Vísbending


Vísbending - 14.04.2000, Blaðsíða 3

Vísbending - 14.04.2000, Blaðsíða 3
ISBENDING Markaðsumbætur í orkumálum Þórður Friðjónsson hagfræðingur Islenskt efnahagslíf hefur breyst mikið á undanfömum árum. Megin- breytingin felst í því að nútímalegur markaðsbúskapur hefur komið í stað miðstýringar og stjórnvaldsákvarðana um marga mikilvæga þætti efnahags- mála. Þannig eru til að mynda vextir og fjármagnsflutningar milli landa frjálsir, gengi krónunnar og verðbréf eru á markaði, fiskverð er frjálst og verð á vöru og þjónustu er almennt frjálst nema samkeppni sé ófullnægjandi. Við bætist að ísland er aðili að EES og því lýtur viðskiptalffið sömu lögmálum og í ESB. Ekki þarf að líta langt aftur í tímann til að sjá allt aðra mynd. Fyrir fimmtán til tuttugu árum tóku stjórnvöld beint og óbeint flestar þessar ákvarðanir. Enginn vafi er á því að markaðs- umbæturnar á undanförnum árum hafa lagt grunninn að góðærinu sem ríkt hefur í þjóðarbúskapnum um árabil. Þessar umbætur hafa stuðlað að aukinni samkeppni og gert leikreglur efnahags- lífsins skýrari. Fyrir vikið hefur fram- leiðni og afköst stóraukist í atvinnu- lífinu. Þetta hefur leitt af sér einstakt hagvaxarskeið í sögu landsins. En þótt umræddar umbætur hafi verið víðtækar hafa þær ekki enn náð til allra sviða efnahagslífsins þar sem virkja má samkeppni til gagns. Eitt af þeim sviðum sem setið hefur eftir eru raforku- málin. Þar hafa markaðsöflin ekki enn fengið hlutverk en hins vegar eru í sjónmáli miklar breytingar á því sviði vegna þess að stjórnvöld hafa ákveðið að hrinda þar í framkvæmd markaðs- umbótum. Það blasa því við miklar skipulagsbreytingar í orkubúskapnum. Markaðsvæðing Forsögu málsins má einkum rekja til þriggja þátta. f fyrsta lagi umræddra markaðsumbóta í íslenskum þjóðar- búskap. Þær hafa almennt reynst vel og því eðlilegt að kanna hvort slíkar umbætur geti átt við fleiri greinar atvinnulífsins. í öðru lagi hafa raforku- málin í nágrannalöndunum víða verið markaðsvædd á undanförnum árum með góðum árangri og því er eðlilegt að spyrja hvort reynsla þessara þjóða geti nýst hér á landi. I þriðja lagi gildir tilskipun ESB um innri markað fyrir raforku á öllu EES svæðinu. Tilskipunin gerir kröfur um aðskilnað raforkuflutn- ings frá annarri starfsemi raforku- Lykiltölur (í milljörðum króna) Heildareignir 185 Eiqið fé 100 Velta 30 - Raforka 22 - Hiti 8 Stærð - AFL - MW 1.200 - Framleiðsla - TWh (6,9+1,3) fyrirtækja. Slíkur aðskilnaður er forsenda samkeppni. Upp úr þessum jarðvegi hafa hug- myndir manna sprottið um markaðs- væðingu raforkumála hér á landi. Þannig skilaði nefnd um framtíðarskipulag orkumála á Islandi heildstæðum tillögum í þessa veru í október árið 1996. Þetta var fjölmenn nefnd sem varð sammála urn að mæla með endurskipulagningu raforkumála hér á landi með markaðs- sjónarmið að leiðarljósi. I framhaldi samþykkti ríkisstjórnin stefnumótun sem byggði á þessum tillögum (28. október 1996) og iðnaðarráðherra fylgdi samþykktinni eftir með því að leggja fram á Alþingi þingsályktunartillöu um þetta efni. Frumvarp til raforkulaga hefur verið í vinnslu um nokkurt skeið og er áformað að leggja fram frumvarp á Alþingi í vor. Þá skilaði nýlega nefnd um stofnun landsnets tillögum til ráðherra um framtíðarskipulag raforku- flutnings. Af þessu má sjá að mikill undir- búningur hefur átt sér stað og því er okkur ekkert að vanbúnaði að hefjast handa við markaðsvæðingu raforku- kerfisins. Ekki þarf að fara mörgum orðum um þá hagsmuni sem eru í húfi. I því sambandi nægir að nefna að orkubúskapurinn er stór í þjóðhagslegu samhengi og þess vegna er mikilvægt fyrir heimili og fyrirtæki að hann sé vel rekinn. I töflu sem fylgir hér með getur að líta yfirlit um lykiltölur fyrir orku- búskapinn. Þarkemur meðal annars fram að heildareignir hans eru 185 milljarðar króna og eigið fé er um 100 milljarðar króna. Þetta eru álíka miklar eignir og í öllum iðnaði á landinu. Þá er velta greinarinnar um 30 milljarðar króna og skiptist hún þannig að 22 milljarðar tilheyra raforku og 8 milljaraðar hita- veitum. Aflið er um 1200 MW og framleiðslan um 8,2 TWst. Tilgangur Megintilgangur markaðsvæðingar er að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkulindanna í þágu landsmanna. Samkeppni í vinnslu og verslun með raforku getur gegnt veigamiklu hlutverki í þessu efni. Hér að baki liggur einfald- lega sú hugsun að markaðsumhverfi skili mestum árangri á þessu sviði sem flestum öðrum þar sem samkeppni verður við komið. Við þetta bætist að ríki og sveitarfélög geta dregið sig út úr rekstri og eignarhaldi ef þau svo kjósa og telja sig geta nýtt fjármagnið til annarra þarfa. Engin sérstök ástæða er til þess fyrir ríki og sveitarfélög að binda mikla fjármuni í fyrirtækjum sem starfa í eðlilegu samkeppnisumhverfi. Loks hefur áðurnefnd tilskipun ESB sam- keppni að markmiði. (Framhald á síðu 4) Nýtt kerfi Forsendur samkeppni - aðskilnaður samkeppnis- og einokunarþátta Samkeppni Söluaðili 1 Samkeppni ~ Nolandi Einokun Lands- Dreifí- net kerfi ~ Notandi Söluaðili 2 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.