Vísbending


Vísbending - 29.09.2000, Blaðsíða 4

Vísbending - 29.09.2000, Blaðsíða 4
ISBENDING Myncl 3. Vinnutap vegna verkfalla 1982-1999 Aðrir sálmar 100 200 300 400 500 Meðalfjöldi vinnudaga á ári á 1000 starfsmenn 700 (Framhald af síðu 3) aður hefur hækkað í Évrópu síðan 1970 og hversu störfum hefur fjölgað. Verk- lýðsfélög eru yfirleitt öflug í Evrópu, og þau hafa neytt afls síns til að knýja fram myndarlega kaupmáttaraukningu, eins og efri ferillinn sýnir, enda er það höfuðmarkmið þeirra að hækka laun. Vinnuveitendur geta einnig séð sér hag í að greiða há laun til að halda í góðan starfskraft, hvað sem starfsemi verk- lýðsfélagalíður.En skuggahliðinámikilli kaupmáttaraukningu, sem á sér ekki stoð í aukinni framleiðni, er þessi: atvinna staðnar, ef kauphækkunin reyn- ir um of á greiðslugetu fyrirtækjanna. Þessi varð raunin i Evrópu: atvinna stóð í stað eða því sem næst frá 1970 fram yfir miðjan níunda áratuginn, eins og neðri ferillinn á mynd 2 sýnir. Þegar hægði á hækkun kaups, byrjaði atvinna loksins að aukast. A1 It tímabi I ið 1970-1999j ókst kaupmáttur launa um rösk 60%, en atvinna jókst aðeins um 14%. I Bandaríkjunum varð þróunin önnur, eins og hægri helmingurinn á mynd 2 sýnir. Þar hækkuðu laun tiltölu- lega hægt, enda ráðast laun að mestu leyti á frjálsum markaði þar vestra án afskipta öflugra hagsmunasamtaka, svo að kaupmáttur launa jókst um innan við 30% frá 1970 til 1999. Ekki getur það taliztmikil aukning. Þettaörvaði fyrirtæki á hinn bóginn til að ráða fleira fólk í vinnu, svo að atvinnajókst um 70%yfir tímabilið. Þarna höfum við líkast til vænan hluta skýringarinnar á þvf, hvers vegna atvinnuleysi er næstum ekkert í Bandaríkjunum,enmikið—alltofmikið! — í Evrópu. Verkföll og vinnutap Vinnumarkaður ýmissa OECD-ríkja hefur tekið stakkaskiptum undan- gengin ár. Bretland reið á vaðið eftir 1979, þegar ríkisstjórn Margrétar Thatcher réðst gegn trénuðu vinnu- markaðsskipulagi og lagði með því móti grunninn að þeim aukna sveigjanleika, sem hefur ásamt öðru dregið mjög úr atvinnuleysi á Bretlandseyjum og eflt hagvöxt. Nýja-Sjáland og Astralía fýlgdu á eftir og stokkuðu hressilega upp á vinnumarkaði þar suður frá, einkum Nýja-Sjáland. Frakkland hefur á hinn bóginn engu breytt enn á þessum vettvangi, að heitið geti, svo að mikið atvinnuleysi hefur náð að festa rætur í landinu. Norðurlöndin, þar á meðal ísland, hafa þokazt í rétta átt, en hægt. íslenzkur vinnumarkaður er að sumu leyti sveigjanlegri en vinnumarkaður annars staðar á Norðurlöndum. Vinnu- afl er til að mynda hreyfanlegra á milli landshluta hér en þar, meðal annars vegna þess, að velferðarkerfið hér er ekki eins örlátt, svo að menn missa þá minna úr aski sínum heima fyrir, ef þeir flytja sig um set. I Noregi og Svíþjóð þurfa menn stundum að fórna ýmsum áunnum réttindum (t.d. dagheimilis- plássi fyrir börn), ef þeir flytja af einum stað á annan, og lenda þá aftast í biðröðinni á nýjum stað. Vinnumarkaðurinn er ósveigjan- legri að sumu öðru leyti hér heima en annars staðar um Norðurlönd. Hér er til dæmis minni vinnufriður en þar. Skoðum það. Mynd 3 sýnir, að hér hafa tapazt hlutfallslega miklu fleiri vinnudagar en víða annars staðar samkvæmt nýjum upplýsingum OECD. Vinnutap af þessu tagi virðistyfirleitt að öðru jöfnu líklegra á miðstýrðum og þar af leiðandi stirðum vinnumarkaði, eins og til dæmis í Kanada og Finnlaiidi, en á frjálsum, lausum og liðugum vinnumarkaði, eins og til dæmis í Bandaríkjunum, þar sem yfirleitt er samið um kaup og kjör í hverju fyrirtæki fyrir sig án íhlutunar verklýðsfélaga eða samtaka vinnuveitenda. Þetta er þó alls ekki einhlítt, því að Norðmenn og Svíar hafa tapað tiltölulega fáum vinnudögum vegna verkfalla þrátt fyrir umtalsverðan ósveigjanleika á vinnumarkaði þar í landi. 1 Japan, Austurríki og Þýzkalandi (ekki sýnt á myndinni) var vinnutap af völdum verkfalla á hinn bóginn nánast ekki neitt á sama tíma. Seinnihálfleikur r Inýrri kvikmynd Clints Eastwoods Space Cowboys kveður við nokkuð nýjan tón í togstreitu æsku og elli frá glamúrborginni Hollywood. Ellin er borin með virðingu í stað þess að gert er út á æskudýrkun „baby boom“- kyn- slóðarinnar, þar sem enginn er árinu eldri en þrítugur. Togstreita vegna aldurs hefur sennilega aldrei verið meiri í vestrænum þjóðfélögum en undanfarin ár. Þeim semteljasttil eldri borgarafjölgar óðum.Hérálandieruum 1 l%afþjóðinni í þessum flokki, eða 32 þúsund manns, en áætlað er að þeir verði um 18% að tuttugu árum liðnurn. Engu að síður þá vilja sífellt færri telja sig til þessa hóps, sífellt fleiri vilja veraungir um allan aldur. A hinn bóginn er kerfisbundið reynt að ýta eldra fólki út úr atvinnulífinu og tryggingasérfræðingar líta á það sem þjóðhagslega byrði. Reyndar er sá aldur sem notaður er sem viðmið eins konar ,,úrcldingar“ á vinnumarkaði alltaf að lækka. Aður fyrr fengu stjórnendur t.d. eilífðarráðningu en ólíklegt er að stjórnandi sem er ráðinn í dag verði við stýrið að tíu árum liðnum. Og 45 ára gamall stjórnandi gerir sér grein fyrir að hann hefur náð hápunkti ferils síns enda hefur hann þá verið að vinna við það sama í tuttugu ár. Ein afléiðingin mun verða sú að fólk mun setjast í helgan stein mun fyrr en áður. Um leið verður framleiðsla og ábyrgð á lífskjörum þjóðar á færri hönd- um. Það eru þó ekki allir sem geta eða vilja láta af störfum. Lausnin er hins vegarekki fólgin í því að sitjasem fastast í þeim stólum sem setið hefur verið í áratugum saman þar sem hætt er við að fólk setjist í helgan stein í vinnunni. Eilífðarráðning heyrir sögunni til og í fyrsta sinn er reyndar líklegra að starfs- maður lifí fyrirtækið en fyrirtækið starfs- manninn. Lausnin er tengd símenntun. Fólk verður að miða líf sitt við að það komi til með að gegna fleiri störfum en nú er á ævinni, það verður að búa sig undirnýjan starfsferil ámeðan þaðnýtur ávaxtanna af þeim fyrsta. Ný og spenn- andi verkefni er víða að finna. Hvernig sem menn fara að þá verða þeir að búa sig undir seinni hálfleikinn ellegar eiga á hættu að vera skipt út. v_____________________________________y ('Ritstjórn: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri og' ábyrgðarmaður og Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvisindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.