Vísbending


Vísbending - 01.10.1999, Blaðsíða 2

Vísbending - 01.10.1999, Blaðsíða 2
ISBENDING Innherjaviðskipti Mánudaginn 27. september var lokað fyrir viðskipti með hlutabréf íslenskra sjávar- afurða og Sölusambands íslenskra fisk- framleiðenda á Verðbréfaþingi íslands. Ástæðan var að orðrómur var á kreiki um að fyrirtækin hygðust sameinast. Verulegurkippurkom í viðskipti með hlutabréf í Islenskum sjávarafurðum fimmtudaginn 23. september, verslað var fyrir 15 milljónir króna og hækkuðu bréfin um 9,5%. Daginn eftir var verslað fyrir 21 milljón króna og hækkuðu bréfin ÍÍSum 12,7%. Eðlileghækkun? útvarpsþættinum „1 vikulokin" á Rás I var einn af þekktari verðbréfa- miðlurum landsins spurður um þessar breytingar á gengi IS en þá hafði verið gefið í skyn að hér væri um innherja- viðskipti að ræða. Hann taldi að ekki væri um innherjaviðskipti að ræða og sagði að þetta væru viðbrögð markaðar- ins við góðu milliuppgjöri og góðri stjórnun nýs forstjóra 1S. Þaðerréttað milliuppgjörið vargott en það verður þó að teljast nokkuð skrýtin útskýring í ljósi þess að milli- uppgjör ÍS var birt 30. ágúst síðastliðinn. Hinn skilvirki markaður verður þá að teljast frekar svifaseinn ef hann bregst ekki við milliuppgjörinu fyrr en næstum mánuði síðar. Enda má sjá að hlutabréfa- verðið hafði farið lækkandi allan septembermánuð þangað til fimmtu- daginn 23. september. Þar með er líklegra að nýjar fréttir hafi gert það að verkum að fjárfestar keyptu og verð hækkaði. Engar opinberar upplýsingar voru þó fyrir hendi. ✓ Olögleg viðskipti Innherjaviðskipti eru skilgreind sem viðskipti þar sem innherjar, þ.e. starfs- menn fyrirtækis eða aðstoðarmenn (sérfræðingar eins og lögfræðingar, endurskoðendur o.s.frv.), nýta sér upplýsingar um áform eða stöðu fyrirtækis sem ekki eru öðrum kunnar, þ.e. aðrir en innherjar hafa ekki sömu upplýsingar, til þess að hagnast eða gefa öðrum möguleika á að hagnast. í Bandaríkjunum voru innherja- viðskipti að vissu leyti lögleg alveg fram til 1930. Verðbréfahrunið árið 1929 brevtii því og árið 1934 færðist meiri harka í löggjöfina með tilkomu „Securities Exchange Act“. Með þeirri löggjöf var gert mögulegt að sækja til saka þann sem selur eða kaupir verðbréf vegna óopinberra upplýsinga, þann sem veitir slíkar upplýsingar og þann sem stjórnar þeim sem kaupir eða selur verðbréf vegna óopinberra upplýsinga. Ákvæðið gefur möguleika á að að sekta þann sem brýtur lögin um fjárhæð sem nemur allt að þrefaldri þeirri upphæð sem brotaaðili hlýtur í hagnað af viðskiptunum. I lögum nr. 13 um verðbréfaviðskipti frá 1996 fjallar fjórði kaflinn um meðferð trúnaðarupplýsinga. Þar segir að innherja sé óheimilt að: „1. nýta sér upplýsingarnar, beint eða óbeint, til öflunar eða ráðstöfunar verðbréfanna sjálfum sér eða öðrum til hagsbóta, 2. láta þriðj a aðila upplýsingarnar í té, nema það sé gert í eðlilegu sambandi við starf, stöðu eða skyldur þess sem upplýs- ingarnar veitir, 3. ráðleggja þriðja aðila á grundvelli upplýsinganna að afla verðbréfa eða ráðstafa þeim eða hvetja að öðru leyti til viðskipta með verðbréfin.“ ✓ Oopinberar upplýsingar Til eru mörg dæmi um að óopinberar upplýsingar séu líklegasta ástæða verðbréfaviðskipta. Þekktasta dæmið um innherjaviðskipti eru sennilega kaup Charles F. Fogarty á hlutabréfum í Texas GulfSulphuráárunum 1963 til 1964 þar sem hann var stjórnandi. Hann nýtti sér upplýsingar um uppgötvanir fyrirtækis- ins á nýrri auðlind sem ekki hafði verið kunngerð markaðinum og keypti hlutabréf sem skilaði honum verulegri ávöxtun þegar loks var greint frá því að fyrirtækið hefði fundið þessa auðlind. Annað dæmi er af Ivan F. Boesky sem var einn mest áberandi verðbréfa- braskari undir lok áttunda áratugarins og í byrjun þess níunda. Ein leiðin sem vinsæí var til að hagnast á þessum árum var að kaupa verðbréf í fyrirtækjum sem líklegt var að myndu verða yfirtekin, enda hækkar verð yfirleitt í yfirtökum. Þetta var þó hættulegur leikur og þegar yfirtaka Gulf Oil á Cities Services gekk ekki upp árið 1982 tapaði Boesky rúmum 24 milljónum Bandaríkjadala. I kjölfarið virðist Boesky hafa ákveðið að baktryggja sig betur en áður og byggði hann upp leynilegt upplýsinganet með starfsmönnum fjárfestingarbanka. Það tryggði honum 80% arðsemi árlega. Árið 1986 féll þó spilaborgin þegar komst upp um uppljóstranimar og Boesky og félagar vom dæmdir fyrir fjársvik. I rannsókn sem Business Week stóð fyrirárið 1985komframaðum75% allra yfirtökutilboða virtust koma fram í hækkun hlutabréfaverðs áður en upplýsingar urðu opinberar, sem að mati Business Week var sönnun fyrir því að einhver hefði nýtt sér ópinberar upplýsingar. Spilling eða skilvirkni Nú er það svo að það eru ekki allir sammála því að innherjaviðskipti séu slæm. Margir hagfræðingar, eins og t.d. David D. Haddock sem er þekktur bandarískur hagfræðingur, halda því fram að innherjaviðskipti hjálpi til við að gera upplýsingar almennar og að hlutabréfaverð ætti að endurspegla allar upplýsingar um fyrirtæki, hvort sem þær eru opinberar eða óopinberar. Þar með yrði hlutabréfamarkaðurinn skilvirkari. Mótrökin eru hins vegar aðallega þrenns konar. I fyrsta lagi verður markaðurinn ósanngjarn, jafnvel óheiðarlegur, þar sem innherjar og vinir þeirra hafa betri upplýsingar en aðrir. I öðru lagi eru innherjar að bregðast trúnaði viðskiptavina sinna (t.d. ef innherjinn er lögfræðingur fyrirtækis (Framhald á síðu 4) Mynd 1. Gengi hlutabréfa í íslenskum sjávarafurðum frá byrjun maí til loka septembers 1999. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.