Vísbending


Vísbending - 12.11.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 12.11.1999, Blaðsíða 1
ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 12. nóvember 1999 45. tölublað 17. árgangur Þjóðarútvarpið Enn og aftur er umræðan um ríkis- útvarpið komin inn í sali Alþingis. Svo virðist sem breytingar á rekstrarfyrirkomulaginu verði ofan á, að RÚV verði gert að sjálfseignarstofnun eða hlutafélagi. Sumir hafa þó lagt til að bestu breytingarnar séu engar breyt- ingar, nema kannski nafnbreytingar. Frá hagfræðilegum sjónarhóli er hins vegar ljóst að ríkið á ekki að vera í rekstri sem einkaaðilar geta sinnt, sérstaklega ekki ef þeir geta gert það betur en ríkið. Tekjustreymi Rfkisfjölmiðlar alls staðar í heiminum standa frammi fyrir þeim vanda að um leið og þeir þurfa meira og meira fé til þess að geta keppt við einkareknar stöðvar þá minnkar alltaf áhugi fyrir að veita fé til þeirra. Samkvæmt lista Frjálsrar verslunar y fir stærstu fyrirtæki landsins þá er Ríkis- útvarpið númer 58 í röðinni hvað varðar veltu. Samkvæmt upplýsingum úr árs- reikningi 1998 þá velti Ríkisútvarpið 2.444 milljónum króna á síðasta ári. Af þeirri upphæð var 1.591 milljón (65%) vegna Sjónvarpsins og 853 milljónir (35%) vegna Hljóðvarpsins. Stærsti hluti þessara tekna er fenginn með afnotagjöldum sem námu 1.615,5 milljón- um króna á síðasta ári en það eru um 66% af heildartekjum RÚV. Auglýsingatekjur RÚV á síðasta ári voru 732milljónirkrónaog var60% þeirra aflað af Sjónvarpinu og 40% af Hljóð- varpinu. Aðrar tekjur, tekjur af seldu efni, námu um 97 milljónum króna en 80% af þeim er selt efni Sjónvarpsins en 20% Hljóðvarpsins. Aukin samkeppni, sérstaklega tilkoma stöðva sem hafa eingöngu tekjur af auglýsingum, gerir það að verkum að líklegt er að það verði erfiðara en nú að afla auglýsingatekna á næstu árum. Alltfyriralla Þegar áhorf ríkissjónvarpsstöðva víða um heiminn er skoðað kemur fram menn horfa víðast hvar æ minna á ríkissjónvarp. Þýsku rikisstöðvarnar hafa tapað fjölmörgum áhorfendum, ARD um 5% að meðaltali árlega og ZDF um 10%. Spænska stöðin RTVE, sænska stöðin SVT, hollenska stöðin NOS og kanadísku stöðvarnar CBC og SRC hafa tapað á bilinu 5-8% áhorfenda árlega frá árinu 1991 til 1997 (skv. ráðgjafar- fyrirtækinu McKinsey). I fjölmiðlakönnunum Félagsvís- indastofnunar Háskóla Islands frá 1993 til 1998 virðist hins vegar Sjónvarpið hafa misst lítið sem ekkert áhorf, í versta falli um 3%, en Stöð 2 hefur þá misst jafnmikið eða meira áhorf á sama tíma. Það kemur einnig fram í könnunum Félagsvísindastofnunar að um 51% áhorfenda Sjónvarpsins eru 50 ára eða eldri en sá hópur er aftur á móti minnsti áhorfendahópur Stöðvar 2 eða einungis 26% áhorfenda. Þessi aldursskipting er enn meira áberandi hjá Rás 1 en þar eru um 90% hlustenda 50 ára og eldri. Þetta þýðir að yngra fólk borgar fyrir notkun eldra fólks á RÚV. Ef viðmiðið er meðalnotkun aldurshópa á Sjónvarpinu árið 1998 þá kemur fram að hlutur 50 ára og eldri í afnotagjöldum ætti að hækka um 53% til að mæta hlutfallslegri notkun. Sú hugmynd kemur upp öðru hverju að auka þurfi fjölbreytni dagskrár RUV til þess að það geti mætt þeim lögbundnu skyldum sem það hefur og náð til sem flestra. Reynslan hefur hins vegar kennt mönnum á hinum frjálsa markaði að það er slæm hugmyndafræði að stefna að því að vera allt fyrir alla enda leiðir það yfirleitt til þess að fyrirtæki verður ekki neitt fyrir einn eða neinn. Að lokum Það eru margar^góðar ástæður fyrir að einkavæða RUV. í fyrsta lagi verður að öllum líkindum ekki hægt að fá betra verð fyrir RUV en núna, en að fá sem hæsta verð fyrir ríkisfyrirtæki er aðal- markmið einkavæðingar þessarar ríkis- stjórnar. í öðru lagi mun fjármögnun verða erfiðari en ekki auðveldari á komandi misserum sem skapar fyrir- tækinu erfið rekstrarskilyrði. I þriðja lagi þá mun áhorf minnka en ekki aukast vegna vaxandi samkeppni og aldurs- Mynd 1. Áhorfá Stöð 2 (hv.) og Sjónvarpið (sv.) skv. fjölmiðlak. 2 o Mynd 2. Aldursdreifing áhorfendaA Stbðvar 2 (hv.) og Sjónvarpsins (sv.)\ 12-19 20-24 25-34 35-49 50-07 68-80 cra áa áa óra óra áa skiptingar áhorfenda, sem þýðir að bæði virði og tilgangur RUV minnkar. I fjórða lagi er næsta víst að það mundi leiða til aukinna gæða og fjölbreytni í þáttagerð ef sama fjármagni væri veitt til þátta- gerðar með útboðsskipulagi . I fimmta lagi mun hæfileikarfkt starfsfólk RÚV einfaldlega fara annað ef launakjör eru ekki sambærileg og á almennum markaði og virði fyrirtækisins, sem er að miklu leyti fólgið í fólkinu, myndi minnka. Á síðasta ári voru meðallaun starfsmanna Islenska útvarpsfélagsins rúmlega 18% hærri en starfsmanna RUV. Nafnabreytingar breyta því ekki að rekstur RUV mun verða erfiðari en ekki auðveldari með tíð og tíma ef markaðs- öflin gera stofnunina þá ekki sjálfdauða. 1 Loks virðist eitthvað ætla að fara gerast í málefnum Ríkisútvarpsins þótt ólík- legt sé að það verði mikið. 2 Michael Dell hefur náð undraverðum árangri með fyrirtæki sitt og blásið á allar gagnrýnisraddir. 3 Þorvaldur Gylfason hag- fræðingur fjallar um þrjú Arabalönd í grein sinni sem nefnist Eyðimerkur- 4 hagfræði. Hann veltir fyrir sér ástæðum fyrir mismun- andi lífskjörum og hagvexti í þessum löndum.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.