Vísbending - 05.01.2001, Blaðsíða 1
V
Viku
ISBENDING
rit um viðskipti og efnahagsmál
5. janúar 2001
1. tölublað
19.árgangur
Gleðilegt nýtt ár
r
rið 2000, eða aldamótaárið eins
og það er stundum kallað, snerist
endalaus bjartsýni í hálfgert
vonleysi og partíið, þar sem allir voru
ftillir af væntingum, tók enda. Eftir sitja
timburmenn.
Aldamótahöllin
ennilega finnst enginn betri minnis-
varði fyrir árið en svokölluð Alda-
mótahöll sem opnuð var við árbakka
Thames í Lundúnum í upphafí árs 2000.
I stuttu máli var Aldamótahöllin (e.
Millennium Dome) byggð sem nútíma-
skemmtigarður til þess að auka.fjöl-
breytni í ferðaþjónustu í Lundúnum en
jafnframt bar höllin vott um það viðhorf,
sem var einkennandi undir lok 20. aldar,
að tækni og þekking myndu leiða af sér
nýja og mun bjartari framtíð. Undir-
liggjandi var sú trú að þau fýrirtæki í
nýja hagkerfinu sem væru eyrnamerkt
tækni og þekkingu gætu vaxið um 20%
á ári, óháð ytri aðstæðum, og vestræn
hagkerfi ættu framtíð í blússandi ham-
ingju. Niðursveiflur heyrðu sögunni til
og áhætta var úrelt fyrirbæri. Árið 2000
sýndi það hins vegar að endalaus
uppsveifla var hillingin ein og þeir sem
fjárfestu í ævintýrinu, eins og þeir sem
fjárfestu í deCODE Genetics á genginu
65, vöknuðu upp við vondan draum.
Það var ljóst þegar líða tók á árið að ekki
var lengur kátt í höllinni. Svo var heldur
ekki í Aldamótahöll þeirra í Bretlandi.
Um 758 milljónir punda voru settar í
uppbyggingu hallarinnar og þegar Ijóst
var að spár um aðsókn myndu ekki
ganga eftir var viðbótarframlagi, 179
milljónum punda, veitt til hennar um
mitt ár til þess að halda starfseminni
gangandi. Rúmlega 120 milljarðar
íslenskra króna voru því lagðir í hallar-
garðinn. Það er í senn sorglegt og
kómískt að höllinni var lokað á gamlárs-
kvöld 2000, einu ári eftir að hún var
opnuð, og allar líkur eru á að samningur
um sölu á henni fyrir 16 milljarða
íslenskra króna verði handsalaður í
febrúar. Tapiðer 104milljarðar. Draumur
um glæsta framtíð var seldur fyrir
skrapvirði.
Þegar allt er hægt
Tap breska ríkisins af Aldamótahöll-
inni er um margt svipað því tapi sem
fjárfestar urðu fyrir í kauphöllinni. Spár
um gengi fýrirtækja reyndust jafnvel
bjartsýnni en spár um aðsókn að Alda-
mótahöllinni, sem var þó 6,5 milljónir
manns miðað við þær 12 milljónir sem
spáð var. Aðsóknin að kauphöllinni var
hins vegar ekki vandamál, aldrei hafa
þátttakendur verið fleiri og aldrei hefur
meira verið lagt undir. Pappírsgróðinn
brann eins og eldur í sinu.
Bjartsýnisskeiðið sem tæknibylting
tölvu og Nets sköpuðu er ekki ósvipað
þeim bjartsýnisskeiðum sem aðrar
tæknibyltingar, eða bara stórir sigrar,
hafa skapað áður. Á slíkum tímabilum
fyllast menn sjálfstrausti og eru tilbúnir
til þess að ráðast í fleiri og stærri verkefni
en áður. Þá er allt hægt.
Slík tímabil hafa sína kosti og galla.
Kostirnir felast í því að margt er gert sem
annars hefði aldrei verið gert, frumkvæði
og nýsköpun fá byr undir báða vængi.
Fyrirtæki og einstaklingar, og jafnvel
ríkið, öðlast hugrekki til þess að ráðast
í stórvægilegar breytingar á högunt
sínum og umhverfið tekur stakkaskipt-
um. Vandamálingleymastogfólkþjapp-
ar sér saman um ágæti tilverunnar.
Gallarnir felast hins vegar í því að
bjartsýnin virðast stigmagnast og um
leið verður alltaf minna tilefni til þess að
velta því fyrir sér hversu raunhæf hún
er. Oráðsía og sóun virðast gera menn
hamingjusama. Menn verða guðir,
fjárfestar skilja ntarkaðinn, fyrirtæki
stefna að alheimsyfirráðum, frumkvöðl-
ar byggja eilífðarvélar og stjórnmála-
menn farajafnvel að trúa sínum eigin
orðum. Slíkt getur ekki endað nema á
einn veg, með miklu áfalli fyrir alla.
Inn í nýja tíma
vort það er hluti af þriðju leið þeirra
Tony Blairs og Giddens í stjórn-
málum að ríkið eigi að reka skemmtigarð
eins og Aldamótahöllina skal ósagt
látið, flestum ætti hins vegar að vera
ljóst aðslíkhugmynderekki skynsamleg
frekar en annar einkarekstur hins opin-
bera. Það var í samræmi við tíðarandann
í upphafi árs að halda því fram að höllin
gæti skilað hagnaði á fyrsta ári og að
sama skapi í takt við tíðarandann í lok
árs að selja hana undir tæknigarð fyrir
langtum lægra verð en áætlað er að
fasteignavirði meðfylgjandi lóða verði
eftir uppbyggingu.
Andrúmsloftið í lok árs er allt annað
en það var í upphafi þess, bjartsýni
virðist hafa breyst í svartsýni og
vandamálin sem voru gleymd og grafin
í uppsveiflunni virðast smám saman
vera að stíga upp á yfirborðið. Þetta eru
hættulegir tímar þar sem auðvelt er að
finna sökudólga til þess að kenna um
meinsemdir samtímans og fórnarlömb
til þess að varpa byrðinni á. Verst er þó
ef fr umkvæðið er drepið, ef einstaklingar
og fyrirtæki missa móðinn og byrja að
skera niður, umfram óþarfa fitukeppi, í
stað þess að byggja upp. Það er á slíkum
tímum sem þörf er fýrir raunverulega
leiðtoga, fólk sem sér ijósið í myrkrinu
og hefur skilning og skynsemi til að
bregðast við aðstæðum en ekki bara
fljóta með þeim eða láta sem ekkert hafi
breyst.
Oþarfi að örvænta
egar rýnt er inn í nýja tíma er óþarfi
að örvænta, vandamálin sem leysa
þarf eru mörg en engu að síður er jarð-
vegurinn frjór og velsældin hefur aldrei
verið meiri. Það var nauðsynlegt að
hægja á hagkerfinu áður en allt fór í bál
og brand og það var nauðsynlegt að
leiðrétta óraunhæfar væntingar á hluta-
bréfamarkaðinum. Fleiri breytingar eru
einnig nauðsynlegar, sérstaklega kerfis-
breytingar sem miða að aukinni hag-
kvæmni, frelsi og réttlæti.
Hvort næsta ár verður gleðilegt eður
ei fer eftir mörgum þáttum en þó fýrst og
fremst eftir því hvort menn hrista af sér
timburmennina og einbeita sér, ekki
einungis að- vandamálunum heldur
umfram allt að tækifærunum sem hafa
þrátt fýrir allt aldrei verið fleiri. Ef við
nýtum þau er óþarfi að örvænta og árið
verður gleðilegt nýtt ár.
Þá er aldamótaárinu lokið Um tímamót er hefð fýrir ^ Þorvaldur Gylfason pró- j því hversu nálægt fóil<
I ogljósteraðmörgmálefni 1 því að horfa fram í tímann -2 fessor fjallar um hvernig /| stendur verðmætasköpun-
X bíða úrlausnar, sérstak- jL* en það er þó vandi að spá J fólk ber mismunandi virð- inni. Þorvaldur kallar þetta
lega að viðhalda voninni. um framtíðina. ingufýrirverðmætumeftir nálægðarregluna.
1