Vísbending


Vísbending - 12.11.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 12.11.1999, Blaðsíða 3
D ISBENDING Eyðimerkurhagfræði Þorvaldur Gylfason , prófessor Kínverjar voru mesta hagveldi heimsins frá öndverðu fram til ársins 1600 eða þar um bil, þegar austfirzku skáldin kváðu sér hljóðs hér heima. Þarna austur frá (það er í Kína) fóru saman forn kínversk menning og mikil hagsæld á þeirrar tíðar mælikvarða. Forn menning er samt alls engin trygging fyrir mikilli hagsæld til frambúðar, eins og hörmuleg örbirgð okkar Islendinga í nærfellt 700 ár eftir endalok þjóð- veldisins árið 1262 vitnar glöggt um. Og við erum sannarlega ekki eina forn- menningarþjóðin, sem hefur mátt þola mikla fátækt af eigin völdum og annarra. Grikkland og ítalía voru í efnahagslegri niðurníðslu allar miðaldir og fram á þessa öld, sem er nú að ljúka. Egyptaland — vagga heimsmenn- ingarinnar, segja sumir — er sárafátækt enn eins og jafnan áður. Önnur Araba- lönd eru yfirleitt ekki heldur vel stæð, langt frá því, þótt sum þeirra eigi gnægð olíu og annarra náttúruauðlinda. Sumum hefur að vísu vegnað betur en öðrum. Hvað veldur þessu misgengi? Misgengi Við skulum reifa ástandið í þrem löndum, Egyptalandi, Marokkó og Túnis, til að glöggva okkur aðeins á staðháttum í Norður-Afríku. Löndin þrjú eru náskyld, þótt þau spanni langa leið (um 5000 km) frá Marokkó í norðvestur- horni Afríku um Túnis fyrir miðri norðurströndinni, milli Alsírs og Líbíu, til Egyptalands í norðausturhorninu. Það er t.a.m. lengra frá Kösublönku til Kaíró en frá Reykjavík til Rómar. Málið, Múhameðstrúna og menninguna eiga þessi lönd í sameiningu. Egyptar eru 60 milljónir á móti 27 milljónum í Marokkó og 9 milljónum í Túnis. Myndin sýnir þróun þjóðar- framleiðslu á mann í löndunum þrem frá 1964 til 1997. Tekjutölurnar á myndinni eru skráðar í Bandarfkjadollurum á verðlagi hvers árs með svo nefndri Atlas-aðferð Alþjóðabankans. Þannig er reynt að eyða áhrifum óraunhæfrar gengisskráningar á skráðar þjóðartekjur með því að styðjast ekki við gengi hvers árs, heldur við gengismeðaltöl yfir þriggja ára bil (án þess að nota kaupmáttarkvarða, sem er önnur og róttækari leið að sama marki). Hvað um það, þessi lönd stóðu í svipuðum sporum árið 1964, þegar þessi saga hefst, og fram á áttunda áratuginn, en eftirþað skildi leiðir. Hagvöxturinn síðan 1970 hefur verið mun örari í Túnis en í hinum löndunum tveim, svo að nú er þjóðarframleiðsla á mann rösklega helmingi meiri í Túnis en í Marokkó og Egyptalandi. Reyndar eru Egyptaland og Marokkó enn á svipuðu róli, þótt tekjur á mann hafi yfirleitt verið meiri í Marokkó en í Egyptalandi. Hagvöxturinn hefur verið skrykk- jóttari í Marokkó en í Egyptalandi og mun hægari hin síðustu ár, enda eru Egyptar nú að uppskera árangurinn af ýmsum efnahagsumbótum, sem þeir réðust í, þegar þeir gerðu sér loksins grein fyrir því eftir hrun Sovétríkjanna, að áætlunarbúskapur getur ekki skilað árangri. Bæði Marokkó og Túnis tóku raunar djúpa dýfu af öðrum ástæðum eftir 1980, eins og myndin sýnir. Það er einmitt eitt megineinkennið á búskap Arabalandanna, að efnahagsþróunin er skrykkjóttari þar en víða annars staðar, aðallega vegna þess, hversu mjög flest þessara landa eru háð náttúruauðlindum sínum, einkum olíu, sem hækkar og Iækkar í verði á víxl. Rykkir og skrykkir rýra hagvöxt. Líklegar skýringar Hvernig er hægt að skýra ólíkan vaxtarhraða í löndunum þrem? Hér er í mörg horn að líta. Nú skulum við skoða okkur um. Fjárfesting. Innlend fjárfesting hefur verið talsvert meiri í Túnis en í hinum löndunum tveim, eða 25% af landsframleiðslu í Túnis að jafnaði árin 1960-1997 ámóti21%íMarokkóog 20% í Egyptalandi. Mikil fjárfesting skilar sér yfirleitt í meiri hagvexti en ella, nema gæði fjárfestingarinnar séu þeim mun minni. Erlend fjárfesting hefur með líku lagi verið meiri í Túnis undanfarin ár en í hinum tveim, eða 1,7% af lands- framleiðslu í Túnis 1997 á móti 1,4% í Marokkó og 1,2% í Egyptalandi. Hvort tveggja leggst á sömu sveif, innlend fjárfesting og erlend, og örvar hagvöxt. Utflutningur. Hagkerfi Túnis er opnara gagnvart erlendum viðskiptum en hin hagkerfin tvö. Utflutningur nam 32% af landsframleiðslu í Túnis að jafnaði árin 1960-1997 á móti 22% í Mar- okkó og 20% í Egyptalandi. Aðrir kvarð- ar benda í sömu átt. Summa útflutnings og innflutnings á vörum (ekki þjónustu) í hlutfalli við landsframleiðslu á kaupmáttarkvarða 1997 var26% íTúnis, 14% í Marokkó og 9% í Egyptalandi borið saman við 66% á Islandi. Af þessu má ráða, að þessi þrjú Arabalönd eru harla lokuð gagnvart umheiminum eins og raunar flest önnur Arabalönd. Túnis, sem er opnasta landið í hópnum, leggur 30% toll á innflutning að jafnaði, og það er mjög hátt hlutfall á heimsmælikvarða (Alþjóðabankinn birtir ekki tölur um meðaltolla í Marokkó og Egyptalandi). Þessi innilokunarárátta er óheppileg, því að erlend viðskipti efla hagvöxt. Ef vel ætti að vera í svo litlu og fámennu landi, þyrfti Túnis að flytja mun meira bæði út og inn. Menntun. Enn er Túnis fremst í flokki,efútgjöldtilmenntamálaeruhöfð til marks. Utgjöld til menntunarmála í Túnis námu 7% af þjóðarframleiðslu árið 1995 borið saman við 6% í Marokkó og 5% í Egyptalandi (og 5% hér heima). Framhaldsskólasókn er á hinn bóginn meiri í Egyptalandi (75% af árgangi) en hvort heldur í Túnis (65%) eða Marokkó (Framhald á síðu 4) Mynd 1. Þrjú Arabalönd: Þjóðarframleiðsla á mann 1964-1997 (Bandaríkjadollarar á verðlagi hvers árs) 2500 2000 1500 1 000 500

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.