Vísbending


Vísbending - 30.11.2001, Blaðsíða 3

Vísbending - 30.11.2001, Blaðsíða 3
ISBENDING Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (fyrri grein) Olafur ísleifsson, framkvœmdastjóri alþjóðasviðs Seðlabanka íslands, tekur sœti í framkvœmda- stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington DC utn tveggja ára skeið frá áramótum. Verður hann aðalfulltrúi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja (Executive Director), og stýrir skrifstofu þeirra hjá sjóðnutn. Hann ritar um sjóðinn í þessu hefti Vís- bendingar og því nœsta. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á sér rætur í heimskreppunni og efnahagsvanda fjórða áratugar- ins. Heimsviðskiptin höfðu hrunið, peningakerfið var nánast óvirkt og þjóðir áttu í kapphlaupi um gengisfellingar hver gegn annarri. Þegar leið á heims- styrjöldina var tekið að huga að nýrri skipan efnahagsmála sem gæti skapað skilyrði fyrir hagvexti og hagsæld eftir stríðið. Tveir menn, hvor sínum megin Atlantsála, Bandaríkjamaðurinn Harry Dexter White, aðstoðarfjármálaráðherra Bandaríkjanna, og breski hagfræðing- urinn John Maynard Keynes lávarður, settu urn svipað leyti fram tillögur að nýju fyrirkomulagi. Hugmyndir Whites urðu í megindráttum ofan á.1 I einföldum dráttum skyldi hin nýja skipan reist á frjálsum skiptanleika gjaldmiðla, stöð- ugu gengi mynta og greiðum gjaldeyris- viðskiptum eins og áður tíðkaðist. Ný alþjóðastofnun, Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn, skyldi vera vettvangur alþjóðlegrar samvinnu í efnahagsmálum og tryggja að starfað yrði í anda þessara nýju viðskiptahátta. Fyrstu árin Drög að stofnskrá Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins voru lögð fyrir fjölþjóð- lega ráðstefnu sem haldin var í smábæn- um Bretton Woods í New Hampshire- fylki í Bandaríkjunum dagana 122. júlf 1944. Ráðstefnuna sóttu 730 manns, fulltrúar 45 þjóða. Þar voru jafnframt lögð drög að stofnskrá Alþjóðabank- ans. Bankanum var ætlað það hlutverk að standa að endurreisn eftir stríðið.2 Stofnskrá sjóðsins tilgreinir tilgang hans. Hann er að greiða fyrir alþjóða- viðskiptum, stuðla að háu atvinnustigi og hagvexti. Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var faíið að vera vettvangur samráðs og samstarfs í alþjóðlegum efnahagsmál- um. Hann skyldi stuðla að stöðugu gengi og greiðunt gjaldeyrisviðskiptum og koma í veg fyrir samkeppni uin geng- islækkanir. Stofngengi aðildarríkja skyldi ekki breytt nema til að leiðrétta grundvallarmisvægi í utanríkisviðskipt- um. Sjóðurinn skyldi veita lán til að aðstoða við að rétta misvægi á greiðslu- halla. Stofnskráin kvað á um fast verð- hlutfall milli Bandaríkjadals og gulls jafnframt því sem verðgildi gjaldeyris hvers aðildarríkis skyldi fest við dal eða gull. Stofnskráin Arið 1968 var stofnskrá sjóðsins fyrst breytt. Þá var komið á varasjóðs- eigninni sérstök dráttarréttindi, SDR, sem úthlutað er til aðildarríkja sjóðsins og myndar hluta af gjaldeyrisforða þeirra. Önnur breytingin á stofnskrá sjóðs- ins var 1978. Hún var umfangsmikil og staðfesti fráhvarf frá gulltengdu fast- gengi áranna eftir stríð. Hún kvað meðal annars einnig á uin að hætt skyldi að nota gull í viðskiptum sjóðsins við aðildarríki. Með þriðju stofnskrárbreytingunni 1990 var sjóðnum heimilað að svipta aðildarríki atkvæðisrétti tíinabundið, brjóti það gegn ákvæðunt stofnskrár. Aður gat sjóðurinn einungis svipt aðild- arríki réttinum til að nota fjármagn sjóðsins, en að öðrum kosti vísað því úr sjóðnum, bætti það ekki ráð sitt. Fjórða breytingin á stofnskrá sjóðs- ins var 1998. Hún kvað á um úthlutun sérstakra dráttarréttinda að fjárhæð 21,4 milljarðarSDRsemvartvöföldunáþegar úthlutaðri fjárhæð. Við úthlutunina urðu SDR í hlutfalli við stofnfé jafngild fyrir aðildarlönd sjóðsins, eða um 29,3%. Breytingin haggaði ekki gildandi heintild sjóðsins til að gefa út SDR þegar þörf krefur að fullnægðum skilyrðum í því sambandi. Stofnskráin var samþykkt í lok Bretton Woods-ráðstefnunnar. Hún tók gildi 27. desember 1945 með stað- festingu 29 ríkja og var Island í hópi þeirra. A fundi í Savannah í Georgíufy lki í mars 1946 voru starfsreglur sjóðsins samþykktar og menn kjörnir í fyrsta sinn í framkvæmdastjórn. Þar var ákveðið að aðsetur sjóðsins yrði í Washington DC. Fyrsti fundur framkvæmdastjórnar var haldinn í maí sama ár og var hún þá skipuð tólf stjórnarmönnum. Fyrsti ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans var haldinn í Washington DC haustið 1946.3 Breytingar á starfsemi Fastgengiskerfi Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins stóð í nærri aldarfjórðung. Þegar líða tók á sjöunda áratuginn komu í ljós einkenni vaxandi spennu í gjald- eyrismálum. Bandaríkjadalur bar uppi gjaldeyrisforða margra landa á tímum rfkishalla, vaxandi verðbólgu og við- skiptahalla í Bandaríkjunum. Fast- gengið gaf ekki færi á nauðsynlegum sveigjanleika til að mæta þessu efna- hagslega ójafnvægi og hlaut því að láta undan þrátt fyrir gengisfellingu Banda- ríkjadals gagnvart gulli frá árinu 1968. Hinn 15.ágúst 1971 tilkynntu Bandaríkin að þau myndu ekki lengur skipta gulli fyrir dali en árin á undan höfðu stjórn- völd glímt við halla á greiðslujöfnuði samfara lækkun gulleignar og erlendri skuldasöfnun í döluin.4 Eftir þetta fóru nokkrir helstu gjaldmiðlar heimsins á flot. Bretton Woods-kerfið var í upp- lausn. í desember 1971 tókst samkomulag með tíu stærstu iðnríkjum heims um nýtt gengi milli gjaldmiðla. Smithson-sam- komulagið, sem svo var nefnt, er eina dæmi hagsögunnar urn að gengi heims- mynta hafi verið ákveðið við samninga- borð. Hér var vitaskuld aðeins tjaldað til einnar nætur og þar kom að kerfið hrundi endanlega þegar helstu gjald- miðlar fóru á flot í mars 1973. Eftir að fastgengiskerfið leið undir lok var stofn- skrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins breytt á þann veg að aðildarríkjum var í sjálfs- vald sett hvaða fyrirkomulag þau vildu hafa á gengismálum en sjóðurinn skyldi fylgjast náið með stefnu einstakra ríkja. Þar með hafði sjóðurinn í reynd lagað sig að nýjum aðstæðum í gengismálum heimsins. Tvær olíuverðsprengingar með sam- svarandi verðbólgu og þrengingum í heimsbúskapnum settu ntark sitt á áttunda áratuginn og fram á hinn níunda. En þá komu til sögunnar ný vandamál sem stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þurfti að takast á við. Þetta var hin alþjóðlega skuldakreppa sent skall á í ágúst 1982 með lokun gjaldeyrismark- aðar í Mexíkó og tilkynningu stjórnvalda þar í landi um að þau gætu ekki staðið við greiðslur af erlendum lánum. Veiga- inikil breyting varð í framhaldi þessa á starfsemi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn gegndi lykilhlutverki í að- gerðum til að létta skuldabyrði ríkja rómönsku Ameríku og fleiri þróunarríkja sem ratað höfðu í skuldavanda og til að finna leiðir til að örva hagvöxt og auka útflutningstekjur svo standa mætti undir greiðslum af erlendum lánum. Frum- kvæði og þátttaka sjóðsins í aðgerðum til hjálpar skuldugum þjóðum hafa gjarnan verið forsenda þess að aðrar fjölþjóðlegar fjármálastofnanir, einstök ríki og einkaaðilar hafi lagt hönd á plóginn. Eftir hrun Sovétríkjanna hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn með lán- veitingum og efnahagsráðgjöf átt (Framhald á síða 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.