Vísbending


Vísbending - 01.10.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 01.10.1999, Blaðsíða 1
ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 1. október 1999 39. tölublað 17.árgangur Vatn Vatnsskortur er ekki vandamál hér á landi. Eftir að Vatnsveita Reykjavíkur lagfærði leka, sem leiddi af sér þó nokkra sóun, er búið að tryggja Reykjavíkurborg drykkjarvatn til næstu hundrað ára. Vatnsskortur Vatn er þó ekki alls staðar eins ríkulega skammtað og hér á landi. Heimsbankinn hefur áætlað að í um áttatíu ríkjum, aðallega í Afríku og Mið- Austurlöndum, verði vatnsskortur verulegt vandamál árið 2025 (sjá töflu). Vatnsþörfin hefur aukist verulega á þessari öld eða um 900%. Á milli áranna 1940 og 1990 fjórfaldaðist vatnsþörfin og áætlað er að frá 1990 til 2020 muni vatnsþörfin þrefaldast. Borgarmenningunni stafar veruleg hætta af vatnsskorti, t.d. ganga Mexíkó- borg og fjárhættuspilaborgin mikla Las Vegas í Bandaríkjunum báðar á grunnvatnið meira en góðu hófi gegnir. Ibúar Mexíkóborgar eru á góðri leið með að drekka borgina í kaf en borgin hefur sigið verulega á síðustu árum vegna þess að gengið hefur verið á grunn- vatnsbirgðirnar. Svipað er uppi á teningnum í Las Vegas, borgin stendur frammi fyrir miklum vanda að afla íbúum borgarinnar nægilegs vatns þegar fram líða stundir. Þó að jörðin sé blá af vatni séð utan úr geimnum er aðeins lítill hluti þess vatns nýtanlegur til manneldis. Það er stundum sagt að ef allt vatn jarðarinnar kæmist fyrir í baðkeri þá my ndi nýtanlegt vatn á ársgrundvelli rúmast í einni teskeið. Astæðan fyrir aukinni vatnsþörf er aukinn mannfjöldi: síðustu þrjá áratugi hefur mannfólkinu fjólgað um þrjá millj arða og mun það bæta við sig einum milljarði til hvern áratug næstu áratugi. Það samsvarar fjölda Þjóðverja á átta mánaða fresti. Þó er talið að til lengri tíma, þegar komið er fram undir miðja næstu öld, muni mannfjöldinn ná hámarki í um 8-12 milljörðum en eftir það muni hann fara lækkandi. s Atök um vatn s Inorskri þáttaröð um vatn, sem sýnd hefur verið að undanförnu í Ríkis- sjónvarpinu, kom fram að eitt helsta deiluefni þjóða á 21. öldinni gæti orðið um vatnsréttindi. Hussein, fyrrverandi Jórdaníukonungur, sagði að ef Jórdanía og ísrael myndu einhvern tíma fara í stríð þá yrði það stríð um vatn. Þjóðir sem ráða yfir upptökum vatnsfalla munu þurfa að komast að samkomulagi við nágranna sína um hvernig þessari Tafla 1. Áœtlaðar vatnsbirgðir á mann á ársgrundvelli árið 2025 þegar vatnsþörf á einstakling er lOOOm3. 900-1000m3 600-900m3 300-600m3 <300m3 Eþíópía Egvptaland Algería Búrúndí Lesóto Marokkó Rúanda Diibútí Nígería Sómalía Túnis Kenva Tansanía Suður-Afríka ísrael Líbva Haítf Óman Barbados Perú Jórdanía Iran Kúveit Líbanon Sádí-Arabía Katar Singapúr Jemen 1) Lönd sem búist er við að mannfjöldinn muni tvöfaldast á tímabilinu frá árinu 1993 til 2025. auðlind lífsins verður skipt á milli þeirra. Mið-Austurlönd gætu orðið mikið átakasvæði um vatn í framtíðinni. I meðfylgjandi töflu má sjá að mörg þeirra standa frammi fyrir verulegum vatns- skorti. Landbúnaður s IEgyptalandi byggðist menningin í kringum ána Níl og landbúnaður getur einungis þrifist við ána enda er erfitt að fá vatn annars staðar frá. Byggð var stíflan Aswan til þess að beisla Níl en það hefur leitt til þess að landbúnaðar- héröð fyrir neðan stífluna hafa átt erfitt uppdráttar. Hin árlegu flóð í Níl báru með sér næringarefni fyrir gróður sem tilbúnum áburði hefurekki tekist að komi í staðinn fyrir. Vatnsþörfin er sérstaklega mikil í landbúnaði. í níu OECD-löndum, Grikk- landi, ítalíu, Japan, Kóreu, Mexíkó, Nýja-Sjálandi, Portúgal, Spáni og Tyrk- landi, er rúmlega helmingur vatnsins notaður í landbúnaði. Um þriðjungur vatnsnotkunar er vegna landbúnaðar í fimm öðrum löndum OECD, Danmörku, Ástralíu, Ungverjalandi, Hollandi og Bandaríkjunum. Nýtthagkerfi Umræða um vatn er náskyld umræðu um náttúruauðæfi almennt. Tímarnir hafa breyst: í iðnbyltingunni var það fólk og tækni sem var takmörkuð auðlind, nú eru það náttúruauðlindir. Finna þarf leiðir til þess að nýta auðlindir betur og verðleggja þær og hugsanlega gera eignarréttinn skýrari þannig að koma megi í veg fyrir sóun. Það er að minnsta kosti ljóst að án vatns verður ekkert líf. Um nokkurt skeið hafa íslenskir athafnamenn freistað gæfunnar með útflutningi á vatni. Fæstir hafa haft erindi sem erfiði. Það er hins vegar aldrei að vita nema að um miðja 21. öldina skapist tækifæri fyrir lönd sem eiga miklar vatnsbirgðir til að flytja út hluta af birgðum sínum til annarra landa. Vatn gæti orðið olía nýrrar aldar. 1 Vatn verður dýrmæt auðlind á 21. öldinni og vatnsskortur gæti orðið tilefni harðra átaka. 2 Innherjaviðskipti eru mikið í umræðunni vegna viðskipta sem áttu sér stað fyrir samruna ÍS og SÍF. 3ÞÓ fra írí Þórður Friðjónsson hag- fræðingurfjallarum þenslu íkisfjármálumoghvernig eigi að bregðast við svo 4 að hagkerfið geti fengið sem mýksta lendingu þegar draga þarf úr hraða efnahagslífsins.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.