Vísbending


Vísbending - 03.09.1999, Qupperneq 1

Vísbending - 03.09.1999, Qupperneq 1
V V i k li ÍSBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 3. september 1999 35. tölublað 17.árgangur Tryggingarogverðbréf ] Rekstur tryggingafélaga gekk með ágætum á síðasta ári eins og reyndar mörg ár þar á undan. Þó hefur dregið verulega úr arðsemi eigin fjár á síðustu árum, árið 1996 var hún 37%, 1997 um 18% en á síðasta ári var hún 15% (meðtalin eru áhrif hluta- bréfasafns og útjöfnunarsjóðs). Engu að síður er tryggingarekstur enn með arðbærustu atvinnugreinum hér á landi. Þrír risar r Ilok síðasta árs gerðu stjórnir Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og Tryggingarhf. með sér samkomulag um hlutabréfaskipti. Þegar sameiningu þessara félaga verður lokið (að öllum líkindum fyrir áramót) verða hér á landi þrjú ráðandi tryggingafyrirtæki, Sjóvá- Almennar og Vátryggingafélagið (VIS) með35%markaðshlutdeild(íiðgjöldum) hvort og Tryggingamiðstöðin með um 27% (þ.e. samanlögð markaðshlutdeild Tryggingar og Tryggingamiðstöðvar- innar 1998). Sjóvá-Almennar juku markaðshlutdeild sína verulega á síðasta ári og jafnaði í fyrsta skipti stöðu sína gagnvart VÍS. Tvö önnur smá- fyrirtæki er einnig að finna á almenna tryggingamarkaðinum, Vörð, sem ermeð u.þ.b. 1% markaðshlutdeild, og Alþjóðlega miðlun, sem sér um tryggingar FIB og er ineð u.þ.b. 3% markaðshlutdeild. Stærð að er athyglivert að hafa í huga að öll þrjú stærstu tryggingafélögin (eftir sameiningu Tryggingar og Trygginga- miðstöðvarinnar) hafa orðið til við sameiningu tryggingafyrirtækja, Sjóvá- Almennar með sameiningu Sjóvá- tryggingafélags Islands hf. og Almennra trygginga hf. árið 1988 og Vátryggingafélag Islands með sameiningu Brunabótafélags Islands og Samvinnutrygginga ári seinna. Tíu árum siðar verður svo til þriðji risinn með sameiningu Tryggingar (sem stofnuð var 1951) og Tryggingamiðstöðvar- innar (sem stofnuð var 1956). VÍS og Sjóvá-Almennar eru mjög svipuð að stærð út Ifá veltu. Samkvæmt (óútkomnum) lista Frjálsrar verslunar yftr 100 stærstu fyrirtæki landsins árið 1998 eru þau í 23. og 24. sæti listans, Sjóvá-Almennar með tæpa 5,9 milljarða króna veltu og VIS með 5,7 milljarða króna veltu. Þetta þýðir að Sjóvá- Almennarhafafariðlfamúr VÍS ffáárinu áður hvað varðar veltu. Árið 1997 var VIS í 21. sæti á lista Frjálsrar verslunar með 5,8 milljarða króna veltu en Sjóvá- Almennar í því 24. með 5,4milljarðakróna veltu. VIS er þó mun fjölmennara fyrirtæki en Sjóvá-Almennar með 208 starfsmenn en það síðamefnda var með 129 starfsmenn að ineðaltali á síðasta ári. Tryggingamiðstöðin er númer 51 á veltulistanum með tæpa 3,3 milljarða króna veltu en sameinuð Tryggingu mundi hún hafa 4,4 milljarða króna veltu og þar með verða 35. stærsta fyrirtæki landsins. Arðsemi egar arðsemi eigin fjár trygginga- félaganna er skoðuð í ársreikningi má sjá að meðalarðsemi eigin Qár á síðustu þremur árum er hæst 23,7% hjá Tryggingamiðstöðinni en 23% hjá Sjóvá-Almennum. Á sama tíma var meðaltal arðsemi eigin fjár 19,5% hjá VÍS og 13,3 hjá Tryggingu. Þegar afkoma ólíkra tryggingagreina er skoðuð má sjá að hún er nokkuð misjöfn. Sem fyrr er arðsemi inest áberandi í almennum ábyrgðar- tryggingum og slysa- og sjúkratrygg- ingum. Á hinn bóginn voru lögboðnar ökutækjatryggingar reknar með 600 milljón króna tapi skv. ársreikningum félaganna. Ástæðan er lækkun iðgjalda um 15%haustið 1996meðtilkomuFÍB- trygginga. Iðgjöld ársins í lögboðnum ökutækjatryggingum drógust saman um 2% að raungildi frá 1997 til 1998 hjá almennu félögunum á sama tíma og tjón jukust um 3%. Iðgjöld ökutækjatrygginga 114. tbl. Vísbendingar (9. april 1999) var bent á að tryggingafélög myndu verða að hækka iðgjöld sín í kjölfar ákvörðunar Alþingis um að hækka skaðabætur. Þetta virðist hins vegar hafa farið ifam hjá flestum þar sem uppi varð fótur og fit þegar hækkun um 35- 45% varð loks að veruleika um mitt surnar. Bifreiðaiðgjöld hafa yfirleitt valdið hvað mestum usla á tryggingamarkað- inum. Fyrir tveimur árum gerðu FÍB- tryggingar stóru tryggingafyrirtækjun- um verulegan grikk með því að bjóða lág iðgj öld þegar fyrirtækið hóf starfsemi (Framhald á síðu 2) Á| Afkorna almennu trygg- ^ markaðinumþegarTrygg- ^ Elín Guðjónsdóttir við- * hann varð ekki til fyrr en'1 I ingafélaganna var með 1 ing og Tryggingamið- -2 skiptafræöingurskrifarum /| raun ber vitni. X ágætum á síöasta ári. Þrjú stööin hafa endanlega upphaf hlutafjármarkaöar- stór félög verða ráðandi á gengið í eina sæng. inshérálandiogafhverju 1

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.