Vísbending


Vísbending - 05.01.2001, Blaðsíða 4

Vísbending - 05.01.2001, Blaðsíða 4
ISBENDING (Framhald af síðu 3) bakið á einkareknum mennta- og heil- brigðisstofnunum, veitt skattfríðindi þeim, sem styrkja slíkar stofnanir, og þar fram eftir götunum. Þannig er hægt að flétta saman ólíkar leiðir að einu marki, sem er að tryggja öllum sem mesta og bezta menntun, hverjum við sitt hæfí. Sé vel á málum haldið, á að vera hægt að tryggja, að hagkvæmni og réttlæti (þ.e. jafnrétti til náms) haldist í hendur. Það er í aðra röndina réttlætismál, að stuðn- ingur ríkis og byggða við menntakerfíð sé hagfelldur (eða markaðsvænn, eins og það er stundum kallað á vondu máli). Tökum dæmi. Flestir eru líklega sammála um það, að sæmilegt jafnvægi í byggð lands sé eftirsóknarvert. Sé svo, þá getur byggðastefna kostuð af almannafé átt rétt á sér. En hún þarf þá að verahagfelld. I því felst, að það áekki að binda byggðastuðninginn við land- búnað og sjávarútveg, eins og nú er gert hér heima, því að þannig er verið að hvetja fólk til að halda áfram við vinnu, sem gerir litlar menntunarkröfur og skilar því lágum launum til langs tíma litið, eða myndi að minnsta kosti gera það án ríkisstuðnings. Það væri hag- felldara að styðja heldur byggðirnar beint og leyfa fólkinu sjálfu að ráða því, hvort það vill halda áfram að vinna við land og sjó eða mennta sig heldur til annarra, betur launaðra starfa. Það kæmi einnig til greina að styrkja menntun á landsbyggðinni beint til að jafna og bæta byggðina um landið og til að flýta fyrir nauðsynlegri aðlögun að nútíma- legri atvinnuháttum í dreifbýli. Þannig geta virkt almannavald og frjáls markaður hjálpazt að. Mönnum hættir stundum til að lita á ríkisafskipti og markaðsbúskap sem andstæður, en sú skoðun getur leitt menn á villigötur, einkum í mennta- og heilbrigðismálum. I Bandaríkjunum og Kanada hafa menn reynt að fara blöndu beggja leiða, (Framhald af síðu 2) mats í sögulegu samhengi erjöfn. Afleið- ingin af ofuráherslu á nýjustu upplýs ingar er að markaðurinn skýtur kerfís- bundið yfír markið, þ.e. verðbréfagengi hækkar eða lækkar meira en upplýsing- arnar gefa tilefni til. Óljós framtíð Fullkomin skynsemi erekki drifkraftur markaðarins enda væri þá engin ástæða til að spila því að útkoman væri Ijós fyrirfram. Það er heldur ekki aðeins hegðun fólks sem ræður framtíðinni heldur ekki síður atburðir sem gerast fýrir náttúrulegar sakir. Sumir aðhyllast óreiðukenningar þar sem einn lítill atburður á einum stað getur leitt til stór- atburðar á öðrum stað sem er nær ómögulegt að spá fýrir um. Spár byggðar á fortíð eru þó ekki en ineð misjöfnum árangri. Menntunin í báðum löndum er mikil (80-90% allra ungmenna þar sækja háskóla og skylda skóla samkvæmt upplýsingum frá Mennta-, vísinda- og menningarstofn- un Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) á móti tæplega 40% hér heima), en hún er misgóð. Einkum þykja grunnskólar og framhaldsskólar sums staðar í banda- rískum stórborgum lélegir, en það stafar sumpart af því, að ég held, að samkeppn- in er of lítil og gæðaeftirlitið of veikt. Kennarasamtökin þar vestra halda verndarhendi yfír vondum kennurum ogþannigáfram. I Venesúelaþykjaskól- arnir sumir svo lélegir, að foreldrar neyð- ast til að senda börnin sín til útlanda í leit að betri menntun og borga íýrir hana. Erindrekar kennarasamtakanna standa vörð áflugvellinum í Caracas til að reyna að koma í veg fýrir „barnasmyglið". Styttri leið Og nú kann einhver að spyrja: Myndu sjúklingar fá skjótari bata, ef þeir greiddu fýrir sjúkrahúsvistina? Ekki dettur mér í hug að halda því fram. Efling einkarekstrar og aukin samkeppni í heilbrigðiskerfinu myndu eigi að síður bæta nýtingu þess fjár, sem varið er til heilbrigðismála, og bæta heilbrigðis- þjónustuna með því móti, til dæmis með því að stytta biðlista og bæta aðbúnað á spítölum. Markaðsbúskapur í heil- brigðiskerfínu styttir leiðina frá verð- mætasköpun samfélagsins til heilbrigð- isþjónustunnar. Öflugum almanna- tryggingum er ætlað að tryggja, að allir hafí ráð á nauðsynlegri heilsugæzlu. Rökin fýriraukinni samkeppni í mennta- kerfínu og heilbrigðiskerfínu eru sömu ættar. Ef það er hægt að sætta og sameina hagkvæmnis- og réttlætissjónarmið í menntakerfínu, þá ætti það með líku lagi að vera hægt í heilbrigðiskerfinu. Þarna er brýnt verk að vinna á báðum stöðum. gagnslausar heldur þvert á móti auka þær líkurnar á að fólk geti tekið réttar ákvarðanir og draga þar með úr áhættu. Og það er nauðsynlegt að halda áfram því starfí að leita leiða til að finna leiðir til þess að lágmarka áhættuna rétt eins og Markowitz gerði með verðbréfa- safninu. Hitt er þó einnig mikilvægt að hafa í huga að ofurtrú á spár og líkindi getur verið hættuleg, sérstaklega í Ijósi þess að gögnin sem þau eru byggð á eru aldrei fullkomin. Hvort að það hafí verið hægt að sjá fýrir brotthvarf Finns með vísindalegum útreikningum skal ósagt látið, sennilega hafa líkurnar þó verið nteð þeim sern leggja trú sína á kristalkúluna. Að rýna í kristal er þó ekki líklegt til að færa fólki einhvern nýjan sannleika. Liðniratburð- ir geti verið vísbendingar unt það sem koma skal en engu að síður er ljóst að framtíðin er enn sem áður óljós. Aðrir sálmar | f • Á Dýrið gengur laust Samkeppnisstofnun gerði það ekki endasleppt í aldarlok. Gamla verð- lagseftirlitið heldur enn áfram að koma í veg fýrir að atvinnulíf á Islandi geti þróast með eðlilegum hætti. Það sem verra er, stjórnmálamenn (sem að vísu bera ábyrgð á samkeppnisráðinu sjálfu og óhugnanlegum völdum þess, því að ekki hafaveriðráðnirþangað nýirstjórn- endur ) keppast við að tala um það hve dásamlegt það sé að þjóðin eigi tæki til þess að taka í taumana þegar fýrirtæki ætli að sameinast. Aðeins forsætisráð- herra hefur dug í sér til þess að benda á þröngsýni ráðsins og starfsmanna þess. Islands óhamingju verður allt að vopni og Samkeppnisstofnun er ákveð- in í því að tryggja óhagstæða sam- keppnisstöðu íslenskra fýrirtækja gagn- vart erlendum keppinautum. ítrekað hefur stofnunin túlkað markaðsstöðu þröngt í úrskurðum sínurn þegar eðlilegt væri að gera það sem víðast. Margir býsnast yfir þvf að fýrirtæki á íslenskum fjármálamarkaði taki miklu hærri vexti en í samkeppnislöndunum. I íslenskum fýrirtækjum er brugðist við þessu með því annars vegar að færa út kvíarnar í rekstrinum og hins vegar með samein- ingu. Árum saman hafa stærstu fyrirtæki hér á landi átt viðskipti beint við erlenda banka og sífellt fleiri fýrirtæki hafa komist í þann hóp sem erlendir bankar sœkjast eftir viðskiptum við. Öllum er frjálst að eiga viðskipti við banka hvarvetna á evrópska efnahagssvæð- inu. En verðlagsstjóri heldur enn að hér eigi að vernda neytendur gegn hag- ræðingu og skilgreinir ísland sem marga markaði ef það hentar slæmum málstað hans. Sama dag og ráðið laumaði út úrskurði sínum um að Oddi mætti ekki kaupa Gutenberg barst útgefanda Vísbendingar óumbeðið tilboð í prent- un frá belgískri prentsmiðju. Eftir það hefur nýr íslenskur aðili óskað eftir prentviðskiptum. Enginn þarf að segja þeim sem kaupa prentþjónustu að hér hefði ekki ríkt mikil samkeppni áfram. Eini aðilinn sem ekki hefur haft samband nýlega er Samkeppnisstofnun enda þarf hún ekkert að kynna sér markaðinn. Hún veit allt. Og þá alvisku borga íslenskir neytendur dýru verði. V J 'Ritstjórn: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri ogN ábyrgðarmaður og Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavik. Simi: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvisindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda.___________ » 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.