Vísbending


Vísbending - 03.09.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 03.09.1999, Blaðsíða 3
ISBENDING Hvað tafði myndun í slensks hlutaíj ármarkaðar? v Elín Guðjónsdóttir . viðskiptafræðingur [ % rátt fyrir að hlutafélög og h lutafj ár- markaðir hafi verið til um aldir í mörgum ríkjum myndaðist ekki virkur hlutafjármarkaður á Islandi fyrr en á árunum eftir 1991. í grein þessari verður fyrst lýst í fáum dráttum fyrstu sporum markaðarins og síðan vikið að hugsanlegum skýringum þess að hlutafjármarkaður hér á landi varð ekki virkur fyrr en raun ber vitni. Undirstöður ikilvægar undirstöður íslensks hlutafjármarkaðar voru lagðar á árunum 1984-1985 með lögum um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri og tilkomu svokallaðra hlutabréfasjóða i kjölfar þeirra. í október árið 1985 hóf Hlutabréfamarkaðurinn hf. að kaupa og selja hlutabréf í nokkrum fyrirtækjum fyrir eigin reikning. Framtak þetta var í raun frumraun hér á landi í að koma á fót skipulögðum viðskiptum með hlutabréf. Upphaflega var Hlutabréfamarkaðurinn hf. með „viðskiptavakt“ fyrir hlutabréf fjögurra fyrirtækja. „Viðskiptavaktin" var þó ófullkomin og t.d. ekki í samræmi við skilgreiningu Verðbréfaþings íslands (VÞÍ) á viðskiptavakt í dag. Arið 1987 íjölgaði „viðskiptavökunum" og sama ár hófu þeir að auglýsa kaup- og sölugengi hlutabréfa nokkurra fyrirtækja í dagblöðum. Arið 1990 auglýstu þannig fimm aðilar reglulega gengi bréfa í um 20 félögum. Með viðskiptum þessum varð orðinn til markaður sem fellur undir gerðina tilboðsmarkaður (e. over the counter market). Opni tilboðsmarkaðurinn Dagblaðaauglýsingunum var hætt er hinn svokallaði Opni tilboðs- markaður með hlutabréf (OTM) hóf starfsemi í maí 1992. Um var að ræða samstarf stærstu verðbréfafyrirtækja landsins um skipulagðan tilboðsmarkað fyrir hlutabréf. í grein í Hagtölum mánaðarins i mars 1996 sagði m.a.: „Með stofnun OTM lauk tímabili ófullkom- innar verðskráningar hlutabréfa sem hófst árið 1985, því með tilkomu hans byggðust skráð verð hlutabréfa á raunverulegum tilboðum og viðskipt- um.“ Við upphaf OTM mátti telja hlutafélög á VÞÍ á fingrum annarrar handar en fjöldi fyrirtækja á OTM var þó nokkur (sjá töflu 1). Lögformlega telst OTM þó ekki vera skipulegur tilboðsmarkaður, engar reglur gilda urn hlutabréf hans og neytendavernd er engin. Síðustu ár hefur dregið verulega úr umfangi OTM og er þessi markaður sem áður var blómlegur nú að renna sitt skeið á enda. r Verðbréfaþing Islands ÞÍ var stofnað árið 1985, ári eftir að fyrsta skrefið að vaxtafrelsi var stigið, og höfðu forsvarsmenn þess mikinn áhuga á því að koma á fót skipulegum h lutafj ármarkaði hér á landi. Var m.a. fyrirtækið Enskilda Corporate Finance fengið til að skrifa skýrslu urn það viðfangsefni. Árið 1988 setti VÞÍ reglur um skráningu hlutabréfa, tveimur árum síðar voru fyrstu hlutabréfm skráð og loks á árinu 1991 fóru fyrstu viðskiptin með þau fram. Nokkrar skýr- ingar eru á því afhverju íslensk fyrirtæki sem höfðu verið á hinum ófullkomna tilboðsmarkaði á árunum 1985-1992 og á OTM frá stofnun hans sóttu ekki um skráningu á VÞI í fyrstu. OTM fullnægði flestum þörfum þeirra á þeim tima og forsvarsmenn margra félaga voru ósáttir við reglur VÞÍ. Auk þess má nefha að margir voru ósáttir við að hlutafjáreign í skráðum félögum skyldi færa á markaðsvirði í skattframtali í stað nafnverðs. Hið síðastnefnda vó þungt í áhugaleysi fyrirtækja á skráningu á VÞÍ því að eignarskatturmargrahluthafa hefði hækkað eftir skráningu. í byrjun árs 1990 var lögum breytt þannig að heimilt var að telja fram hlutaljáreign á nafhvirði. í byrjun árs 1992 voru síðan gerðar breytingar á reglum og gjaldskrá VÞÍ. Einnig stóð VÞÍ fyrir átaki til að fjölga skráðum hlutafélögum, rýmkaði m.a. reglur um skráningu hlutabréfa tímabundið og veitti tímabundinn afslátt af skráningargjöldum. Þetta leiddi til þess að á síðustu sjö mánuðum ársins fjölgaði fyrirtækjum á VÞÍ unt níu og um sex á næsta ári. VÞI hefur unnið markvisst og skipulega að því að koma nauðsyn- legum stoðum undir skipulegan hlutafjármarkað á Islandi. Segja má að í lok ársins 1998 hafi þeirri vinnu að mestu verið lokið og að ágætt laga-, reglu- og tækniumhverfi íslensks hlutafjár- markaðar sé nú í höfn. Upphafið Til þess að hlutafjármarkaður geti myndast þurfa að vera til opin almenningshlutafélög og hvatar til við- skipta með hlutabréf. Hlutafélög og hlutabréfaviðskipti eiga sér nokkuð langa sögu á íslandi. Um 250 ár eru síðan fyrsta hlutafélagið var stofnað. í byrjun þessarar aldar starfaði hér almennings- hlutafélag (Islandsbanki hinn fyrri) sem skráð var í kauphöllinni í Kaupmanna- höfn. Með stofnun Hf. Eimskipafélags Islands varð ljóst að á Islandi gat orðið til hlutafélag með ágætan rekstrar- grundvöll, rnikið hlutafé og marga hluthafa. Hlutafélagalöggjöfm frá árinu 1921 var það rúm að hún hindraði ekki uppbyggingu opinna félaga. Árið 1934 var stofnað fyrirtæki í Reykjavík sem sérhæfði sig í verðbréfaviðskiptum. Árið 1936 voru mikil eltirmarkaðs- viðskipti með hlutabréf Hf. Eimskipa- félags íslands og það ár voru um 2,4% hlutaljár félagsins seld. Árin 1942-1944 (Framhald á síðu 4) Tafla 1. Opni tilboðsmarkaðurínn 1992-1999 Ár Velta í ma.kr. Markaðs- verðmœti í ma.kr.' F jöldi viðskipta F jöldi félaga í viðskiptum 1992 0,4 21,5 367 29 1993 0.3 15,5 539 27 1994 0,6 12,0 404 21 1995 0,8 15,6 460 20 1996 2,0 35,3 1.740 312 1997 3,4 39,2 4.064 262 1998 0,7 693 ll2 19993 0,5 558 24 1. M.v. fáögsangcngakcLpLmogsöluáOTM cöstcðddri. 2. Aðars deserrtoerrráxÖLr. 3. Jcrúa - cgÚBt. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.