Vísbending


Vísbending - 26.05.2000, Blaðsíða 4

Vísbending - 26.05.2000, Blaðsíða 4
(Framhald af síðu 3) réttindamál blökkumanna. Hann hefur beitt sér gegn skaðvænum sérhags- munahópum eins og til dæmis tóbaks- framleiðendum og byssuvinafélaginu (National Rifles Association). Hann á heima í A-flokki, eins og A1 Gore vara- forseti og væntanlegur forsetafram- bjóðandi demókrata næsta haust - og einnig Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Blair á einmitt mikinn þátt í þvf að hafa flutt brezka Verkamanna- flokkinn úr C-flokki í A-flokk með þ ví að hefja hagkvæmni í öndvegi í stefnu flokksins án þess þó að ganga á rétt- lætiskjarnann í jafnaðarstefnunni, sem flokkurinn hefur fylgt frá upphafi. Undir forustu Blairs hefur Verkamannaflokk- urinn til dæmis ekki skirrzt við að heimila skólagjöld í brezkum háskólum til að efla þá til frekari dáða. Háskólar geta því aðeins rækt hlutverk sitt - þar á meðal jöfnun aðstöðumunar - til fullnustu, að þeir hafi nægt fé til ráðstöfunar. Ef ríkis- valdiðtreystirsérekki til að sjáháskólum fyrir nægu rekstrarfé, þá verður það að leyfa þeim að afla aukafjár á eigin spýtur, til daemis með skólagjöldum. íhaldsflokkurinn brezki er í B-flokki. Undir forustu Thatchers forsætis- ráðherra réðst ríkisstjórn íhaldsmanna í róttækar umbætur í efnahagsmálum eftir 1979. Árin á undan hafði efnahag Bretlands hnignað smám saman, og íhaldsmenn skelltu skuldinni að nokkru leyti á verklýðsfélögin og valdbeitingu þeirra í kjarasamningum. Ríkisstjórn Thatchers einsetti sér því að setja verk- lýðsfélögunum stólinn fyrir dyrnar, draga úr verðbólgu og selja ríkisfyrir- tæki. Thatcher hafði engar umtalsverðar áhyggjur af áhrifum þessara aðgerða á jöfnuð, þótt ýmislegt virtist benda til þess, að ójöfnuður hefði ágerzt, enda kom það á daginn. Minni verðbólga kemur þeim bezt, sem minnst mega sín, hefði hún að vísu getað sagt, með réttu, en hún skeytti ekki sérstaklega um þann þátt málsins. Með líku lagi má skipa Reagan Bandaríkjaforseta í B-flokk, og einnig Bush eftirmanni hans. Norrænum og frönskum jafnaðar- mönnum virðist yfirleitt mega skipa í C- l'lokk. Þeirleggjahöfuðáherzlu áréttlæti, jafnvel þótt það kunni að einhverju leyti að bitna á hagkvæmni. Þeir aðhyllast að sönnu markaðsbúskap á flestum svið- um og hafa gert það í næstum hálfa öld, en þeir halda samt áfram að tortryggja markaðslausnir til dæmis í menntamálum og heilbrigðismálum, af því að þeir óttast aukinn ójöfnuð af þeim völdum. Hér skilur á milli brezkra jafnaðarmanna undir forustu Blairs og norrænna og franskra jafnaðarmanna, en þýzkir jafn- aðarmenn virðast enn eiga eftir að gera það upp við sig, hvorn flokkinn þeir vilja fylla. Nú, þegar jafnaðarmenn hafa nýlega tekið aftur við landstjórninni í Þýzkalandi eftir 16 ára hlé, má telja lík- legt, að þeir taki af skarið innan skamms. Brezkir jafnaðarmenn fordæma sam- eiginlega landbúnaðarstefnu Evrópu- sambandsins, af því að hún er óhag- kvæm og einnig óréttlát, franskir ekki. Það segir sitt. Þingflokki repúblikana í Banda- ríkjunum, eins og hann er nú innréttaður, virðist mega raða í D-flokk. Það er af, sem áður var: þar í flokki berjast menn nú margir hverjir gegn frjálsum við- skiptum innan lands og út á við og ganga ótrauðir erinda sérhagsmunahópa bæði leynt og ljóst, þar á meðal eru tóbaks- bændur og byssuvinir - án þess að blikna. Evrópskir bændaflokkar eiga einnig heima í D-flokki, og einnig rúss- neskir kommúnistar og þjóðemissinnar, og hvergi annars staðar. Þennan lista mætti hafa miklu lengri. Þessir flokkar eiga það yfirleitt sameiginlegt, þótt þeir séu að sönnu ólíkir að ýmsu öðru leyti, að þeir gæta þröngra sérhagsmuna þvert á almannahag og kæra sig því í reyndinni kollótta um hagkvæmni og réttlæti nema þá handa fáum útvöldum. Orð eru til alls fyrst Um þessa flokkun þarf að sönnu að hafa ýmsa fyrirvara, til dæmis þann, að stjómmálaflokkar, einkum stórir flokkar, hýsa yfirleitt margvísleg sjónar- mið. Einstakir menn í einum og sama flokki geta því lent í ólíkum hólfum í töflunni. Stefnuskrá flokksins er iðulega svo loðin, að ólíkir flokksmenn geta skipað flokki sínum í ólík hólf eftir því, hvernig þeir kjósa að túlka stefnu- lýsinguna. Af þessu má þó helzt ekki álykta sem svo, að kjósendur eigi að dæma flokka og menn af athöfn þeirra ein- göngu, ekki orðum. Nei, málið er aðeins flóknara en svo. Eigum við að lasta Hannes Hafstein fyrir það, að hann lét rangláta kosningalöggjöf viðgangast á heimastjórnarárunum? Ekki finnst mér það. Við eigum heldur að lofa hann fyrir að hafa þó að minnsta kosti kveðið upp úr um hætturnar, sem fylgja miklu mis- vægi atkvæðisréttar eftir búsetu. Kjami málsins er sá, að stjórnmálaþróun lands ræðst af ýmsu öðru en ásetningi ein- stakra landstjórnenda. Hannes Hafstein réð þessu ekki einn, en hann þagði samt ekki. Orðin voru mikilvægari en athöfn- in. Stjómmálaforusta Jóns Sigurðsson- ar fólst ekki heldur í því, sem hann gerði, enda var það í rauninni ekki mikið, ástand landsins bauð ekki upp á það - heldur í því, semhann sagði. Það skipti sköpum. Ein spurning að lokum: voru Jón Sigurðsson og Hannes Hafstein hægri menn eða vinstri menn? Spurningin er auðvitað út í hött. Hins vegar virðist mega skipa þeim vafningalaust í A-flokk í töflunni að ol'an, því að þeir börðust báðir fyrir hagkvæmni og réttlæti, hvor með sínu lagi, einkum Jón forseti. ISBENDING Aðrir sálmar \____________________________________y í ! | Eins dauði er annars líf mmæli biskups um bágan hag fólks hafa vakið mikla athygli. Hér í þessum dálkum hefur áður verið vakin athygli á því að ákveðnir aðilar virðast þrífast á eymdinni og því að sannfæra allt og alla um hve mikil hún sé. Biskup fer leið sem margir hafa gripið til í ljósi þess að sýna fram á það með tölum, að hagur þeirra sem lægst hafa launin hefur batnað á undanförnum árum. Hann gríp- ur til þess ráðs að segja að bilið hafi aukist milli manna. Þessi tegund hag- fræði byggir á því að ekki skipti mestu hve mikið maður ber sjálfur úr býtum heldur hitt að aðrir fái ekki miklu meira. Á þessu byggir heimspeki jafnaðar- stefnunnar, sem reynd hefur verið með víða um heim með árangri sem þeir þekkja sem kynna sér samtímasögu. Það er áhyggjuefni að biskup, sem vissulega á að hugsa um hag smælingja, skuli ekki gera sér grein fyrir því að þeirra hagur versnar ekkert þó að öðrum líði vel. En þar kemur einmitt að öðrum þætti í um- mælum biskups um að enginn græði nema annar tapi. Hér hlýtur að vera misskilningur biskups á ferðinni því að hann getur ekki séð sér neinn hag í því að fara með fleipur. Sjálfskipaðir máls- varar „smælingjanna" verða að gera sér grein fyrir því að það er óheppilegt að færa umræðu um kjör þeirra á villigötur. Milli heimsstyrjalda kom fram á sjónarsviðið ný fræðigrein, leikjafræði. Þar er ein helsta forsenda í fræðunum sú, að sérhver átök væri hægt að skil- greina sem keppni tveggja skynsamra einstaklinga og að summan af ágóða þeirra væri ávallt núll. Biskup virðist hallast að því að þetta líkan lýsi vel hagkerfinu hér á landi. Svo er þó alls ekki, sem auðveldlega sést af því að margir einstaklingar geta unnið saman að verkefnum sem bæta hag allra, til dæmis með því að bæta heilbrigðiskerfið þannig að unninn sé bugur á ákveðnum sjúkdómum. Það vernar engum öðrum þess vegna. Með sama hætti geta allir tapað, til dæmis í náttúruhamförum sem eyða byggð og lífi. Við þær verður engin önnur byggð eða annað líf til annars staðar. Ummæli biskups benda til þess að það sé mikilvægt að efla hagfræði- og sögukennslu við guðfræðideildina. V____________________ /Ritstjórn: Eyþór ivar Jónsson ritstjóri ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.