Vísbending


Vísbending - 31.03.2000, Side 4

Vísbending - 31.03.2000, Side 4
/ V ISBENDING Krónískur viðskiptahalli Nýlega kom út skýrsla Þjóðhags- stofnunar: Þjóðarbúskapurinn- Framvindan 1999 oghorfur 2000. Góðu fréttirnar skv. skýrslunni eru áframhaldandi hagvöxtur, eða 3,9%, og lítið atvinnuleysi, eða 1,7%. Vondu fréttirnar eru hins vegar að spáð er að verðbólga verði 3,9% frá upphafi til loka ársins en 5,3% á milli ára. Ekki eru síður slæmar fréttir að viðskiptahalli síðasta árs var 43 milljarðar króna, eða 6,7% af VLF, og spáð er að hann fari yfir 50 milljarða króna á yfirstandandi ári og verði þar með um 7,2% af VLF. Viðskiptahallinn varnær sá sami árið 1998 og hann var 1999, þ.e. 6,8% af VLF, sem er mun meiri halli en hefur verið undanfarin ár. Ef spá Þjóðhagsstofnunar gengur eftir, sem hún mun að öllum líkindum gera, þá er það í fyrsta skipti í íslenskri hagsögu sem svo mikill halli er á viðskiptajöfnuði þrjú ár samfleytt. Satt að segja er fátt sem bendir til þess að hallinn fari minnkandi því að samkvæmt framreikningum ÞHS verður viðskipta- hallinn aðjafnaði 8% af landsframleiðslu næstu þrjú árin. Mikill viðskiptahalli virðist vera orðinn innbyggður og krónískur í íslensku hagkerfi. Það er hendingu líkast ef að við- skipajöfnuðurinn stendur á núlli, þ.e. að útflutningur vöru og þjónustu sé jafn innflutningi vöru og þjónustu. I einföldu líkani fyrir opið hagkerfi hefur viðskiptaafgangur (þegar útflutningur er meiri en innflutningur) þau áhrif að þjóðartekjur aukast en viðskiptahalli (þegar innflutningur er meiri en útflutningur) þau áhrif að þjóðartekjur minnka. Viðskiptajöfnuðurinn gefur einnig mynd af lánastöðu þjóðarbúsins (Framhald af síðu 1) haldsfélagið Alþýðubankinn, Nýsköp- unarsjóður, Uppspretta (Kaupþing), 3P- fjárhús, Burðarás (Eimskip), Aflvaki og Islenski hugbúnaðarsjóðurinn (Lands- bankinn), ásamtfjórum framtakssjóðum og atvinnuþróunarfélögum. Hægt er að áætla lauslega að áhættufjárfestingar hafi numið um og yfir 6 milljörðum á síðasta ári og að fjáifest hafi verið í 60- lOOfyrirtækjum. Vítamínsprauta Ahættufjármagn hefur án vafa orðið til þess gera tækniþróunina jafnöra og hagvaxtarskeiðið jafnlangt og raun ber vitni. Það er vítamínsprauta þekking- arþjóðfélagsins. Tilgangur áhættufjár- festa er þó fyrst og fremst eigin hags- munir, að veðja á viðskiptahugmynd og gera hana að veruleika með því að hlúa að henni þangað til hún er orðin að fullþroska fyrirtæki og selja þá fyrirtækið gagnvart útlöndum. Ef þjóð flytur inn meira en hún flytur út þá kaupir hún meira af útlendum þjóðum en hún selur þeim. Einhvem veginn þarf að fjármagna þennan mismun og það gerist með því að erlendar skuldir þjóðarbúsins aukast. Krónískur halli þýðir því endalausa skuldasöfnun þjóðarbúsins og að öllu jöfnu þarf einhvern tíma að greiða niður skuldirnar. Með öðrum orðum, mikil ney sla núna þýðir minni ney slu í framtíð- inni, þ.e. komandi kynslóðir þurfa að bera skaðann. Auðvitað getur við- skiptahalli þýtt að þjóð sé að fjárfesta til framtíðar og þ.a.l. sé hann merki um framþróun en ekki afturför. Það er reyndar tákn um nýja tíma að flestir taka lífinu með ró þó að viðskipta- hallinn sé bæði mikill og viðvarandi. Sú var tíðin að stjórnvöld miðuðu gengi krónunnar við viðskiptajöfnuðinn og felldu það jafnan þegar hallinn fór úr böndunum. Nú, sennilega til allrar hamingju, reyna menn að skoða hann í réttu samhengi. Viðskiptahallinn er í sjálfu sér ekki vandamál en getur verið vísbending um að vandamál sé til staðar. Bjarni Bragi Jónsson, fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabankans, komst vel að orði þegar hann fjallaði um viðskiptahallann í 18. tbl. 1999,þarsagði hann: „[Það]... berað virðaað hallinn út á við er eins konar öryggisventill sem tekur vindinn úr eftirspurninni svo að síður mæði á innlendunt framleiðslu- kröftum og sprengi upp verðbólgu." Mikill og þrálátur viðskiptahalli getur þ.a.l. verið ágæt vísbending um að þensla í hagkerfinu sé óhófleg, vísbending um að herða þurfi hagstjóm til að halda þjóðfélagslegu jafnvægi. og nýta fjármagnið til þess að veðja á nýjar viðskiptahugmyndir. Vonin er að geta margfaldað upphaflega fjárfestingu á sem skemmstum tíma með sem minnst- um tilkostnaði. Síðustu tvö þrjú ár hafa, áhættufjárfestingar margfaldast þegar fyrirtæki fara á hlutabréfamarkað og tíminn sem það tekur að gera við- skiptahugmynd að fyrirtæki á hluta- bréfamarkaði er komin úr tíu árum allt niður í eitt ár. Gangverkið byggir á því að hinn almenni fjárfestir sé tilbúinn til þess að kaupa fyrirtæki sem verðlögð eru eingöngu út frá væntingum en ekki árangri. Stundum gefa þau góða ávöxt- un eins og síðustu þrjú ár, stundum ekki eins og áhættufjárfestar fengu að reyna í lok níunda áratugarins. Þeir „bjánar“ (sbr. meiri-bjána-kenninguna) sem eru bjartsýnastir taka mestu áhættuna og áhættufjárfestarnir geta glaðir unað við sitt. Það er nefnilega aðeins þrenns konar fólk í þessum heimi, þeir sem kunna að telja og þeir sem kunna það ekki. Aðrir sálmar ^___________________________________j F ] N Að missa af vagninum Fréttir af sameiningarviðræðum FB A og íslandsbanka sýna að þar á bæjum eru stórhuga menn sem átta sig á því að íslenski markaðurinn er svo lítill að stækka þarf einingar. Allir sem áhuga- samir eru um framgang ísiensks við- skiptalífs hljóta að fagna þessari frétt. Vonir standa til þess að með þessari stóru einingu muni myndast banki sem geti betur keppt við erlenda aðila. Vegna tæknivæðingarinnar, t.d. vegna aukinna viðskipta á netinu, er auðvelt að kaupa og selja erlend verðbréf og ekki mun líða á löngu að menn geti átt banka- viðskipti almennt við erlenda aðila. Ekki er að efa að upp muni koma vangaveltur um hvert muni verða vægi fulltrúa „hins uppleysta Orca hóps“ sem svo er nefnd- ur. Almennt talað verður að telja að við sameininguna muni menn gæta þess að setja ekki í framlínuna menn sem ástæða er til þess að ætla að muni rýra orðstír hins nýja banka, sem mun verða flagg- skip íslenskrar fjármálastarfsemi. Keppinautarnir sitja eftir með sárt ennið, í bili. Landsbanki og Búnaðar- banki gjalda þess að vera enn í tjóðri ríkisins og að Framsóknarflokkurinn virðist aldrei geta ákveðið hvort hann vill halda eða sleppa, þegar hann vill ekki hvort tveggja. Nú hafa þeir misst af þessum vagni og óvíst er hvenær sá næsti kemur. Einhver gæti sagt að ekki er víst hvort hann verði á réttri leið. Þegar menn vita ekki hvert þeir ætla þá skiptir ekki öllu hvaða vagn menn taka. Kaupþing og sparisjóðirnir ættu að hrifsa til sín frumkvæðið og bjóða öðrum eða báðurn ríkisbönkunum þegar í stað til viðræðna. En vandamálin eru miklu flóknari hjá rfkisbönkunum og ómögu- legt að gera út urn þau á örfáum dögum eins og einkafyrirtæki geta gert. Af þessu verða menn að draga lær- dóm. Rfldseign er bókstaflega orðin það mikill fjötur á fyrirtækjum að þau geta ekki mætt sem jafningjar í viðræður af því tagi sem nauðsynlegar eru í öllum nútímaviðskiptum. Framsóknarmenn munu eflaust ekkert af þessu læra. Áður var hægt að þekkja góðu málin af því að framsókn var á móti þeim. Nú eru það góðu málin sem framsókn vill skoða fram í rauðan dauðann. V___________________________________/ ^Ritstjórn: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri og'' ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Simi: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leytis útgefanda. 4

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.