Vísbending


Vísbending - 26.05.2000, Blaðsíða 2

Vísbending - 26.05.2000, Blaðsíða 2
ISBENDING Virgin - skotpallur nýrra fyrirtækja Varla hefur það farið fram hjá nokkrum manni að frumkvöðull- inn Richard Branson hefur mark- að spor sín í viðskiptasöguna. Fréttir af honum og fyrirtæki hans, Virgin, eru nær daglegt brauð. Fyrir skemmstu kynnti hann einn daginn að hann ætlaði að hefja sölu bifreiða á Netinu sem myndu verða 40% ódýrari en gengur og gerist í Bretlandi og annan daginn tilkynnti hann að farsímadeild Virgin hefði gert 76 milljarða króna samning við Singapore Telecommunications um farsíma- og netþjónustu í Asíu. Fy rirtækj asmiðj a Virgin hóf starfsemi sína á áttunda áratugnum með tímariti fyrir stúd- enta og póstpöntunarfyrirtæki með hljómplötur. Það óx smám saman og varð að risaútgáfu og hljómplötufyrirtæki í kjölfarið á að hljómplata Mikes Old- fjelds, Tubular Bells, seldist í tonnavís. Á níunda áratugnum hefur Virgin-nafnið verið vörumerki margra nýrra fyrirtækja, flugfélags, lestafélags, kóladrykkjar, útvarpsstöðvar, ferðaskrifstofu, fyrir- tækis sem skipuleggur brúðkaup og svo mætti lengi telja. Meira að segja fram- leiddi fyrirtækið um tíma smokka, þó ekki undir Virgin-vörumerkinu. Virgin-veldið minnir helst á japanskt keiretzu þar sem mörg ólík fyrirtæki vinna saman að sameiginlegum hags- munum. Undanfarin ár hefur Virgin verið rekið sem eins konar útungunarstöð nýrra fyrirtækja þar sem sameinuð eru undir einum hatti hugmyndasmiðja og fjárfestingarsjóður. Eftir því sem næst verður komist tilheyra rúmlega 200 fyrir- tæki veldinu og veltu þau um 380 millj- örðum króna á síðasta ári. Eignarhlutur Bransons er áætlaður vera rúmlega 150 milljarðar króna sem kemur honum í 84. sæti á lista yftr 400 ríkustu Evrópubúa síðasta árs (skv. EuroBusiness). Frumkvöðull frumkvöðla ichard Branson er einn af þekktustu frumkvöðlum samtímans og ef mælt er í nýstofnuðum fyrirtækjum þá er hann án nokkurs vafa sá afkastamesti. Það þarf því ekki að koma á óvart að hann var sleginn til riddara fyrir frumkvöð- ulsstarfsemi sína í byrjun þessa árs. Snilli hans sem frumkvöðull er þó sennilega mest fyrir að búa til fyrirtæki sem er skotpallur fyrir ný fyrirtæki, þar sem bæði hugmyndahliðin og fjármálahliðin er að mestu leyti unnin innan húss. Flonum hefur tekist að búa til innri markað fyrir hæfileika, hugmyndir og fjármagn sem fáum öðrum fyrirtækjum hefur tekist. Allir starfsmenn eru hvattir til þess að vera frumkvöðlar, „að búa til viðskipti". Hann hefur nefnilega skilið það sem margir aðrir hafa ekki skilið, að verðmæti verða til með nýjum viðskiptahugmynd- um, sem koma fr á ólíku fólki og samstarfi þess á milli og ef jarðvegurinn er réttur getur nær ótakmarkaður fjöldi frum- kvöðla blómstrað innan fyrirtækis. Innri markaður il að frjósamur jarðvegur geti skap- ast fyrir frumkvöðla innan fyrirtækis þarf fólk að hafa aðgang að áhættu- fjármagni innan fyrirtækis óháð því hver á í hlut. Upphaflega lék Branson hlut- verk eins konar „fjárfestingarengils“ og hann fékk að meðaltali fimm símtöl á dag frá starfsmönnum með nýjar hugmynd- ir. í dag fær hann um 50 bréf á dag frá starfsmönnum með nýjar viðskiptahug- myndir. Markaður fyrir hugmyndir er því einnig fyrir hendi, hver getur sagt að hann fái fleiri en eina viðskiptahugmynd frá starfsmönnum sínum á dag, hvað þá 50? Til þess að slíkur markaður sé fyrir hendi þarf fyrirtæki að vera tilbúið til að gera starfsmenn sína að milljónamær- ingum, vera tilbúið til þess að láta þá uppskera eins og þeir sá. Þeir þurfa að hafa grundvöll til þess að koma hug- myndum sínum á framfæri innan fyrirtækis og fleiri en eina leið til þess. Það verður að ríkja samkeppnisumhverfi um nýjar viðskiptahugmyndir. Góð hugmynd verður einnig að hafa mögu- leika þó að hún samræmist ekki stefnu eða hugsjón fyrirtækis, fyrirtæki mun breytast og það er mun betra að breytingin komi innan frá en að sam- keppnisaðili geri fyrirtækið úrelt. Nýjar viðskiptahugmyndir geta annars vegar orðið ný fyrirtæki sem eru spunnin út frá móðurfyrirtækinu eins og t.d. PalmComputing og flest Virgin-fyrir- tækin eða að ný fyrirtæki eru spunnin inn í fyrirtækið þannig að það breytir fyrirtækinu sjálfu. Þriðji markaðurinn sem þarf að vera fyrir hendi innan fyrirtækis er markaður fyrir hæfileika. Fyrirtæki sem er þekkt fyrir frumleika og frumkvöðla er miklu líklegra til að soga til sín efnilegt starfs- fólk en fyrirtæki sem spilar eftir hefð- bundnu starfaskipulagi með formlegri goggunarröð. Möguleikarnir til þess að gera eitthvað nýtt, skapandi eða skemmtilegt, verður að vera fyrir hendi þar sem fólki umbunað fyrir það sem það gerir. Hugsjónin á þó ekki að vera prýdd peningum heldur líkust því sem gerist í félagasamtökum og íþróttaliðum þegar samstarfið og sigurinn er tilgang- ur leiksins og markmiðið er að gera eitthvað nýtt eða nýstárlegt sem nægi- lega margir eru tilbúnir til að greiða fyrir. Tækifæri ekki vandamál Fjórar spurningar eru notaðar hjá Virgin sem meginforsendur til að meta hversu álitleg viðskiptahugmynd er og hversu vel hún hentar Virgin: 1) Hverjir eru möguleikarnir á að endur- skipuleggja markaðinn og hver er hagsbótin fyrir neytendur? 2) Er hug- myndin nægilega nýstárleg til þess að hún réttlæti Virgin-vörumerkið? 3) Mun tækifærið njóta á einhvem hátt góðs af þeim hæfileikum og reynslu sem Virgin hefur öðlast í öðrum rekstri fyrirtækis- ins? 4) Er einhver leið að halda fjárfest- ingaráhættunni innan hæfilegra marka? Formúla Virgin til þess að skapa ný fyrirtæki er þó ekki auðskilin, ef það er f raun hægt að tala um formúlu þegar markaðsöfl innri markaðarins em mikil- vægust. Engin formúla er heldur pott- þétt, sérstaklega ekki til að búa til ný fyrirtæki. Þetta vita allir áhættufjárfestar og þetta veit Branson einnig. Nokkur af fyrirtækjum hans hafa átt í miklum erfiðleikum en hefur þó verið haldið á floti til þess að halda ímynd Virgin óspilltri. Árið 1992 þurfti Branson að selja óskabam veldisins Virgin Music til EMI til þess að fjármagna m.a. flug- félagið Virgin Atlantic. I aprílmánuði þurfti hann að selja 49% af flugfélaginu Virgin Atlantic til Singapore Airlines til þess að bjarga m.a. Our Price hljóm- plötukeðjunni frá gjaldþroti. Virgin Cola hefur heldur ekki skilað miklum auði þar sem markaðskostnaður er hár en fram- legðin lítil, þess vegna hefur Virgin reynt að breikka vömlínuna til þess að auka arðsemi fyrirtækisins. Árið 1997 keypti Virgin belgískt flugfélag sem var skírt Virgin Express og „fleytt“ á hlutabréfa- markaðinn í Belgíu. Hlutabréfaverðið hefur lækkað um 2/3 og skipt hefur verið um stjórn fyrirtækisins. Victory Corp- oration sem var stofnað 1996 utan um smásölu á snyrtivörum og tískufötum hefur tapað rúmlega fjórum milljörðum króna frá því að það var stofnað og einbeitir sér núna eingöngu að snyrti- vörum. Branson styður við fyrirtæki Virgin sama hvað á dynur. Stundum er þó sennilega betra að sætta sig við að við- skiptahugmynd gengur ekki upp. Of mikil þrjóska geturreynst Virgin-veldinu dýrkeypt ef ytri aðstæður eru óhag- stæðar. Branson mun þó vonandi áfram gera það sem hann gerir best, og það sem aðrir hafa lært af honum, að einbeita sér að tækifæmm en ekki vandamálum. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.