Vísbending


Vísbending - 29.09.2000, Blaðsíða 3

Vísbending - 29.09.2000, Blaðsíða 3
ISBENDING Atvinnuleysi, laun og verkföll Þorvaldur Gylfason prófessor Mikið og þrálátt atvinnuleysi hefur einkennt efnahagsþró- un Evrópusambandsland- anna síðan um 1980. Atvinnuleysið í Evrópu stafar þó ekki af því, að Evrópu- sambandinu hafl verið mislagðar hendur í efnahags- og atvinnumálum, þvi að atvinnumál eru ekki í sameiginlegum verkahring Sambandsins. Vandinn er sá, að einstökum aðildarþjóðum, eink- um Frökkum, Þjóðverjum og ítölum, hefur mistekizt á eigin spýtur að gera vinnumarkaðinn á hverjum stað svo úr garði, að allir hafi næg verk að vinna. Vandinn er staðbundinn. Osveigjanleiki Þetta mikla atvinnuleysi má líklega að mestu leyti rekja til ósveigjanleika og miðstýringar á vinnumarkaði víðast hvar á meginlandinu í andstöðumerk- ingu við sveigjanlegan og dreifðan vinnumarkað í Bandaríkjunum, þar sem atvinnuleysi er miklu minna en í Evrópu og fer minnkandi (mynd 1). Við þetta bætist mikið aðhald í pen- ingamálum Evrópusambandsríkjanna, en það hefur dregið úr eftirspum eftir vinnuafli. Þó hefúr rofað til í einstökum aðildarlöndum Sambandsins, eins og til dæmis í Danmörku, Bretlandi, Finn- landi, Hollandi og Svíþjóð, þar sem atvinnuleysi hefur minnkað til muna undanfarin ár. I Finnlandi virðist mega rekja minna atvinnuleysi að nokkru leyti beinlínis til inngöngu Finnlands í Evrópusambandið í ársbyrjun 1995, því að eftir það hríðlækkaði matarverð í Finnlandi, svo að kaupmáttur heimilanna jókst og aukin eftirspum eftir vinnuafli Mynd 1. Atvinnuleysi 1970-1999 (% af mannafla) ^ ^ ^ ^ ^ ^ é 4? V V fylgdi í kjölfarið. Samaáviðum Svíþjóð, en í minni niæli, þar eð landbúnaðar- stefna Svía var ekki eins óhagkvæm og landbúnaðarstefna Finna fyrir inngöng- una. Hátæknibyltingin hefur einnig stuðlað að minnkandi atvinnuleysi meðal annars vegna þess, að hátækni- fýrirtækin, sem eru helzti vaxtarbroddur efnahagslífsins i Finnlandi og Svíþjóð, hafa yfirleitt sveigjanlegra vinnuafl í þjónustu sinni en gengur og gerist annars staðar á vinnumarkaði. Mynd 1 sýnir einnig atvinnuleysið í Japan og hér heima ti 1 samanburðar við Evrópusambandið og Bandaríkin. Jap- anar búa við sveigjanlegan vinnu- ntarkað og að sama skapi sveigjanlegt fyrirkomulag launagreiðslna, svo að atvinnuleysi hefur haldizt lítið í landinu, en það hefur að vísu aukizt verulega síðustu ár vegna þess, hversu hagvöxt- ur hefur hægt á sér. Telja má víst, að atvinnuleysið þar eystra minnki aftur, þegar hagkerfið réttir úr kútnum. Atvinnuleysi hefur allajafna verió mjög lítið á Islandi, en það jókst þó verulega á fyrri helmingi 10. áratugsins, þegar hægði á hagvexti um skeið. Atvinnu- leysið hefur síðan minnkað aftur niður Mvnii 2. Raunlaun og atvinna i Evrópu og Ameríku 1970-1999 (1970=100) Evrópusambandið Bandaríkin í 2% af mannafla og er nú minna en jafnvel í Japan, að ekki sé minnzt á Evrópusambandið. Lítið atvinnuleysi hér heima má þakka mikilli uppsveiflu í efnahagslífinu og heimsbúskapnum undangengin ár og einnig hinu, að íslenzkur vinnumarkaður er að ýmsu leyti sveigjanlegri en gengur og gerist í nálægum löndum. Þó vantar talsvert enn á sveigjanleikann, enda er vinnu- markaðsskipulagið að miklu leyti óbreytt enn frá fyrri tíð og gafst þá ekki vel. Einn galli miðstýringar á vinnumark- aði lýsir sér í því, að launahlutföll ólíkra starfsstétta lúta vilja verklýðssamtaka og vinnuveitenda án fulls tillits til framboðs og eftirspurnar. Setjum svo, að stjórnvöld ákvæðu að hefja nýja sókn í menntamálum til að korna til móts við óskir foreldra og nemenda um betri skóla. Til þess þyrfti trúlega að hækka laun kennara verulega og leitajafnframt leiða til að tengja laun þeirra við afköst, svo sem gert hefur verið með góðum árangri í Háskóla íslands. Þetta gæti þó strandað á samtökum annarra launþega, því að forustumenn þeirra hafa sagt, að umbjóðendur þeirra myndu eiga heimt- ingu á sams konar kj arabótum og kennar- ar telja sig þurfatil aðkoma skólamálum í eðlilegt horf. Miðstýring á vinnumark- aði stendur þannig í vegi fyrir nauðsyn- legum umbótum í menntamálum og hamlar hagvexti með því móti til langs tíma litið. A frjálsum vinnuntarkaði myndi aukin eftirspurn eftir góðum kennurum einfaldlega hækka laun þeirra ntiðað við aðra starfshópa og styrkja skólana með því móti án þess að kalla á almenna kauphækkun og aukna verð- bólgu. r Olík þróun Vinstri helmingurinn á mynd 2 sýnir, hversu raunverulegur launakostn- (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.