Vísbending - 15.12.2000, Qupperneq 2
ISBENDING
Að opna lönd
Mynd 1. Erlend viðskipti sem hlutfa.il af vergri
landsframleiðslu 1998 (%)
Danmörk
Finnland
Island
Noregur
Svíþjóð
Mynd 2. Hrein erlend fjárfesting sem hlutfall af
vergri landsframleiðslu 1998 (%)
Danmörk Finnland ísland Noregur Svíþjóö
Þorv'aldur Gylfason
prófessor
Litlum löndum ríður á því að eiga sem
mest viðskipti við umheiminn til að
bæta sér upp óhagræðið, sem hlýzt af
smæð hagkerfisins heima fyrir. Lítill
heimamarkaður kemur í veg fyrir, að
hægt sé að framleiða á heimavelli alla þá
vöru og þjónustu, sem heimafólk þarf á
að halda. Það væri til að mynda ekkert
vit í því fyrir Færeyinga að framleiða bfla
handa sjálfum sér. Þess vegna eiga lítil
(þ.e. fámenn) lönd yfirleitt meiri viðskipti
við umheiminn en stór (þ.e. fjölmenn)
lönd. Bandaríkin, Japan, Brasilía og
Indland flytja tiltölulega lítið út og inn
af vörum og þjónustu, því að heima-
markaður hvers og eins er svo stór.
Innanlandsviðskipti í stórum löndum
koma í stað millilandaviðskipta. Indland
og Brasilía framleiða til dæmis bfla handa
innfæddum í stórum stíl og flytja inn
færri bfla fyrir vikið. Þó eru þessi stóru
lönd að opnast smám saman fyrir
auknum viðskiptum við önnur lönd, því
að auknum viðskiptum út á við sem inn
á við fylgja allajafna aukin hagkvæmni
og örari hagvöxtur til langs tíma litið.
Hagurinn af frjálsum viðskiptum við
útlönd sprettur ekki aðeins af verka-
skiptingu milli landa og meðfylgjandi
sérhæfingu, heldur einnig af því, að
viðskiptafrelsi út á við dregur úr ein-
okunar- og fákeppnistilhneigingum á
heimamarkaði og eykur almannahag
aukreitis með því móti.
Það orð hefur farið af Norðurlönd-
um, að þau séu í fremstu víglínu í erlend-
um viðskiptum. Þessi skoðun er þó ekki
alls kostar rétt, ef að er gáð.
Viðskipti
Tökum fyrst viðskipti með vörur og
þjónustu. Summa útflutnings og
innllutnings í hlutfalli við verga lands-
framleiðslu á kaupmáttarkvarða er al-
geng opingáttarvísitala, þ.e. mælikvarði
á það, hversu opið hagkerfið er gagn-
vart útlöndum. Mynd I sýnir viðskipta-
hlutfallið á Norðurlöndunum fimm árið
1998. Viðskiptahlutfallið var hæst í Sví-
þjóð (84%) og lægst á íslandi (61%) í
þessum hópi. Viðskiptahlutfall íslands
ætti að vera langhæst í hópnum smæðar
landsins vegna, en svo er þó ekki. Sama
ár var viðskiptahlutfallið 134% á írlandi,
sem er eitt opnasta hagkerfi álfunnar.
Til frekari samanburðar var viðskipta-
hlutfallið 20% í Bandaríkjunum, 10% í
Brasilíu og aðeins 4% á Indlandi.
Fjárfesting
Hlutfall hreinnar, beinnar erlendrar
fjárfestingar af landsframleiðslu er
annar algengur opingáttarkvarði. Hér
er átt við beina fjárfestingu útlendinga
í hverju landi umfram beina fjárfestingu
heimamanna erlendis. Mynd 2 sýnir
hreina erlenda fjárfestingarhlutfallið á
Norðurlöndunum fimm. Hér er Finnland
fremst í för: hrein erlend fjárfesting þar
nam næstum 10% af landsframleiðslu
1998 borið saman við tæplega 2% hér
heima. Það er þó mikil framför, að hrein
erlend fjárfesting á Islandi skuli vera
2