Vísbending - 16.02.2001, Blaðsíða 2
V
ISBENDING
Myntráð eða verðbólgumarkmið?
Bjöm G. Ólafsson
stjórnmálahagfræðingur
Gengi krónunnar lækkaði um 10%
síðustu tólf mánuði. Ljóst er af
þróun síðustu mánaða að traust
manna á íslensku krónunni hefur minnk-
að og því er tímabært að huga að breyt-
ingum á skipulagi peningamála. Tvær
hugmyndir um breytingar verða ræddar
hér, verðbólgumarkmið og myntráð.
Verðbólgumarkmið
Hugmyndin um verðbólgumarkmið
virðist eiga fylgi að fagna á meðal
hagfræðinga enda hefur það verið notað
með góðum árangri í nokkrum löndum
svo sem í Svíþjóð, á Nýja-Sjálandi og í
Bretlandi. I stórum dráttum er verðbólgu-
markmiðið fólgið í því að Seðlabankinn
fengi eitt skýrt afmarkað markmið, það
að halda verðbólgu innan vissra marka.
Jafnframt væri sjálfstæði bankans
tryggt svo að hann geti beitt stýriað-
gerðum, einkum skammtímavöxtum, til
að ná verðbólgumarkmiðinu án íhlutun-
ar stjórnvalda. Við þessa breytingu er
varpað fyrir róða öðrum markmiðum svo
sem stöðugu gengi (innan vikmarka).
Gengið yrði látið fljóta þótt inngrip í
gjaldeyrismarkað séu ekki útilokuð ef
Seðlabankinn teldi þau nauðsynleg til
að þjóna verðbólgumarkmiðinu. I ný-
legri greinargerð Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins, sem gefin var út eftir viðræður
sendinefndar hans við íslensk stjórn-
völd í janúar, er mælt með þvi að Seðla-
bankinn taki upp verðbólgumarkmið.
Til þess að árangur og stöðugleiki
náist með þessari aðferð þarf að uppfylla
eftirfarandi skilyrði um uppbyggingu
fjármálamarkaða og hagkerfísins:1
• Staða ríkisfjármála sé sterk og þjóð-
hagslegur stöðugleiki traustur.
• Fjármálamarkaðir séu þróaðir.
• Seðlabankinn sé öðrum óháður við
beitingu sinna stýriaðgerða og hafi
stjórnskipulegt umboð til að stefna að
verðstöðugleika.
• Þekking sé fyrir hendi á því hvernig
aðgerðir til stjórnunar peningamála hafi
áhrif á verðbólgu.
• Areiðanlegar aðferðir séu notaðar til
að útbúa verðbólguspár.
• Peningastefna sé skýr og stuðli að því
að byggja upp traust og áreiðanleika.
Sum þessara skilyrða eru meira og
minna almennar forsendur fyrir góðri
fjármálastjórn, svo sem tyrsta skilyrðið
sem meðal annars felur í sér að fjárlög
séu að jafnaði hallalaus og lántökur
ríkissjóðs hjá seðlabanka séu ekki leyfó-
ar. Ekki er talið nauðsynlegt að öll þessi
skilyrði séu fyrir hendi áður en verð-
bólgumarkmið er sett ef mögulegt er að
uppfylla þau í náinni framtíð.
Ef litið er á íslenskar aðstæður í ljósi
þessarar upptalningar kemur í Ijós að
fjármálamarkaðurinn hér er hvorki
„djúpur“ né „breiður“. Þetta þýðir að
hann er varla eins næmur fyrir vaxta-
breytingum og þróaðir markaðir í iðn-
ríkjunum. Staða ríkissjóðs hefur verið
allgóð um hríð og í gildi er samkomulag
um að ríkissjóður taki ekki lán hjá
Seðlabanka. Hins vegar hefur gengið
illa að takmarka ríkisútgjöld þrátt fyrir
góðærið og reynslan sýnir að hallalaus
ríkisrekstur í venjulegu árferði er sjald-
gæft fyrirbæri í Islandssögunni. Seðla-
bankinn hér býr við gömul Iög þar sem
sjálfstæði bankans er síður en svo
tryggt. Um það má deila hvort seðla-
banki á að vera sjálfstæður en í þá átt
virðist þróunin stefna í nágrannalönd-
unum. Hins vegar er Ijóst að lög um
seðlabanka mega ekki ætla honum að
stefna aö mótsagnakenndum og óljós-
um markmiðum hvort sem sett er verð-
bólgumarkmið eða ekki. Mjög hefur
verið erfitt að spá fyrir um íslenska
efnahagsþróun. Skemmst er að minnast
þess að í febrúar á síðasta ári voru
vikmörk krónunnar víkkuð úr 6% í 9%
með það í huga að vikmörkin hömluðu
ekki áframhaldandi styrkingu krónunn-
ar. Gengismálintókuhins vegarskömmu
seinna allt aðra stefnu eins og kunnugt
er. Varla þarf að efast um að hægt sé að
uppfylla síðasta skilyrðið. Seðlabank-
inn hefur lengi gefið út fræðirit og
almennt kynningarefni þar sem fram
hefur farið umræða um efnahagsmál og
stefnu bankans. Seðlabankinn ætti að
geta útskýrt stefnu sína með skýrum
hætti svo markaðurinn sé ekki í neinum
vafa um hvert förinni sé heitið og hvernig
stýriaðgerðum verði beitt til að ná fram
verðbólgumarkmiði.
Ljóst er að íslenska hagkerfið upp-
fyllir ekki öll þau skilyrði sem þarf til að
ná árangri með verðbólgumarkmiði.
Fákeppni í viðskiptaheiminum og lítið
umfang fjármálamarkaóarins vega hér
ef til vill þyngst. Fyrir liggur einnig að
leysa uppsafnaðan vanda undanfar-
inna ára sem birtist í því að peninga-
magn, eða útlán bankakerfis umfram
innlán, hefur aukist langt umfram aukn-
ingu þjóðarframleiðslunnar. Þetta þýðir
að of margar ávísanir hafa verið gefnar
út á framtíðarvæntingar um betri tíð. Þá
hefur vöxtur útflutningsframleiðslu
verið lítill og viðskiptahalli mikill. Vextir
þurfa ennþá að vera mjög háir þótt sett
verði verðbólgumarkmið þar sem þeir
hafa ekki bara það hlutverk að slá á
eftirspurn eftir lánsfé heldur einnig að
halda genginu uppi. Stöðugt gengi er
mikilvæg forsenda fyrir stöðugu verð-
lagi i litlu, opnu hagkerfi. í þessu sam-
bandi er rétt að geta þess að mörg þróuð
lönd, stærri en Island, hafa jafnhátt eða
hærra hlutfall utanríkisviðskipta af
þjóðarframleiðslu en við. Munurinn er
hins vegar sá að mikill hluti milliríkja-
viðskipta iðnríkja, til dæmis innan
Evrópusambandsins, er með sams konar
iðnaðarvörur (e. intra industry trade).
Gengisbreytingar hafa mun minni áhrif
á slík viðskipti, meðal annars vegna þess
að verðsamkeppni skiptir þá minna máli
en þar sem verslað er með staðlaðar
vörur eða skipst á ólíkum vöruteg-
undum (e. inter industry trade) en slík
viðskipti einkenna Island og önnur
smáríki. Af þessu leiðir að engin ástæða
er til að ætla að traust manna á krónunni
eflistþótthérverði skiptyfiríverðbólgu-
markmið.
Myntráð
Annar og betri kostur en verð-
bólgumarkmið er fyrir hendi til að
styrkjagjaldmiðilinn og korna í veg fyrir
að peningamál geti farið úrskeiðis með
þeim hætti sem gerst hefur æ ofan í æ hér
á landi á undanförnum árum og áratug-
um. Hér er um að ræða að setja upp
myntráð2. Með myntráði er verðmæti
gjaldmiðilsins tryggt með erlendum
gjaldeyri, til dæmis evru. Peningamagn
er þá aðeins aukið ef aukin gjald-
eyriseign kemur á móti. Útstreymi leiðir
til minnkunar gjaldeyrisforða en hann
hlýtur þó ávallt að nægja til að skipta
öllum útgefnum peningum (seðlum og
mynt auk innistæðna í seðlabanka) yfir
í viðmiðunargjaldmiðilinn. Við þessar
aðstæður verður traust manna á
krónunni hið sama og á þeim gjaldmiðli
sem tryggt er með. Með þessu lagi er
ekki reynt að stýra efnahagsstarfseminni
með vöxtum eða gengi og vandamál er
ekki hægt að leysa með því að teygja og
toga verðmætamælikvarðann. Óll spá-
kaupmennska með gjaldmiðilinn hverf-
ur, viðskiptakostnaður snarminnkar og
vextir lækka sjálfkrafa í átt að því sem
gerist í viðmiðunarlandinu. Starfsemi
Seðlabankans verður einfaldari og
stórabróðureftirlit með fjármálstofnun-
um síður nauðsynlegt því þær bera
ábyrgð á sínum útlánum. Seðlabankinn
getur ekki gegnt hlutverki neyðar-
lánveitanda.
Með myntráði verður verðtrygging
innbyggð í gjaldmiðilinn og verðtrygg-
ing lánsfjár verður óþörf, að minnsta
(FramUald á síðu 4)
2