Vísbending - 19.10.2001, Blaðsíða 4
V
ISBENDING
Verðmat 15 sjávarútvegsfyrirtœkja
m.v. 13 og 15% ávöxtiuiarkröfu
V__________________________________
Veltufé frá rekstri 9.700 9.700
Árleg fjárfestingaþörf -2.818 -2.818
Veltufé til ráðstöfunar 6.882 6.882
Ávöxtunarkrafa 13% 15%
Verðmæti sjóðstreymis 52.938 45.880
Eignir utan rekstrar 12.179 12.179
Reiknað verðmæti 65.117 58.059
Markaðsverðmæti1 55.843 55.843
Munur: 17% 4%
1. Markaðsverðmæti m.v. 17. október.
(Framhald af síðu 3)
núna, og að öðru óbreyttu, ætti ekki að
vera ólíklegt að á næsta ári gæti veltufé
frá rekstri verið 10-12 milljarðar króna
hjá þessum 15 fyrirtækjum sem hér hafa
verið til skoðunar.
Á síðustu árum hefur markaður með
afleiður þróast mikið og margar nýjar
afurðirkomið á markaðinn. Að minnsta
kosti eitt verðbréfafyrirtæki hefur boðið
valréttarsamninga þar sem hægt er að
fá kauprétt á meðaltal gengisvísitöl-
unnar út næsta ár. Þessi samningur
(Framhald af síðu 1)
greinarinnar „Nokkur siðferðileg álita-
mál í fjármálum“ í jólablaði sama árs.
Gylfi sýndi þar eftirminnilega frarn á
margt sem er sameiginlegt með við-
skiptum við verðbréfasala og viðskipt-
um við sölumenn notaðra bíla.
Það mætti einnig nefna að kenn-
ingar þremenninganna hafa víða komið
inn í viðfangsefni greina á þessu ári.
Grein í 15. tölublaði, „Niðurskurður“,
sem fjallaði um hópuppsagnir fyrirtækja,
kom t.d. inn á ósamhverfar upplýsingar
og merkjasendingar þar sem rannsóknir
sýndu að markaðurinn virtist líta á hóp-
uppsagnirsem styrkleikamerki frekaren
veikleikamerki. Hópuppsagnir Flugleiða
í lok september voru t.d. greinileg
merkjasending um að nú ætti að fara að
taka á málum fyrirtækisins.
Fátækt upplýsinga
Akerlof, Spence og Stiglitz eiga ekki
einungis kenninguna um ósam-
hverfar upplýsingar santeiginlega því
allir virðast þeir hafa farið út í hagfræði
til þess að berjast gegn fátækt (en ósagt
skal látið hvort það sé almennt hvatinn
fyrirhagfræðinámi). Stiglitz hefur verið
mest áberandi af þeim þar sem hann var
í framlínu Heimsbankans og hefur
skrifað greinar um ástæðuna fyrir því að
markaðir ganga illa upp fyrirfátækt fólk
og fátækar þjóðir.
Stiglitz hefur einnig verið rnjög um-
deildur og var að lokum látinn fara frá
Heimsbankanum þar sem hann þótti
heldur gagnrýninn á störf annarra stofn-
ana, sérstaklega störf Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins í Asíukrísunni. Stiglitz
hefur kallað á opnari umræðu um
kostar innan við 2,5% af samnings-
fjárhæð sem líta má á sem tryggingar-
iðgjald fyrir vörn fyrir því að króna
styrkist aftur á þessu tímabili.
Niðurstaða
elstu niðurstöður þessarar skoð-
unareraðfinnaímeðfylgjanditöflu,
en þar er útreikningur á verðmæti 15
félaga út frá áætluðu veltufé til ráðstöf-
unar og eignum utan rekstrar. Þar kemur
fram að „reiknað verðmæti“ er 66,4 millj-
arðarmiðað við 13% ávöxtunarkröfu og
58,1 milljarðarmiðaðvið 15%ávöxtunar-
kröfu. Hinn 17. októbersl. nam markaðs-
verðmæti þessara sömu félaga 55,8
milljörðum króna. Því má segja að ef
miðað er við hærri ávöxtunarkröfuna,
15%, þá eigi þessi félög inni hækkun
sem nemi 4%, en ef miðað er við lægri
kröfu, 13%, eigi þau inni 17%.
Ef þetta er sýn langtímafjárfesta má
segja að það séu góð kaup í sjávar-
útveginum í dag og draga megi úr áhættu
fjárfestingarinnar með því að kaupa val-
réttarsamning, t.d. á gengisvísitöluna.
alþjóðamál og gagnrýndi það að
alþjóðastofnanir skyldu vera hafnar yfir
gagnrýni. Hann hefur bent á að það sé
kostulegt að stofnunum sem rannsaka
stjórnvöld, atferli fólks og starfsemi
stofnana „líði afar illa þegar Ijósinu er
beint að þeim“.
Eftir á að hyggja þá hefur Stiglitz
sennilega bara verið að reyna að vera
trúr kenningum sínum með því að gera
upplýsingar aðgengilegri og umræðuna
opnari en það er ein leiðin til þess að
draga úr þeim vanda sem getur stafað af
ósamhverfum upplýsingum. Hann hef-
ur líka bent á að skortur á upplýsingunt
og þekkingu sé það sem háir fátækum
þjóðum heimsins einna mest. Þá er líka
spurning hvort kenningar um ósam-
hverfar upplýsingar lýsi ekki stundum
ágætlega samskiptum ríkra og fátækra
þjóða þar sem ríku þjóðirnar gegna
hlutverki sölumanns notaðra bíla en
fátækarþjóðireru fávís kaupandinn, eða
er því kannski öfugt farið?
f Vísbendingin )
f - N
veir af merkustu stjórnendum tutt-
ugustu aldarinnar, Jack Welch og
Percy Barnevik, hafa báðir bent á hversu
vannýttir starfsntenn eru í fyrirtækjum.
Percy hefur sagt að fyrirtæki, eins og
þau eru uppbyggð nú, nýti einungis 5
til 10% af hæfni fólks til vinnu. Jack
hefur bent á að það þurfi að endurskil-
greina sambandið við starfsmenn:
„Markmiðið er að búa til stað þar sem
fólk hefur frelsi til að vera frumlegt og
þar sem fólk finnur að það nær árangri
- stað sem dregur fram það besta í öllum.“
v----------------------------y
Aðrir sálmar
V.______________________________
Gylliboð dr. Bello Buba
Síðastliðinn fimmtudagsmorgunn
barst tölvupóstur til Heims hf. frá dr.
Shehu Bello Buba (shehubub @ vahoo,-
com) merktur urgent business proposal.
I bréfinu segir doktorinn góði frá því að
hann þurfi nauðsynlega að koma fjár-
rnunurn úr bankareikningi í Nígeríu og
vilji fá til þess aðstoð. Allt sem gera þarf
er að láta hann fá bankanúmer og bréfs-
efni Heims hf. (með viðeigandi undir-
skriftum).
Ekkert af þessu er nýlunda fyrir
lesendur Vísbendingar sem eflaust fá
flestir svona bréf a.m.k. vikulega.
Athygli vekur að ekki virðist þurfa að
vanda sérstaklega til bréfanna heldur
eru þau oft skrifuð með upphafsstöfum
og full af prentvillum. En sú staðreynd
að þau streyma inn sýnir að einhverjir
bíta á agnið. Jafnvel hér á landi munu
einhverjir hafa lent í höndum slíkra
glæpamanna. Hugmyndin er nefnilega
yfirleitt ekki sú að þvo peninga heldur
fremur að ná peningum af þeim sem láta
blekkjast. Til þess að sýna gagnkvæmt
traust þurfa fórnarlömbin að greiða
dálaglega upphæð sjálf (10 til 50 milljónir
króna), en eiga svo að fá hana til baka
ásamt álitlegri þóknun (Dr. Bello Buba
býður 30% af 36,5 milljónum dollara).
Því er þetta rifjað upp hér að á undan-
förnum árum hafa fjölmargir aðilar lagt
stórfé í viðskiptahugmyndir sem eftir á
að hyggja voru ekki miklu vitrænni en
tillaga doktorsins frá Afríku. Skynsöm-
ustu menn tóku háar fjárhæðir að láni til
þess að fjárfesta langt umfram eigin getu
og það í fyrirtækjum sem þeir þekktu
hvorki haus né sporð á. Það er vitað að
framfarir verða aldrei án þess að einhver
áhætta sé tekin, en þá skiptir miklu að
hún sé meðvituð og menn ráði við
afleiðingarnar ef allt fer á versta veg.
Fjármálaráðgjafar ráðlögðu mönnum
jafnvel að selja íbúðir og setja andvirði
þeirra í fyrirtæki sem áttu sér þá tnjög
óljósa l'ramtíð (og nú enga).
Þar sem Heimur er ekki í smávið-
skiptum mun fyrirtækið ekki þiggja
þóknun dr. Bello Buba, en bendir lyst-
hafendum á tölvupóstfang hans hér að
framan. Um trúnaðarmál er að ræða og
því rétt að þetta fari ekki út fyrir les-
endahóp blaðsins. - dr. bj
ÁRitstjórn: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri ogA
ábyrgðarmaður og Benedikt Jóhannesson.
Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105
Reykjavík.
Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646.
Netfang: visbending@talnakonnun.is.
Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há-
skólans.
Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án
leyfis útgefanda._______________________
4