Vísbending - 23.06.2000, Page 3
ISBENDING
Mannauður er undirstaða efnahagslífsins
Mynd 1. Atvinnuskipting mannaflans
1801-1998
Um aldamótin 1800 lifðum við
íslendingar næstum eingöngu
á landbúnaði. Nánar tiltekið
höfðu 86% af mannaflanum framfæri sitt
af búskap, og 6% sóttu sjóinn meðfram
búskapnum (mynd 1). Iðnaður var
næstum enginn (1%). Um 11%
mannaflans voru skráð í þjónustustörf,
en í þeim hópi eru ómagar flestir og
síðan þeir, sem stunda „ólíkamlega
atvinnu”, svo sem embættismenn,
menntamenn, málafærslumenn, blaða-
menn o.þ.h. (Hagskinna, bls. 211). Um
aldamótin næst á undan voru nær allir
skráðir bændur skv. Manntalinu 1703,
en sumir gegndu þá aukastörfum eins
og æ síðan, og voru þá hreppstjórar
(670), prestar (245), smalar (112), smiðir
(108), skólapiltar (76), þjónustumenn
(71), lögréttumenn (43), vikapiltar (32),
skólalærðir (26), sýslumenn og lög-
sagnarar (21), hestasveinar (14),
próventumenn (9), skólameistarar og
kennarar (7) og böðlar (7), svo að 14
algengustu starfsheitin séu talin upp í
réttri röð. Atvinnuskipting kvenna var
þessi: þjónustustúlkur (142), bamfóstr-
ur (38), vikastúlkur (30), lærðra manna
ekkjur (26) og smalastúlkur (13). Takið
eftir því, að lærðra manna ekkjur vom
jafnmargar og lærðir menn.
Brey ttir atvinnuhættir
Um aldamótin 1900 hafði atvinnu-
skiptingin breytzt talsvert: hlutdeild
landbúnaðar í mannaflanum var þá
komin niður í 60% til að rýma fyrir aukinni
vinnu við sjávarsíðuna (17%) og iðnaði
(5%). Þegar líða tók á öldina, urðu
breytingamar stórstígari. Arið 1960 var
hlutdeild landbúnaðarins í mann-
aflanum komin niður í 15%, og hlutdeild
útvegsins hafði minnkað í 15%. Iðnaður
og þjónusta höfðu tekið kipp og tóku
nú til sín 26% og 44% af mannaflanum,
eða samtals 70%.
Þessi þróun hefur haldið áfram síðan
1960. Landbúnaður er nú kominn niður
í 4% af mannaflanum og sjávarútvegur
(fiskveiðar og vinnsla) í 9%. Báðir þessir
atvinnuvegir stefna lægra, enda er of
margt fólk enn bundið við land og sjó.
Hitt kann að koma einhverjum á óvart,
að hlutdeild iðnaðar hefur dregizt saman
síðan 1960 og er nú aðeins 20% af mann-
afla. Þetta er í samræmi við atvinnuþróun
í öðrum löndum, þar sem síaukin
þjónusta dregur til sín vinnuafl úr iðnaði
□ Landbúnaður
□ Sjávarútvegur
■ Iðnaður
□ Þjónusta
1801
1901
1960
1998
eins og hér. Við þetta bætist staðbund-
inn sambúðarvandi iðnaðar og sjávar-
útvegs hér heima, sem leiðir af gengis-
skráningu, sem hefur verið iðnaðinum
óvilhöll og er enn — og verður það
áfram enn um sinn, unz veiðigjald verður
loksins tekið upp.
Mannauður og þjónusta
Allt ber þetta að einum brunni.
Þjónusta er langmikilvægasti
atvinnuvegur íslands ekki síður en
annars staðar um heiminn. I OECD-
löndum nemur þjónusta yfirleitt um
tveim þriðju hlutum landsframleiðsl-
unnar, iðnaður um 30% og landbúnaður
(þ.m.t. sjávarútvegur) um 2-3% eða
minna. I mörgum þróunarlöndum og
fyrrverandi kommúnistalöndum er
hlutdeild þjónustu í landsframleiðslu
komin upp fyrir helming.
Mynd 2 sýnir atvinnuvegaskiptingu
landsframleiðslunnar hér heima í fyrra
(1999). Þá komst skerfur þjónustu til
landsframleiðslunnar upp í 62% borið
saman við 52% árið 1980. Iðnaður (án
fiskiðnaðar) leggur til fjórðung lands-
framleiðslunnar, svipað og 1980. Mikil
framleiðni í íslenzkum iðnaði lýsir sér
meðal annars í því, að hlutdeild iðnað-
arins í mannafla er aðeins 20% (mynd 1),
þótt hlutdeild hans í landsframleiðslunni
sé 25%.
Sjávarútvegur hefur dregizt saman
(veiðar og vinnsla) miðað við landsfram-
leiðslu: skerfur útvegsins til landsfram-
leiðslunnar var 11% 1999 á móti 17%
1980. Þetta er eðlileg þróun og hlýtur
halda áfram. Ástæðan er einföld. Lands-
framleiðslan hefur vaxið örar síðan 1980
en aflaverðmæti úr sjó, þar eð fisk-
stofnarnir eru fullnýttir og ríflega það.
Mannauðinum, sem er undirstaða þjón-
ustunnar, eru á hinn bóginn engin
takmörk sett. Til samanburðar var
hlutdeild útvegsins í mannafla 9% 1998
(sjá mynd 1).
Þessar tölur um útveginn — 11 % af
(Framhald á síðu 4)
Mynd 2. Atvinnuvegaskipting
landsframleiðslunnar 1980-1998 (%)
3