Vísbending - 05.01.2001, Blaðsíða 2
ISBENDING
Rýnt í kristalinn
Þegar Finnur Ingólfsson hvarf af
vettvangi stjórnmálanna eins og
hendi væri veifað í kveðjuskyni á
fyrri hluta síðasta árs, kom það ansi flatt
upp á allflesta, þar á meðal hans eigin
aðstoðarmann. Atburðurinn kom þó
ekki þeim á óvart sem lesa Völvu Vik-
unnar um hver áramót. Það er þó ekki
skynsamlegt að leggja trúnað á spádóma
kristalkúlunnar. Engu að síður eru þeir
allmargir sem trúa á fyrirsýn kristalsins
og spámanna hans.
Fortíð og framtíð
Aramót eru vinsæl tímamót til þess
að setja á sig spádómsgleraugu og
rýna í framtíðina. Sumir spádómar eru
byggðir á innsæi eða þekkingu, aðrir á
tilfinningu eða vitrun og enn aðrir á
stærðfræði eða reiknilíkönum. Og spá-
dómarnir eru af öllum stærðum og
gerðum, allt frá ragnarökum til verð-
bólgu næsta árs. Flestir eru þeir um
framtíð byggðir á túlkun á fyrirliggjandi
fortíð, misgóðri þó. Gæði spádóma, sem
ekki eru yfimáttúrulegir, út frá vísinda-
legum sjónarhóli felast í því hversu vel
tekst að túlka allar viðeigandi upplýs-
ingar. Það ræðst af þeim gögnum sem
notuð em og túlkun þeirra hversu góð
útkoman verður. Þróun vísindanna
hefur gert aðferðimar til þess að safna
og vinna úr fyrirliggjandi gögnum æ
betri og áreiðanlegri. Hugrekkið til þess
að spá í framtíðina hefúr einnig aukist
og svo virðist sem nær allir séu tilbúnir
með spá uppi í erminni. Stjómmálamenn
hafa verið iðnir við að láta spádómana
vaða, sem stundum hefurekki verið mikil
innistæða fyrir. Bæði spádómar sérfræð-
inga og stjórnmálamanna geta verið
fullkomlega rökréttir miðað við fyrir-
liggjandi upplýsingar en reynst svo
kolrangir þegar fram líða stundir.
Astæðan er sú að þrátt fýrir allt hyggju-
vitið og stærðfræðikunnáttuna þá þarf
framtíðin ekki að endurspegla fortíðina.
Enda eru flestir búnir að gefast upp
á að reyna að skilja hlutabréfamarkaðinn
með því að skoða sögulega þróun hans.
Leikur að líkum
Stundum eru spádómar eingöngu
ætlaðir t i 1 þess að vera til skemmtunar
en tilgangur þeirra hefur í auknum mæli
orðið sá að verða nokkurs konar
hjálpartæki til aðstoðar fólki við að taka
ákvarðanir. Slæmar spár geta reynst
afdrifaríkar eins og t.d. ofáætlun aðsókn-
ar í Aldamótahöllina sýnir (sjá síðu 1).
Engu að síður eru slíkar spár nauðsyn-
legar til þess að reyna að draga úr þeirri
áhættu sem fólk stendur frammi fýrir
þegar það þarf að taka ákvarðanir. Líkur
er lykilorðið.
Kerfisbundin greining á áhættu
hófst með skoðun á leikjum eftir að
talnakerfið hafði þróast og eftir því sem
næst verður komist þá var það hinn
ítalski fjárhættuspilari Girolamo Cardano
sem fýrstur gerði tilraun til þess á 16.
öldinni, í þeim tilgangi að aukamöguleika
sína á því að græða fé. Cardano var þó
miklumeira enfjárhættuspilari,hann var
einn þekktasti læknir síns tíma og skrifaði
131 ritverk um ólíkustu mál á ævi sinni.
Bók Cardanos um fjárhættuspil var
nefnd „Liber de Ludo Aleae“ eða „Bók
um teningaspil“. Þó að bókin sé álitin
hin mesta óreiða var hún fýrsta tilraunin
til þess að notatölfræði til þess að skoða
möguleika í leikjum. Cardano talaði þó
aldrei um líkur eða líkindi (probabilita)
heldur varþað Galileo. En bókCardanos
markar engu að síður upphafið að
áhættustjórnun. Það voru svo þrír
Fransmenn: Blaise Pascal, Pierre de
Fermat og Chevalier de Méré sem
útfærðu líkindareikning í byrjun sautj-
ándualdar. í kjölfarið fýlgdu margirsnill-
ingar sem þróuðu og útfærðu líkinda-
reikning og áhættustjórnun til þess
horfs sem er í dag.
Dregið úr áhættu
Þrátt fýrir að saga hlutabréfamarkaða
spanni rúmlega tvö hundruð ár var
áhættuhugtakið í raun ekki kynnt til
sögunnar fýrr en um miðja 20. öldina.
Lengi vel, og reyndar enn í dag, var
hámörkun hagnaðar það eina sem skipti
máli og annaðhvort þoldu menn við í
heimi verðbréfanna eða menn létu kaup-
hallirnar eiga sig. Sá sem olli straum-
hvörfum var óþekktur 25 ára nýstúdent
frá Chicago-háskóla, Harry Markowitz
að nafni. Áður en Markowitz skrifaði
sína 14 síðna óþjálu ritgerð „Portfolio
Selection“ árið 1952 höfðu fjárfestar
einungis skoðað hvert bréf fýrir sig og
mátu líkur á hver þróun gengis þeirra
myndi verða. Markowitz sýndi hins
vegar fram á að það væri eftirsóknarvert
að draga úr áhættu í fjárfestingum og að
það væri hægt með því að velja saman
bréf sem hafa litla sem enga eða nei-
kvæða fýlgni. Það tók hins vegar þrjátíu
ár þar til þessi hugmynd fékk almenna
viðurkenningu, eftir að Standards &
Poor’s 500 féll um 43% frá desember
1972 til september 1974 og sjóðir eins
og Manhattan Fund og Hartwell &
Cambell Fund féllu um rúmlega 55%. Þá
varð fjárfestum ljóst að markaðurinn var
ekki allur þar sem hann er séður en þaó
væri hægt að draga verulega úr áhætt-
unni með því að nýta sér hugmyndir
Markowitz. Með því að dreifa fjárfest-
ingunum, að geyma ekki öll eggin í sömu
körfunni, var hægt að draga úr sveiflum
í ávöxtun, eða öllu heldur minnka staðal-
frávikið. Með því að veðja öllu á einn
hest er auðvelt að gera sjálfan sig gjald-
þrota ef gengið lækkar, eins og einhverj ir
hafa fengið nasaþefinn af þegar hluta-
bréf í deCODE Genetics féllu í verði. En
með verðbréfasafninu er hins vegar
líklegt að skellurinn verði mun minni.
Þó að akkurinn af aðferðum Markow-
itz sé ómetanlegur íýrir þróun fjárfest-
ingarfræðanna er hugmyndin þó ekki
með öllu gallalaus.
Fullkomin skynsemi
Klassísk hagfræði og fjárfestingar-
fræði eru byggðar á því óraunsæi
að maðurinn sé fullkomlega skynsamur.
Það þarf þó engan sérfræðing til að sjá
að það er margt annað en fullkomin
skynsemi sem hefur áhrif á hvernig fólk
hegðar sér og hvernig það fjárfestir á
verðbréfamarkaði. Rannsókniráhegðun
fólks hafa sýnt að það hegðar sér oft
óskynsamlega. Kahneman og Tversky
hafa t.d. sýnt fram á að fólk mun túlka og
bregðast við sömu upplýsingunum á
mjög ólíkan hátt eftir því hvernig þær
eru bornar á borð. Sama fólkið getur
ýmist verið áhættufælið eða áhættu-
sækið eftir því hvernig horft er á sömu
upplýsingarnar, þar af leiðandi er það
mikil einföldun að halda því fram að
sumir séu áhættusæknir og aðrir áhættu-
fælnir þegar það fer eftir því hvernig
aðstæður eru túlkaðar.
Þeir voru ófáir fjárfestingarsérfræð-
ingarnir sem „vissu“ að hlutabréfaverð
gæti ekki endalaust haldið áfram að
hækka undir lok 20. aldarinnar, engu að
síður fjárfestu margir þeirra sjálfír á
versta tíma, rétt áður en allt hrundi. Þeir
voru fáir sem seldu á réttum tíma eða
sem sátu hjá á meðan allt gekk yfir.
Kahneman og Tversky hafa kallað þessa
hegðun „tapsáhættu“, það er ekki að
fólk hati áhættuna heldur að það hati að
tapa. Sérfræðingar fjárfestu gegn betri
vitund vegna þess að þeir gátu ekki
hugsað sér að aðrir væru að græða á tá
og fingri meðan þeir sátu hjá.
Fleiri rannsóknir hafa sýnt fram á
óskynsamlega hegðun, t.d. virðist fólk
tilbúið til að spá og veðja miklu meiru ef
það er á sviði sem það þekkir til, jafnvel
þó að líkur á gróða séu ekkert meiri. Þá
sýndu Werner og DeBondt fram á það
að fjárfestar leggja ofuráherslu á síðustu
upplýsingar á kostnað eldri upplýsinga
sem er ekki í samræmi við hugmyndir
Bayes um hvernig dreifing upplýsinga
(Fratnhald á síðu 4)
2