti sínum hefur það aldrei staðið hærra en nú. Microsoft, framleiðandi Windows- hugbúnaðarins, er stærsta fyrirtæki í heimi, að markaðsvirði 407,22 milljarðar Bandaríkjadala. Það er 23,3% stærra en það næststærsta sem er General Electric. Þrátt fyrir málaferli og að tekjur Microsoft-fyrirtækisins hafí „aðeins" aukist um 26% á síðasta ári, í samanburði við 46% aukningu á árinu 1996, jókst virði þess um 95% að nafnvirði frá árinu áður. Á sama tíma má sjá að vörumerkið Microsoft er næst á eftir Coca-Cola yfir verðmætustu vörumerki í heiminum, metið á rúmlega 56,65 milljarða Bandaríkjadala. Bill Gates III, stofnandi og stærsti eigandi Microsoft-fyrirtækisins, er um leið, rétt eins og síðustu tvö ár, ríkasti maður í heimi. Eignir hans eru metnar á rúmlega 90 milljarða Bandaríkjadala, sem er 76,5% aukning frá sömu könnun 1998.Næsturáeftir Gates er fjármálagúrúinn og stjórnandi Berkshire Hathaway fjárfestinga- sjóðsins, Warren Buffett. Buffett þyrfti að tvöfalda eignir sínar og meira til ef hann ætlaði sér að ná Gates. Bill Gates er því á nútímamáli „langflottastur". Virðismat Sushi r Iupphafi áratugarins voru það japönsk fyrirtæki og milljarðamæringar sem voru mest áberandi á þessum listum. Árið 1989 voru 7 af 10 verðmætustu fyrirtækjum í heimi japönsk, fimm afþeim voru bankar. Efst á lista var japanska símafyrirtækið Nippon Telegraph & Telephone, þá metið á 163,86 milljarða Bandaríkjadala. Næstu þrjú ár á eftir lækkaði virði fyrirtækisins hratt, eins og annarra japanskra fyrirtækja, og var komið niður i 77,52 mi llj arða árið 1992 og var þá eina japanska fyrirtækið sem var eftir á listayfir 10 verðmætustu fyrirtæki í heimi. Árið 1993 vaknaði von um að Japansmarkaður væri að lifna við, hlutabréf hækkuðu í verði og Nippon komst aftur í efsta sæti listans yfír verðmætustu fyrirtæki í heimi sem það hélt í næstu tvö ár á eftir. Síðan þá hefúr það skref fyrir skref farið neðar á listann og er nú í þrettánda sæti þrátt fyrir að verðmæti þess hafi ekki lækkað að verulegu leyti. Önnur fyrirtæki hafa einfaldlega vaxið meira og þá netfyrirtækin mest af öllum. Árið 1990 var helmingurinn af tíu ríkustu mönnum heims frá Japan. Sá ríkasti í heimi var þá Yoshiaki Tsutsumi sem átti m.a. lestafyrirtæki og hótel. Árið 1997 var enginn japanskur milljarða- mæringur á meðal tíu ríkustu manna í heimi. Á þessum síðasta áratug aldar- innar hefur Tsutsumi tapað 15 milljörðum Bandaríkjadala að raunvirði. Netveruleikinn Hvergi hefúr verið eins gaman að lifa eins og i netveruleikanum á síðustu árum. Reyndar hefúr hamingjan ríkt í öllum tölvugeiranum ef vöxtur Micro- soft-fyrirtækisins er skoðaður. Net- fyrirtæki, en það eru fyrirtæki sem eingöngu eru til á netinu, hafa vaxið gífurlega hratt. Hlutabréfaverð í net- bókaversluninni Amazon.com hefur hækkað um 708% á tveimur árum, Y ahoo um 441% og America Online um 473%. Rekja má vöxt 19 af 50 stærstu fyrirtækjum í heimi beint eða óbeint til netveruleikans. Amazon.com er 254. stærsta fyrirtæki í heimi, metið á tæplega 19 milljarða Bandaríkjadollara (226 sinnum meira en SH, stærsta fyrirtæki íslands, á sama tírna) þrátt fyrir að það V/H hlutfallið sé -103, enda hefúr fyrirtækið aldrei sýnthagnað, ekki frekar en mörg önnur netfyrirtæki. Netveruleikinn virðist þó vera farinn að dala eitthvað sem það hláturgas sem hann hefur verið. Hlutabréf í banda- rískum fyrirtækjum sem tengjast netveruleikanum hafa lækkað í verði urn 40% frá því í apríl á þessu ári. Þessi sömu fyrirtæki og komu svo hressilega inn á markaðinn gætu því farið sömu leið til baka ef markaðinum þykir netveruleikinn ekki jafnskemmtilega raunverulegur og áður. Tafla I. Tíu rikustu menn i lieimi 1999 og uppruni auðs jicirra (miiljardar Buiularíkjaðala). Tafla 2. Tiu verðmætustu fyrirtœki i lieimi 1999 og vöxtur jieirra á milli ára. Nr. Nafn Uppruni auðs $ma. Nr. Fyrirtæki $ma. Vx. 1 William Gates (Microsoft, US) 90 1 Microsoft 407,2 95% 2 Warren Buffett (Berks. Hathaway, US) 36 2 General Electric 333,1 23% 3 Paul Allen (Microsoft, US) 30 3 IBM 214,8 97% 4 Steve Ballmer (Microsoft, US) 19,5 4 Exxon 193,9 12% 5 Phillip Anschutz (Qwest Communic., US) 16,5 5 Royal Dutch/Shell 191,3 -2% 6 Michael Dell (Dell Computer, US) 16,5 6 Wal-Mart 189,6 54% 7 S. Robson Walton (Wal-Mart, US) 15,8 7 AT&T 186,1 37% 8 Prince Alw aleed (Sádi-Arabía) 15 8 Intel 180,2 49% 9 Theo & Karl Albrecht (Aldi, Þýskaland) 13,6 9 Cisco Systems 174,1 116% 10 Li Ka-shing & fjölsk. (Cheung Kong, Hong K.) 12,6 10 BP Amaco 173,9 22% O Bill Gates stofnandi f Tómas Öm Kristinsson ^ ^ Þorvaldur Gylfason hag- æ Spákaupntennska eA I Microsofterríkaslimaður 1 rekstrarhagfræðingur Z fræðingur fjallar um , ' 1 skoðuð m.a. út frá L í heimi og Microsoft er ^ fjallar um gráðuga og j framlag íslendinga til 1 T hugmyndum Keynes um verðmætasta fyrirtækið. bíræfna svikahrappa. menntunar. brjálæði markaðarins. 7 1

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.