Vísbending


Vísbending - 19.10.2001, Blaðsíða 3

Vísbending - 19.10.2001, Blaðsíða 3
V ISBENDING Eru fjárfestingartækifæri í sjávarútvegi? (frh.) í Mynd 1. Veltufé frá rekstri hjá 15 sjávarútvegsfyrirtœkjum l skv. milliuppgjöri (hvítar siílur) og ársuppgjöri (svartar súlur) Jón Hallur Pétursson viðskiptafræðingur I Eins og rakið var í fyrri grein þá er það mat undirritaðs að veltufé frá rekstri gefi mun gleggri rnynd af rekstrarárangri sjávarútvegsfyrirtækja heldur en rekstrarafkoma. Til þess að meta verðmæti fyrirtækjanna, verður því stuðst við áætlað veltufé frá rekstri, dregin frá áætluð nýfjárfestingaþörf og til þeirrar fjárhæðar sem þá ketnur út er gerð hæfileg ávöxtunarkrafa. Þá er bætt við áætluðu verðmæti eigna utan rekstr- ar sem ekki valda sjóðstreymi í rekstri. Það sem þá kemur út er „reiknað verð- mæti“ fyrirtækjanna. Ef reiknað verð- mæti er síðan borið saman við markaðs- verð má sjá hvernig markaðurinn er að meta félagið og hvort ætla megi að það hækki, lækki eða sé á réttu verði. Veltufé til ráðstöfunar egar veltufé frá rekstri er reiknað hefur verið tekið tillit til fjármagns- kostnaðar vegna lánsfjár. Því má segja að veltufé frá rekstri sé sú fjárhæð sem er til ráðstöfunar tii þess að borga hlut- höfum arð, greiða afborganir af lánum og til nýfjárfestinga. Hér hefur verið áætlað að veltufé frá rekstri verði 9,7 milljarðar króna á þessu ári (sjá mynd I). Til samanburðar má sjá að veltufé frá rekstri hefurverið4,6-6,9 milljarðaráári árin 1998 til 2000 eða 5,4 milljarðar að meðaltali. Fyrirfyrstu sex mánuðinaárin 1998 til 2001 nam veltufé frá rekstri 3,3 til 5,6 milljörðum eða 4,1 milljarði að meðaltali. Hér er reiknað með að nýfjárfest- ingaþörf sé5% afveltueða2,8 milljarðar króna. Reyndin hefur verið sú að þessi fyrirtæki hafa verið að fjárfesta fyrir hærri fjárhæðir en hér er verið að reikna nteðeðaaðjafnaði um5 milljarða. Benda má á að þau hafa mörg hver verið að fjárfesta í auknum vexti sem á að skila sér í auknum tekjum í framtíðinni. Þegar reiknað er með 5% af veltu er átt við árlega fjárfestingaþörf til þess að við- halda núverandi tekjustreymi og á það að teljast hæfilegt. Hæfileg ávöxtunarkrafa Eins og fyrr segir tökum við veltufé frá rekstri og drögum frá því áætlaða nýfjárfestingaþörf. Það sem þá er eftir er það sent kalla má veltufé til ráðstöf- unar, sem við síðan gerum til hæfilega ávöxtunarkröfu. A mynd 2 má sjá þróun ávöxtunarkröfu 25 ára húsbréfa frá því í maí 1996 til 1. október2001. Þarkemur fram að ávöxtunarkrafa húsbréfa er nú um 5,7% eða svipuð og hún var um mitt ár 1996. Þar sést einnig að árið 1998 hefur hún að jafnaði verið unt 4,4% en hækkaði síðan í um 5,7% eða á það ról sem hún er núna. 1 þessu dæmi er annars vegarreiknað með 13% ávöxtunarkröfu og hins vegar 15%. Miðað við að verðbólga hefur að jafnaði verið um 3-5% á liðnum árum og að í þjóðhagsáætlun er gert ráð fyrir 3,4% verðbólgu á næsta ári, þá erum við að reikna með 10-12% raunávöxtun eða 4-6% hærri ávöxtun heldur en á hús- bréfunum. Þá má færa fyrir því rök að í sjávarútveginum sé nokkur vörn gegn verðbólgu þar sem breyting á gengi gjaldmiðla hefur óbein áhrif á vísitölu neysluverðs. Þá má einnig spyrja hverjir séu vaxtarmöguleikar einstakra fyrirtækja í þessari grein. Reyndin er sú að útflutn- ingsverðmæti sjávarafurða hefur verið nálægt 100 milljörðum króna undanfarin ár, sem segir okkur að greinin sem slík er ekki að vaxa. Aftur á rnóti hefur þró- unin orðið sú að fyrirtækjum í greininni hefur fækkað og þau stækkað og þess vegna má sjá fyrir sér vöxt í afkomu einstakra félaga, sem aftur gæti réttlætt lægri ávöxtunarkröfu en ella. Eignir utan rekstrar Mörg sjávarútvegsfyrirtækjanna eiga töluverðar eignir sem ekki skila neinu sjóðstreymi inn í rekstur og hafa e.t.v. lítil sem engin áhrif á hinn daglega rekstur félaganna. Þetta geta verið t.d. hlutabréf í öðrum félögum og fastafjármunir sem ekki eru í notkun. Því er áætlað verðmæti þessara eigna „utan rekstrar“ bætt við núvirl veltufé til ráð- stöfunar. Hér hefur verið áætlað að þessar eignir nemi um 11,9 milljörðum króna. Gengistrygging Eins og rakið var í fyrri grein er meginástæðan fyrir bata í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja veiking íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjald- miðlum. Að því gefnu að gengi krón- unnar verði á svipuðu róli og það er (Framhald á síðu 4) Mynd 2. Þróun ávöxtunarkröfu 25 ára húsbréfa frá maí 1996 til októher 2001 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.