Vísbending


Vísbending - 14.04.2000, Blaðsíða 4

Vísbending - 14.04.2000, Blaðsíða 4
ISBENDING (Framhald af síðu 3) Forsenda samkeppni er aðskilnaður samkeppnis- og einokunarþátta í raf- orkukerfinu. Það liggur í hlutarins eðli að í flutningi og dreifingu verður samkeppni vart við komið en hins vegar er því ekkert til fyrirstöðu að vinnslan og söluaðilar keppi á markaði um raforkunotendur. Til þess að svo geti orðið þarf greiðan aðgang að flutnings- og dreifikerfinu á viðskiptalegum for- sendum. Þetta þýðir með öðrum orðum að allir þurfa að hafa jafnan aðgang að þessum kerfum á sambærilegum kjörum. Nýttkerfi Nýju kerfi er lýst í stórum dráttum á myndsemfylgirhérmeð. Þarmásjá raforkukerfið í heild frá vinnslu til notenda. Þessu kerfi er síðan skipt í tvo hluta, samkeppnishluta og einokunar- hluta. Aflangur hringur afmarkar einok- unarþáttinn - orkunetið - svokallað landsnet, sem er meginflutningskerfið, og dreifikerfið. Utan hringsins eru vinnslufyrirtæki, söluaðilar og notend- ur. Þar mákoma á samkeppni á viðskipta- legum forsendum. Til samanburðar er í raun einokun í öllu kerfinu nú, þ.e. hringurinn nær utan um allt kerfið á myndinni. Nýtt kerfi felur því í sér að einokunin nær einungis til hluta kerfisins í stað þess alls eins og nú er. í þessu kerfi er raforkuframleið- endum heimilt að selja hverjum sem er - og hvar sem er - þá orku sem um semst milli þeirra og notendanna. Sama gildir um notandann, hann getur keypt orkuna þar sem hann telur sér hagkvæmast að kaupa hana. Jafnframt geta ný fyrirtæki hafið framleiðslu ef þau telja sig geta gert betur en þeir aðilar sem eru fyrir á markaðnum. Flutnings- og dreifikerfinu er skylt að flytja orkuna samkvæmt fyrir fram ákveðinni gjaldskrá. Þannig má gefa vinnslu og viðskipti með raforku frjáls. Athugasemd IVísbendingu frá 7. apríl s.l. er stutt athugasemd frá Sveini Agnarssyni til ritsjórans [Vísbendingar] í tilefni af grein Þórólfs Matthíassonar hér í blaðinu 17. mars sl. Af hálfu Sveins var ekki ætlast til að athugasemdin yrði birt á opinberum vettvangi og er það hér með harmað. Við höfum rætt efnisatriði og fram- setningu greinanna tveggja og teljum rétt að láta hér staðar numið. Jafnframt vill Þórólfur taka fram að gagnrýni hans í fyrri greininni beindist alls ekki að starfsmönnum Hagfræðistofnunar. Þórólfur Matthíasson Sveinn Agnarsson Leiðrétting IVísbendingu - íslensku atvinnulífi um olíufélögin (4. tbl. 31. mars) var ranglega farið með markaðshlutdeild olíufélaganna eftir afurðategundum á myndum á síðu 3. Hér með er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Mistökin lágu í því að lítrafjöldi hjá Olíufélaginu hf. var ranglega útreikn- aður, réttur lítrafjöldi (í milljónum lítra) er eftirfarandi: Bensín 74, svartolía 33, Þotueldsneyti 40 og gas- og skipaolía 200. Þess ber þó að geta að nokkurs misræmis gætir í framsetningu þessara talna hjá olíufélögunum. Meðfylgjandi eru leiðrétt kökurit með markaðshlutdeild olíufélaganna eins og hún var á síðasta ári skv. ársreikningum þeirra. (ý Bílabensín J) 01 ls 28% Olíufélagíð 0” Skeljungur 34% (( Svartolía Olis 34% Olíufélagið 38% Skeljungur 28% C Flugeldsneyti ý Olís ,,0. Ollufélagið 23% Skeljungur 66% (( Gas- og skipaolía ý Aðrir sálmar Skeljungur 28% Erfallfararheill? Fyrir skömmu birtist eftirfarandi í Morgunblaðinu: „FJÁRMÁLA- EFTIRLITIÐ hefur gert þá kröfu til einstakra vátryggingafélaga að þau að rökstyðji ítarlega fyrir almenningi hugsanlegar hækkanir á iðgjöldum í lögboðnum ökutækjatryggingum með vísan til fyrri reynslu af iðgjöldum og tjónakostnaði auk almennrar fjárhags- stöðu félaganna. Páll Gunnar Pálsson forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að það þurfi að efla markaðsaðhald með vátryggingafélögunum.“ Fjármálaeftir- litið vakti vonir um fagleg vinnubrögð þegar það tók til starfa í fyrra. Þar átti á einni hendi að vera þekking á flestum tegundum fjármálastarfsemi. Það er nú ljóst að stofnunin ætlar að marka sér bás með neytendaskrumurum. Yfirlýs- ing eftirlitsins um skýringar á hækk- unarþörf nú í vor er gersamlega tilefnislaus. því að margra ára reynsla er af því að óvenjulegar hækkanir séu rökstuddar til neytenda. Þessi tilkynning bætist ofan á bréfaskriftir eftirlitsins til vátryggingafélaga síðastliðið sumar. Þá sagði eftirlitið sunium félögum að þau hefðu eðlileg iðgjöld eftir hækkun, önnur fengu að heyra það að þau mættu tapa á greininni vegna þess að þau hefðu svo sterka fjárhagsstöðu. Til þess að allt litrófið væri dekkað skrifaði eftirlitið bréf þar sem varað var við hættunni af of lágum iðgjöldum. Núna sýna ársreikn- ingar tryggingafélaganna tap upp á 1,6 milljarða á lögboðnum ökutækjatrygg- ingum. Hjá Fjármálaeftitlitinu þarf að vera kunnátta á flóknum tjármála- og tryggingafræðum og auðvitað lág- marksskilyrði að þar á bæ kunni menn að lesa ársreikninga. Öll eru trygginga- félögin á sama markaði þar sem sam- keppnin sér um að iðgjöldin séu mjög svipuð. Með rökum Fjármálaeftirlitsins mætti halda því fram að verð í búðum Baugsfeðga ætti að vera ákaflega lágt vegna þess að þeir ættu næga peninga meðan KEA yrði að keppa með háu verði vegna þess að þar væri eiginfjárstaðan ekki góð. Bréfin síðastliðið sumar voru skrifuð undir miklum þrýstingi stjórn- málamanna en nú var honum ekki til að dreifa. Því miður hefur Fjármálaeftirlitið gengið undir sitt fyrsta próf og fallið. v_____________________________________, ÁRitstjórn: Eyþór Ivar Jónsson ritstjóri ogÁ ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavik. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.