Vísbending


Vísbending - 21.01.2000, Blaðsíða 4

Vísbending - 21.01.2000, Blaðsíða 4
(Framhald af síðu 3) Fyrstu tvö tímabilin sýna vergan sparnað um 32% af vergri landsfram- leiðslu (VLF), hið þriðja undir 30%, en síðustu tvö á bilinu 21 -22%, en meðaltal alls tímabilsins 1960-98 var nær 28%. Þar sem metnar afskriftir eru föst stærð í hvoru tilviki, sveiflast hreinn þjóð- hagssparnaður langtum meira, úr 20% í 8% um 14,6% meðaltal alls. Mótvægi við þessum breytingum kemur fram í 4. línu töflunnar, ávöxtun innlends láns- fjár, sem fellurtil án beinnar viljaathafnar til nýs sparnaðar. Var hún neikvæð fyrstu þrjú tímabilin, mest um 4,4% af VLF 1969-75, enjákvæð um tæp 5% og rúm 8% síðustu tvö tímabilin, og þar með um aðeins 0,7% yfir tímabilið í heild. Þarna koma fram umskipti um allt upp í 12,5%afVLFmillilægstaog hæstagildis, er mótsvara að mestu eða öllu lækkun þjóðhagssparnaðar yfir allan tímann. Þrátt fyrir svo neikvæða raunávöxt- un fram til 1984, vel fram yfir gildistöku almennrarverðtryggingar 1979, reyndist fjársparnaður í heild allnokkur skv. 5. línu eða á bilinu 2-3,4% af VLF. Nýr fjársparnaður, umfram ávöxtun af stofni, reyndist þá 2,8%, 7,8% og 5,5% fyrstu þrjú tímabilin (munur á línum 4 og 5). Árin 1969-75 skýrist svo mikill sparnaður bæði af því, að gengisfellingarnar 1967- 68 voru afstaðnar og að mikil tekju- þensla tók við, en miklu minni fjársparn- aður 1976-84 bar hins vegar uppgjöf fyrir verðbólgunni vitni. Öll þrjú tíma- bilin lyfti opinber sparnaður, í kringum 8%afVLF, undirbæðifjár-ogþjóðhags- sparnað. Upp frá því gerðust slfk umskipti, að jafna má til meiri háttar eðlisbreytingar. Ávöxtun lánsfjár hækk- aði í 4,9% og 8,1% af VLF og varð meginuppistaða fjárspamaðar, sem nam 8,8% bæði síðustu tímabilin, en nýr fjársparnaður vék undan í 3,9% og 0,7% af VLF, sem er greinilegt merki um auðgun og nálgun að mettunarmarki fjáreignarþarfar. Jafnframt var unnt að slaka á opinberum sparnaði, í 4,4% og 2,9% sömu tímabil. Lánþegar hlutu að sæta fullum raunkostnaði fjármagns og fyrirtækin aðhaldi og aga að gildi fjárfestinga og árangri rekstrar. Kostun fjárfestingar fór þannig að miklum hluta fram um rekstur fyrirtækja í mynd aukinnar framlegðar, öðru nafni vergrar hlutdeildar fjármagns, í stað þess að kalla sem áður á opinberan stuðning til eyðufyllingar hjá lánasjóðum og á stöðuga skuldasöfnun erlendis. Ályktun Meginályktunin er þannig sú, að varðveisluáhrif ávöxtunar, nei- kvæð eða jákvæð, hafa vegið á móti misháum þjóðhagssparnaði, sem er í eðli sínu nýsparnaður, og sparnaðar- aðgerðum til að halda honum uppi. Lætur nærri, að þau vegi upp lækkun ISBENDING hlutfallsins frá fyrsta skeiðinu 1960-68 til hins síðasta 1993-98, en meira vantar upp á til að jafna upp lægð tímabilsins á undan, þegar vaxandi ávöxtun fór saman við miklar sviptingar í efnahagsmálum. Leiðir það glöggt í ljós, að nýr þjóðhagssparnaður þarf að vera mishár, eftirþví hve vel lánakerfinu helst á því fjármagni, sem áður hefur verið sparað, og af því ræðst hvort og í hverjum mæli reynist auðið að slaka á fyrra hlutfalli opinbers og þjóðhagslegs sparnaðar, þegar spariféð ávaxtast vel í stað þess að rýrna. Um leið og þetta gildir um sparnaðinn, sem liggur að baki efnislegrar fjárfestingar, breiðast áhrifin einnig út til hennar fyrir sakir vandaðra vals og undirbúnings verkefna og bættrar nýtingar fjármagns í rekstri. Slíkur samanburður þykir þó ekki gefa tilefni til að leggja ávöxtunina við þjóð- hagssparnaðinn, sem gæti valdið hugtakaruglingi. Hins vegar getur verið ástæða til að útvíkka hugtakið til starfstengdrar menntunar, rannsókna og hugverka og varanlegra, dýrra neyslumuna, sem allt felur í sér eigna- myndun og spamaði er varið til, en ætla má, að slfkir þættir fari vaxandi, samhliða því að æ minna fari fyrir hinni þungu, efnislegu fjárfestingu, sem hafa verið alls ráðandi í þessu efni. Þessi greining framvindunnar er vfsbendandi, en sker þó ekki úr um, hvért stig þjóðhagssparnaðar ntuni full- nægjandi til tímabundins jafnvægisjafnt sem framþróunar. Y fir nokkur ár fram til 1997 virtist stefnaframtil slíksjafnvægis- stigs, en nokkurt bakslag hefur orðið síðan, er gefur tilefni til að herða á sparnaðarhvöt og hemja þensluöfl. Hvert veramuni stig langtímajafnvægis, sem skammtíma efnahagsástand muni sveiflast um, kallar á dýpri rannsóknir að skera úr um, en verður þó ætíð háð breytingum til skamms og langs tíma, ásamt að sjálfsögðu mati virkra markaðs- aðila. f N Sameining Akveðið heí'ur verið að sameina tvö rit Talnakönnunar hf„ Vísbendingu og Islenskt atvinnulíf. Vísbending hefur kontið út frá árinu 1983 og var í upphafi með ýmsunt tölulegum fróðleik og grunnupplýsingum en breyttist smám saman í það horf að í því birtust almennar greinar um viðskipti og efnahagsmál. Islenskt atvinnulíf hóf göngu sína árið 1988 og í því birtast ýmsar lykilupp- lýsingar um stöðu og rekstur fyrirtækja. Þessar upplýsingar verða á ný sendar í nokkuð breyttu formi í sérstökum fylgiritum með Vísbendingu. Möppur fyrir sameinað rit verða sendar áskrifendum á næstu dögum. Það er von útgefenda að sameinað blað þjóni les- endum enn betur en fyrirrennarar þcss. Aðrir sálmar \____________________________________/ ( | Oft veltir lítil féþúfa þungu hlassi réttir af leynisjóðum Kristilegra demókrata í Þýskalandi hafa vakið upp umræðu um fjármál stjórnmála- flokka víða um lönd. Ekki er að efa að mörgum þykir mjög miður að hinn stæðilegi fyrrverandi kanslari endi feril sinn á máli af þessu tagi. Að vísu eru íslendingar vanir því að fréttamönnum ríkisútvarpsins sé mikið í nöp við Kohl og Kristilega demókrata (CDU). En nú ergreinilegt að ekki er við RÚV að sakast, Kohl hefur lent í slæmum málum og hefur orðið að segja af sér embætti sem heið- ursformaður CDU. Forsætisráðherra Islands hefur bent á að upphæðirnar eru ekki mjög háar ef miðað er við tölur í landi sem telur rúmlega 82 milljónir íbúa. En þótt tilefnið sé e.t.v. ekki stórt eru afleiðingarnarleiðindamál. Kanslar- inn fyrrverandi lendir í því eins og svo margir á undan honum að gera ekki strax hreint fyrir sínum dyrum. Hvert smá- atriðið á fætur öðru lekur út og verðui' þannig að stórfrétt. Dæmin sanna að almenningur er viljugur að fyrirgefa iðrandi syndurum ef ekki bætist sífellt við syndaflóðið. í ljós kemur að kostnaður við forseta- framboð Olafs Ragnars Grímssonar er á fimmta tug milljóna, fyrst og fremst greiddur af fyrirtækjum. Ekkert liggur fyrir um það hver þau eru, enda kannski engin ástæða til þess nema í ljós kæmi að þau krefðust þess að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Æ sér gjöf til gjalda, og þau gætu óskað eftir heimboðum frá forset- anunt fyrir viðskiptavini sína, auk þess að sjást á myndum með forsetanum og að þiggja frá honum veislur. Nýlega hefur verið talað um stórar gjafir til ákveðinna stjórnmálaflokka frá Islenskri erfðagreiningu en því er staðfastlega neitað enda bæði flokkunum og fyrirtækinu til hnjóðs ef svo hefði verið. Einu óupplýstu fjármál stjórnmála- flokks hér á landi eru því fjármál Alþýðu- bandalagsins frá 1995. Hvorki núver- andi né fyrrverandi formaður hafa viljað svara alvarlegum ásökunum um misferli í þeim efnum. Reynslan frá Þýskalandi er sú að slík mál geta verið jarðsprengja sem springur þegar minnst varir. V____________________________________/ Gáitstjórn: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri ogA ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.