Vísbending - 23.06.2000, Síða 1
V
Viku
ISBENDING
rit um viðskipti og efnahagsmál
23. júní 2000
25. tölublað
18. árgangur
Tuttugasta öldin er öld hagsældar,
þar sem efnahagsstjórnun var
höfð í öndvegi, þó svo að
mismunandi leiðir hafi verið famar. I lok
þeirrar aldar hefur markaðsbúskapurinn
og frjálshyggjan haft vinninginn yfir
áætlunarbúskap og miðstýringu. Engu
að síður hefur umfang ríkisvaldsins
aukist en ekki minnkað allt frá lokum
seinni heimsstyrjaldar. Þetta vekur upp
spurningar um hvort þörfin sé að aukast
en ekki að minnka og hvort við munum,
þegar fram í sækir, sjá aukinn hlut ríkis-
valdsins á kostnað einkaframtaksins.
Útþensla rúdsvaldsins
Utgjöld hins opinbera hafa aukist
mikið á tuttugustu öldinni, einna
mest í Evrópu þar sem þau hafa fjór-
faldast sem hlutfall af vergri landsfram-
leiðslu (sjá einnig mynd 1). í löndum
Evrópu tók hið opinbera að blása út á
fjórða áratugnum í kjölfar fyrri heims-
styrjaldarinnar, þegar ríkisstjórnir
reyndu að berjast gegn atvinnuleysi og
fátækt í kreppunni. Hugmyndin, sem
hagfræðingurinn John Maynard
Keynes varð einna fyrstur til að rök-
styðja, var að snúa við niðursveiflu
kreppunnar með því að auka ríkisútgjöld.
Sköpuð voru störf í opinbera geiranum,
ýmsum opinberum verkefnum hrundið
af stað og almannatryggingakerfi byggt
upp. í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar
komst einnig sú skoðun í tísku að n'kið
ætti að stýra lykilatvinnugreinum þjóða
en það jók verulega á rfldsumsvifin. Þetta
gerðist í efnahagskerfi sem kenndi sig
við markaðsbúskap, rflcisumsvifin voru
mun meiri hjá þjóðum sem kenndu sig
við áætlunarbúskap.
Bylgja miðstýringar tók á sig öfga-
kennda mynd í Sovétríkjunum en eftir
byltingu bolsévfka árið 1917 kvað mun
meira að þjóðnýtingu og yfirtöku hins
opinbera á efnahagskerfinu en annars
staðar. í lok seinni heimsstyrjaldarinnar
náði sovéska líkanið meiri útbreiðslu í
stríðshrjáðum löndum Austur-Evrópu
sem sett voru undir verndarvæng
sovéska hersins og svo seinna í Kína.
A áttunda áratugnum var svo komið að
Ríkisbáknið
um helmingur allra jarðarbúa bjó við
áætlunarbúskap að hætti Sovétríkjanna.
Astæður
Að hluta til má ætla að áætlunarbú-
skapur Sovétrfkjanna hafi að
einhverju leyti ýtt undir aukna mið-
stýringu annars staðar vegna þess að
mikið af menntamönnum og róttækum
vinstri mönnum þrýsti á um aukinn
áætlunarbúskap. Astæðan var sú að
miðstýrða kerfið leit mjög vel út á
yfirborðinu og hafði náðst með því
árangur þar sem hægt var að beina
framleiðsluþáttunum í þá átt sem skilaði
mestri framleiðslu. Með þeim hætti tókst
miðstýrðum þjóðum að gera róttækar
breytingar á efnahagsskipulaginu á
skömmum tíma. Aukning ríkisútgjalda
á Vesturlöndum eftir seinna stríð má þó
að mestu leyti skýra með því að ríkið tók
að sér mörg ný verkefni sem tengjast
almannatryggingakerfinu, endurdreif-
ingu tekna og aukinni áherslu á æðra
menntakerfi. Vöxt ríkisútgjalda sem
hlutfall af vergri landsframleiðslu má þó
einnig skýra að einhverju marki, eins og
hagfræðingurinn William J. Baumol
hefur bent á, með því að framleiðni í
einkageiranum hefur aukist hratt á
öldinni en hins vegar hefur framleiðni í
opinbera geiranum vaxið lítið sem
ekkert. Astæðan er sú sama og gerði
það að verkum að áætlunarbúskapurinn
brást þegar lengra leið á öldina; kerfið
leiðir til stöðnunar en ekki framþróunar
þar sem það býður ekki upp á frumkvæði
eða nýsköpun sem markaðsöflin leiða
af sér.
Verkefnaval
Utgjöld hins opinbera á Islandi eru
um 37% af vergri landsframleiðslu.
Þau eru því minni en víða annars staðar
og minni nú en þau hafa verið allan
áratuginn. Engu að síður eru 37% mjög
hátt hlutfall, ekki síst í ljósi þess að það
var innan við 20% árið 1945 (sjá mynd
2). I upphafi aldarinnar skrifaði hagfræð-
ingurinn Joseph Schumpeter ritgerð um
ríkisvaldið („Der Steuerstaat"), þar
talaði hann um nýtt tímabil ríkisstjórna
eftir stríð þar sem þær myndu fjármagna
útgjöld sín með aukinni skattheimtu,
hugsanlega 5% af VLF. Ef farið væri
fram úr því hlutfalli væri mikil hætta á
óðaverðbólgu. Ríkisstjórnir voru þó
ötular við að fjármagna útgjöld sín langt
umfram þetta hiutfall. Seinna reiknaði
hagfræðingurinn Colin Clark út að hlut-
fall skattheimtu af VLF mætti ekki fara
(Framhald á síðu 4)
Mynd 1. Útgjöld hins opinbera í nokkrum löndum í hlutfalli við
verga landsframleiðslu 1916, 1960 og 1998 (%)
70
60
50
40
30
20
10
-1
Ji J h lj Lj ~ Jl
^ ^ ^
er
& Jp
<6l
1
Tuttugasta öldin hefur
haft það í för með sér að
hið opinbera hefur bólgn-
að út.
2
Þórður Friðjónsson for-
stjóri Þjóðhagsstofnunar
fjallar um mikilvægi raf-
rænna viðskipta.
3
Þorvaldur Gylfason pró-
fessor fjallar urn atvinnu-
skiptingu mannaflans. Þar
kemur fram að þjónusta er
4
orðin langmfldlvægasu
atvinnuvegurinn hér á landi
rétt eins og annars staðar.
1